Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Side 54

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Side 54
Tímarit Máls og menningar sökkt við England í stríðinu. Hún missti líka manninn sinn í stríðinu. — Við vorum raunar ekki gift, sagði hún og brosti við endurminning- unni. — Þá hefði ég orðið að hætta á sjónum. Stríðsárin, bætti hún við, það voru hryllileg ár. Þá varð ég svona í skapinu. Stundum leið mér svo illa að ég kastaði upp úti á götu. A Þorláksmessu eldaði ráðskonan hnausþykkan jólagraut á danska vísu og jós upp fyrir vinnustelpuna eins og hún væri að skammta mörgum búálf- um. — Ettu þetta, sagði hún. — Og mikið smjör og öl. Svona höfum við það hér í Kaupmannahöfn. Stelpan tróð í sig grautnum. Sá var nú ósvikinn. Svo var reynt að fá jólasvip á stofurnar. Frúin gekk um og leit eftir. — Hérna, sagði hún við vinnustelpuna. — Látið þenna dúk á borðið, en farið vel með hann. Systir mín heitin saumaði hann. Þetta var einfaldur jóladúkur, líklega gerður af unglingstelpu. Og vinnu- stelpan rifjaði upp fyrir sér söguna um gamla manninn og systur frúarinnar, söguna um að þau hefðu verið elskendur þegar þau voru ung en hún hefði dáið áður en þau gátu gift sig. Það var fallegt af þeim að hafa dúkinn hennar á jólaborðinu, hugsaði vinnustelpan, verulega fallegt. Og hún reyndi að fara sem mýkstum höndum um þenna áratuga gamla útsaum. Á aðfangadagskvöld máttu vinnukonurnar sitja inni í stofu. Stéttaskipt- ingin hörfaði fyrir jólaboðskapnum sem veitast skyldi öllum lýðnum. Frúin kveikti á kertum og gamli maðurinn náði í mörg hundruð ára gamla biblíu. Auðmjúkur — sem sjaldan henti — laut hann hærugráu höfði yfir hina helgu bók og las heimilisfólki sínu jólaguðspjallið. Svo óskaði hver öðrum gleðilegra jóla. Gjafapakkarnir voru opnaðir. Hjónin gáfu ráðskonunni tösku og vinnustelpunni skrautgripi (sem hún er búin að brjóta og týna). Sjálf fengu þau marga pakka. Frúin fékk armband sem var eins og slanga með rauð augu og hringaði sig um handlegg hennar. — Táknrænt fyrir kveneðlið, sagði gamli maðurinn og allar konurnar brostu, eins og til að samþykkja líkinguna við þetta eitraða skriðdýr. Vinnustelpan hugsaði heim í sveitina sína. Henni fannst ekki lengur hátíð- legt — hana langaði heim. — Væna mín, sagði gamli maðurinn, — fáið yður hérna koníakssopa. Þér hafið bara gott af því, þér megið trúa því. Gamli maðurinn átti jafnan birgðir af koníaki. Nú hellti hann í hálft glas handa vinnustelpunni. Það var heitt í stofunni og eimurinn af koníakinu og sterkt bragðið gerðu stelpuna syfjaða. Ekki var heldur vakað lengi á jóla- nóttina. Bráðlega gengu gömlu hjónin til herbergja sinna. Ráðskonan staldr- aði við hjá stiganum og gróf einhversstaðar upp stæðilegan pakka. 44
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.