Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Page 69

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Page 69
Hugmyndafraði Sigurðar Nordal staðreyndaþekkingu, en leiddu ekki til sannrar menntunar. I samræmi við það lögðu Sigurður og aðrir áherslu á (andlega) menningu í stað (efnislegrar) siðmenningar. Og ein greinin á sama meiði er áhuginn á tettasamfélaginu eða þjóðríkinu (Gemeinschaft), sem íslenska þjóðveldið var talið dæmi um, í stað nútímasamfélagsins (Gesellschaft), sem talið var samsafn firrtra einstaklinga, skilgreint af peningaafstæðum.14 Hugmyndin um ættasamfélag er náskyld lífheildarhugtakinu (organisma- hugtakinu), sem er ein undirstöðuhugmynd rómantísku hugmyndafræðinn- ar. Forna samfélagið var skv. henni talið vaxið náttúrulega og eðlilega eins og jurt, ómeðvitað og heildstætt, án mikillar verkaskiptingar, og siðræn menntun (eða vitneskja) leiddi beint til siðlegrar hegðunar í slíku þjóðfélagi. Andstætt því voru nútímasamfélag og nútímaverk talin of meðvituð, of sundruð og úrkynjuð. I úrkynjunarhugmyndinni fólst að samfélagið eða verkið væri of blandað framandi þáttum til að þar næðist eðlilegt jafnvægi milli hins upprunalega (t. d. innlenda) og hins nýja (erlenda). Raunvirk afleiðing bábiljunnar um úrkynjun varð að hægt var að fordæma það sem henta þótti sem „bastarða", kynblendinga. Frægasta dæmi þess eru auðvitað gyðingaofsóknir nasista, en úrkynjunarkenningar gátu líka komið fram í bókmenntamati þegar haldið var fram að íslenskar bókmenntir á 14. öld hefðu verið bornar ofurliði af aðskotaáhrifum eða Einar H. Kvaran af aðskotastefnu realismans, eða þegar Jakob J. Smári sakaði Halldór Laxness og Davíð Stefánsson um að vera bastarðar undir írskum áhrifum (Eimreiðin 1931, 303—4). Sú hugmynd um jafnvægi eða hreinræktaðan stofn, sem þar kemur fram, er að sjálfsögðu algerlega háð duttlungum skoðandans. A millistríðsárunum sögðu hægrisinnaðir höfundar stundum að sósíalisminn og sú stefna að vilja hækka skatta væri erlend og óþjóðleg, en sú stefna sem samræmdist eðli Islendinga í skattamálum fælist í að lækka skattana (sbr. Vörður 18/7 1925), og hljóta sömu aðilar að hafa verið hressir með Sigurð Nordal þegar hann sagði að skólabyggingar út um alla hreppa væru upp- reisn gegn forlögunum. Áratugina fyrir og eftir aldamót kom fram merkastur andróður móti yfir- borðssýn pósitífismans í svokallaðri lífsheimspeki. Hún einkenndist af vilja- heimspeki, algyðistrú, andskynsemisstefnu og hugmyndinni um þekkingar- gildi tilfinninga, innsæi og skilning gegnum innlifun. Nietzsche, Bergson og Dilthey voru helstu merkismenn lífsheimspekinnar. Bergson fjallaði m. a. um innsæi sem skilningshátt og er innsæisheimspeki við hann kennd. Dilthey skilgreindi muninn á því að skýra og að skilja, og kvað hann skýringar einkum eiga við í raun- og náttúruvísindum en skilning í mannvísindum. Þetta má tengja því þegar Sigurður Nordal segir Islendinga vita of mikið um sögu sína miðað við hvað þeir skilji (Isl. menning, 35). 59 L
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.