Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Síða 53

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Síða 53
19 ára í vist á vinnustelpunni. Það er að segja, hún grýtti þeim út um allt eldhús, því sérlega hittin var hún nú ekki. Svo féllust henni hendur. — Tíndu þetta upp, sagði hún. — Nei, sagði vinnustelpan. — Þú fleygðir því þarna og þú getur sjálf tínt það upp. Þá hvarf ráðskonan niður í kjallara til vina sinna kattanna, sem alltaf skildu allar hennar sorgir. Gömlu hjónin áttu tvo syni, en hvorugur þeirra var í Kaupmannahöfn. Annar var embættismaður heima á Islandi. Hinn var tónlistarnemi suður í Róm. Eitt sinn þegar vinnustelpan kom inn til frúarinnar lá hún upp við herðadýnu og herbergið var fullt af músik sem stelpunni fannst einna líkust pottaglamri. (Það hefur nefnilega gleymst að gefa henni smekk fyrir tónlist.) — Eruð þér að hlusta á þetta? spurði hún. Frúin kinkaði kolli. Hún var mild á svip og glampinn fallegi í augunum. — Ég verð að venjast þessari nýju tónlist, svo ég geti hlustað á hann son minn þegar hann kemur frá Róm. Því trúði stelpan vel, að ekki veitti af að venjast þessu. En hún skildi að þessi hljóðfæraleikari suður í Róm mundi vera mömmu sinni einkar hjartfólginn og gekk hljóðlega um til að trufla ekki húsmóður sína. Um leið skotraði hún augum á myndina á náttborði frúarinnar — af litlu ljósu stúlkunni sem hafði dáið þegar hún var þriggja ára. Frúin nefndi aldrei nafn litlu stelpunnar sinnar og því síður gamli maðurinn. Vinnustelpunni skildist að sorg þeirra væri eins og djúpt vatn sem lagt hefði næfurþunnum ísi. En þegar hún þurrkaði af horfði hún oft lengi á myndina af litlu björtu dánu stúlkunni og sagði í huganum: Þú hefðir ekki átt að fara. Kannski væru pabbi þinn og mamma ekki jafn einmana ef þú værir hér. Svo leið að jólum. Það var eins og nálægð þeirra stytti örlítið fjarlægðirn- ar milli fólksins í húsinu. — Hvað getum við gefið gömlu hjónunum? sagði stelpan við ráðskon- una. — Vitleysa, sagði ráðskona. — Við gefum þeim ekkert. Það á ekki við. Þau gefa okkur. — Nú, sagði vinnustelpan, hálffegin og hálfvonsvikin. Þessi kvöld bauð ráðskonan henni oft inn til sín og svo lásu þær blöðin og fengu sér kaffi eða sherry sem ráðskona veitti. — Það er gott að hressa sig eftir daginn, sagði hún. Oft var hún uppgefin á kvöldin, aðallega af áhyggjum út af heiðri hússins á sviði matseldar og hreinlætis. Stundum lagði hún handlegginn yfir augun og sagði vinnustelp- unni frá þeim dögum er hún var í siglingum hér og þar um heiminn, ung og falleg. Hún talaði um skipin „sín“ eins og lifandi verur. Einu þeirra var 43
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.