Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Page 68

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Page 68
Tímarit Máls og menningar leggur metnað sinn í að þurfa ekki aðstoð annarra (þá eru fjölskylduþræl- arnir auðvitað ekki taldir með), rækta sinn skika, vera nægjusamur og forðast borgamenningu. Að sögn Þorkels var það „alls engin tilviljun, að „Tilgangs“skáldmenntirnar eru fóstur ófrjóasta skoðunarhátts vestrænnar menningar — realismans“ (130). Einna best er hamsúnisminn á Islandi túlkaður í grein Eiríks Magnús- sonar um Gródur jarðar í Iðunni 1926. Með skrif Sigurðar Nordal í huga vil ég taka saman helstu hugmyndafræðiþætti greinarinnar svo: Lof um starf bóndans, jarðrækt er talin samræmast lögmálum Lífsins, skapandi, róandi starf. Lof um fátœktina, um nægjusemi, þol, sparsemi, iðni. Erfiðleikar eru góðir því þeir þroska manninn; einvera er eftirsóknarverð; efnishyggja er gagnrýnd á þeirri forsendu að peningar séu ekki það verðmætasta í lífinu (Nordal teflir fram hinu vandskilgreinda manngildi á móti veraldlegum auði). Einstaklingshyggja, sem hindrar félagslegar lausnir og samvinnu. Korporatífismi: sagt er að samband launagreiðenda og launamanna ákvarðist af peningum en eigi frekar að einkennast af samstarfi og eindrægni. Menn- ingarleg íhaldssemi: endurnýjunarþörfin er viðurkennd með semingi, en breytingar sagðar hafa gengið allt of langt í átt tísku og löðurmenningar. Hraði nútímans samræmist ekki eðli mannsins. Andskynsemisstefna: gott er talið að hugsa ekki of mikið um vandamál lífsins, að forðast skóla o. s. frv. Maðurinn er dýr (sbr. darwinisminn) og á að laga sig að hrynjandi náttúr- unnar í stað þess að fara öfugt að, aðlaga náttúruna eigin þörfum.12 Flestir eða allir þessir hugmyndafræðiþættir koma einnig fram hjá Sigurði Nordal, — helst er vafasamt hvort hjá honum sé að finna beinan vott korporatífisma, þeirrar íhaldsömu og fasísku hugmyndar að samfélagið eigi að vera eins og fjölskylda, þar sem föðurvaldið er óskorað og stéttabarátta ekki til. I félagsfræði er annars venjulega átt við með þessu hugtaki að stofnanir ríkis og fyrirtækjaeigenda vaxi saman við stofnanir verkalýðsins, eins og gerst hefur m. a. í Austurevrópuríkjum og hjá Mussolini og Hitler. Sá strengur í hugmyndafræði Sigurðar Nordal sem er hvað sterkastur er andúð hans á vísindahyggju eða á vísindadýrkun. Hann kveður hæpið að kalla sagnfræðina vísindi (Isl. menning, 36) og áherslan sem hann leggur á manninn og lífið fellur undir viðnám gegn pósitífisma. I „Samlagningu" (Vaka 1927) ræðst Sigurður gegn oftrú á tölum.13 Sigurður segir þar: „sumt verður aldrei mælt /. . ./. Og þetta sumt er einmitt hið verðmætasta í tilverunni“ (57). Ahugi á vísindum og efnisveruleikanum kom fram á sviði bókmennta í raunsæisstefnunni og natúralismanum, sem Sigurður og aðrir gamlir og nýir rómantíkerar voru andvígir. Þeir reyndu að drepa tali sósíalista um kjarabætur á dreif með því að biðja um andlegar umbætur, minna frelsi og aukna erfiðleika. Skólar miðluðu samkvæmt Sigurði aðeins 58
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.