Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Qupperneq 49

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Qupperneq 49
19 ára í vist oddi, sagði sögur og skrítlur, hló og skemmti sér. Honum fannst gaman að bjóða fólki í mat — og ráðskonan var snilldarkokkur. Það fundust ekki aðrir betri. Eitt sinn hafði gamli maðurinn boðið einhverjum í mat. Það skyldi vera nautatunga. Allt hefði þetta sjálfsagt orðið í sómanum ef vinnustelpan hefði ekki verið búin að fá nasasjón af verkum Nóbelsskáldsins sem var snyrtilega raðað í stofuskápinn. Og þegar ráðskonan fór út í búð að ná í eitthvað til að kóróna matargerðina, þá slökkti stelpan á ryksugunni og settist að Nóbels- skáldinu eins og hungraður úlfur. Hún hrökk upp við að barið var harka-» lega á eldhúsdyrnar og bílstjórinn kallaði: — Er kviknað í húsinu? Æ, reykurinn sveif um alla neðri hæðina og nautatungan var ekki lengur mannamatur. Og ráðskonan skammaðist og hristi höfuðið og hristi höfuðið og skammaðist. — Mér þykir leitt að hafa komið þér í vont skap, sagði vinnustelpan, sannleikanum samkvæmt. — Vont skap? hváði ráðskonan. — Eins og skipti máli með skapið í mér. Það er nautatunga húsbóndans sem um er að ræða. Hverju á ég að ljúga að honum? En einhverju fann hún uppá, því svo ærleg var gamla ráðskonan að hún vildi ekki segja eftir vinnustelpunni, þó hún ætti það margfaldlega skilið. Þegar stelpan kom í vistina, var frúin (eins og ráðskonan nefndi Olöfu alltaf) á sjúkrahúsi. Stelpan hlakkaði til að hún kæmi heim, því henni þótti fremur dauflegt í þessu fína húsi. En í fyrstunni leist þeim lítið hvorri á aðra. Frúin hafði víst aldrei þekkt svona tryppu eins og nú var orðin vinnustelpa hjá henni. Og vinnustelpunni var oft dauðbilt við þegar frúnni skaut upp eins og vofu þar sem síst var von. Hún gekk nefnilega á loðnum inniskóm sem ekkert heyrðist í. Skömmu eftir að frúin kom heim kölluðu gömlu hjónin á vinnustelpuna inn í stofu. Sexfaldur kertastjaki úr silfri hafði beyglast. Hvort vinnustelpan vissi eitthvað um það? Jú, vissulega. Hún hafði fellt hann í gólfið fyrir nokkrum dögum þegar bókaskápurinn hafði tekið fullmikið af tíma hennar og hún var að flýta sér í tiltektinni. Gömlu hjónin voru gröm og sár. Vinnustelpan tárfelldi. Hún hafði ekki búist við að ríkisfólk gerði veður út af einum kertastjaka, þó hann væri úr silfri. — Eg skal borga þetta, sagði hún að íslenskum sveitasið. — Það þarf ekki að borga, sagði gamli maðurinn fúll. — Það er óhætt að brjóta hér allt og bramla þess vegna. Vinnustelpan góndi bara á þau skilningslaus. Hvers vegna vildu þau lítil- 39 L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.