Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Síða 64

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Síða 64
Tímarit Máls og menningar nema Listinni (fyrir listina). Svo fjarri veruleikanum eru höfundar bóka ekki, þó að hugsmíðar eins og „gullöld“ séu það stundum. Þótt þjóðernisást hafi verið áberandi þáttur í bókmenntafræðum Sigurðar Nordal er hún að sjálfsögðu ekki það eina í þeim sem tengja má pólitík tímans. A því tímabili í lífi Sigurðar, sem ég hef aðallega fjallað um hér, voru stéttaátök að hefjast fyrir alvöru á Islandi eftir að sjálfstæðisbaráttunni var lokið um sinn. Jónas frá Hriflu hafði sterka tilhneigingu til að lesa eigin stjórnmálaskoðanir inn í Islandssöguna, og má t. d. rifja upp að hann gagnrýndi stéttabaráttuna óbeint með því að segja að ósamlyndi höfðingj- anna á Sturlungaöld hafi verið orsök þess að landið tapaði sjálfstæði sínu 1262 (Dvöl 1934). Jónas skrifaði líflega um þvílík efni, en það var iðulega fullt af stjórnmálaáróðri. Sigurður Nordal fór ekki ósvipaða leið þegar hann var að gera viðfangsefni sín forvitnilegri fyrir almenna lesendur. Hann skrifaði ekki eins og sérfræðingur og benti (ósjálfrátt?) á leiðir til að bera saman við samtímann eins og hann segir að hinir fornu höfundar hafi gert. Þetta má hafa í huga þegar hann segir að í hinum miklu Islendingasögum sé einstaklingurinn það verðmæti sem skyggi á öll önnur (Snorri Sturluson, 178), og þegar hann segir að þær hafi verið skrifaðar af höfðingjum. Sá sem var mestur þeirra var ekki bara andans höfðingi (sbr. háskólakennara 3. áratugarins) heldur einnig veraldlegur höfðingi (sbr. fiskútflytjendur 3. áratugarins): Snorri sjálfur. Þar var á ferð samhæfing (syntesa) af því tagi sem Sigurði Nordal féll vel. Hér skal að lokum nefna tvær ágætar ritgerðir Sigurðar um skáldskapar- fræði. Hin fyrri fjallar um ritdóma (Eimreiðin 1925) og segir Sigurður þar að enda þótt vondar bækur gleymist fljótt sjálfkrafa þá sé það í verkahring ritdæmenda að vara fólk við þeim. Aðalverkefni ritdómarans sé þó að fjalla um athyglisverð verk og benda á galla þeirra. Gott skáld þolir að því sé leiðbeint: „Það er ekki þróttinum til miska, þótt andstaðan sé svo mikil, að á öllu þurfi að taka“ (61). Sigurður telur að söguhyggja 19. aldar hafi leitt af sér sögulegar skýringar í bókmenntagagnrýni, og afleiðingin hafi verið að ritdæmandinn hafi verið talinn eiga að skýra bókmenntaverk og ekki leggja dóm á þau. Sjálfur segir hann að skýringarnar eigi best við um gamlar bókmenntir en matið hafi meiri þýðingu þegar um samtímabókmenntir sé að ræða. Sigurður kvartar yfir að engum sé refsað lengur, fólk sé orðið svo tillitssamt að það greini ekki lengur gott frá illu. En í bókmenntagagnrýni þurfi annað: þar eigi áræðni og festa við, sem muni vinna bókmenntunum gagn til langs tíma litið.4 I ritgerðinni „Viljinn og verkið“ (Vaka 1927) bendir Sigurður Nordal á að ekki megi dæma ritverk út frá ætlun höfundarins og innblæstri.5 Auk innblástursins þarf skáld að vera snjallt, víðlesið, búa við frjótt umhverfi og 54
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.