Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Side 53
19 ára í vist
á vinnustelpunni. Það er að segja, hún grýtti þeim út um allt eldhús, því
sérlega hittin var hún nú ekki. Svo féllust henni hendur.
— Tíndu þetta upp, sagði hún.
— Nei, sagði vinnustelpan. — Þú fleygðir því þarna og þú getur sjálf tínt
það upp.
Þá hvarf ráðskonan niður í kjallara til vina sinna kattanna, sem alltaf
skildu allar hennar sorgir.
Gömlu hjónin áttu tvo syni, en hvorugur þeirra var í Kaupmannahöfn.
Annar var embættismaður heima á Islandi. Hinn var tónlistarnemi suður í
Róm. Eitt sinn þegar vinnustelpan kom inn til frúarinnar lá hún upp við
herðadýnu og herbergið var fullt af músik sem stelpunni fannst einna líkust
pottaglamri. (Það hefur nefnilega gleymst að gefa henni smekk fyrir tónlist.)
— Eruð þér að hlusta á þetta? spurði hún.
Frúin kinkaði kolli. Hún var mild á svip og glampinn fallegi í augunum.
— Ég verð að venjast þessari nýju tónlist, svo ég geti hlustað á hann son
minn þegar hann kemur frá Róm.
Því trúði stelpan vel, að ekki veitti af að venjast þessu. En hún skildi að
þessi hljóðfæraleikari suður í Róm mundi vera mömmu sinni einkar
hjartfólginn og gekk hljóðlega um til að trufla ekki húsmóður sína. Um leið
skotraði hún augum á myndina á náttborði frúarinnar — af litlu ljósu
stúlkunni sem hafði dáið þegar hún var þriggja ára. Frúin nefndi aldrei nafn
litlu stelpunnar sinnar og því síður gamli maðurinn. Vinnustelpunni skildist
að sorg þeirra væri eins og djúpt vatn sem lagt hefði næfurþunnum ísi. En
þegar hún þurrkaði af horfði hún oft lengi á myndina af litlu björtu dánu
stúlkunni og sagði í huganum: Þú hefðir ekki átt að fara. Kannski væru
pabbi þinn og mamma ekki jafn einmana ef þú værir hér.
Svo leið að jólum. Það var eins og nálægð þeirra stytti örlítið fjarlægðirn-
ar milli fólksins í húsinu.
— Hvað getum við gefið gömlu hjónunum? sagði stelpan við ráðskon-
una.
— Vitleysa, sagði ráðskona. — Við gefum þeim ekkert. Það á ekki við.
Þau gefa okkur.
— Nú, sagði vinnustelpan, hálffegin og hálfvonsvikin.
Þessi kvöld bauð ráðskonan henni oft inn til sín og svo lásu þær blöðin og
fengu sér kaffi eða sherry sem ráðskona veitti.
— Það er gott að hressa sig eftir daginn, sagði hún. Oft var hún uppgefin
á kvöldin, aðallega af áhyggjum út af heiðri hússins á sviði matseldar og
hreinlætis. Stundum lagði hún handlegginn yfir augun og sagði vinnustelp-
unni frá þeim dögum er hún var í siglingum hér og þar um heiminn, ung og
falleg. Hún talaði um skipin „sín“ eins og lifandi verur. Einu þeirra var
43