Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Qupperneq 71
Hugmyndafrxbi Sigurdar Nordal
nasismans, þrátt fyrir þessi hugmyndatengsl við þann jarðveg sem nasism-
inn óx úr.
Sigurður Nordal heyrði til þessum straumi á 3. áratugnum og var jafnvel
áhrifamesti talsmaður hans. En þegar rætt er um skyldleika við nasíska
hugmyndafræði, sem hefur verið viðkvæmt mál allt frá lokum seinni
heimsstyrjaldarinnar, verður að fara með gát. Sigurður aðhylltist ekki mér
vitanlega mannkynbótafræðina, og rifja má upp að hann og fleiri borgara-
legir menntamenn höfðu samúð með samfylkingarstefnu sósíalista á 4.
áratugnum. Sigurður leit jafnvel Sovétríkin fremur jákvæðum augum, eins
og fram kemur í inngangi hans að útgáfu Máls og menningar á Undir
rdðstjórn eftir Hewlett Johnson árið 1942. Undirrótin að skoðunum Sigurð-
ar Nordal hefur án efa verið einhvers konar mannúðarstefna eða að minnsta
kosti þjóðhollusta. Eins má geta þess að þjóðernishyggjan á 3. áratugnum
var að mörgu leyti eðlilegt framhald af sjálfstæðisbaráttunni.
Ef leggja á dóm á bókmenntafræði Sigurðar held ég að hún hafi þann
meginkost að vera frjó og víðfeðm. Varðandi áróður hans fyrir æðri gildum
mannlífsins, andlegum verðmætum og þess háttar, held ég að segja megi að
þau eigi meira erindi til okkar í dag heldur en á fyrstu áratugum aldarinnar
þegar þjóðin var að skríða úr moldarkofunum.
Athugasemdir
1. Fornar dstir, 2. útgáfa 1973, bls. 160 (í eftirmála rituðum 1949). Skoðunum
Sigurðar á samhenginu í íslenskum bókmenntum og bændamenningunni má kynn-
ast í inngangi hans að íslenskri lestrarbók (1924), „Islandsk kultur“ í Ord och bild
1927, „Bókmenntaþáttum" í Vöku 1928, greininni „Þýðingar" i Skírni 1919 og í
Utsikt over Islands litteratur i det 19. og 20. drhundre (Oslo 1927). í síðastnefndu
riti segir hann að íslenskar nútímabókmenntir eigi engan rétt á að rjúfa samhengið
með því t. d. að hætta stuðlasetningu. „Skulde vár litteratur i sprog og stil fjerne sig
fra tidligere Irhundrers, vilde den ogsá fjerne sig fra oss. Men vi har ikke rád til slikt“
(44). Sbr. íslenzk lestrarbók bls. XXyiII-XXXI.
2. „Islenzk yoga“ og „Oræfi og Oræfingar“ eru endurprentaðar í Aföngum I
(1943). Hugmynd Sigurðar um þroskandi áhrif erfiðs landslags liggur einnig að baki
þeim bókum sem Guðmundur Finnbogason skrifaði um Island og íslendinga.
Guðmundur vildi kanna hvernig landið (og veðrið o. s. frv.) hefði mótað þjóðina og
„þjóðareðlið". I hugmyndasögu eru slíkar kenningar (eins konar lamarckismi í
þjóðasálfræði) raktar til bókar Thomas H. Buckle, History of Civilization in
England I—II (1857—61), sbr. Tore Frángsmyr: Framsteg eller förfall. . . (Stock-
holm 1980), bls. 180-84, og til hugmynda Montesquieus um tengsl milli stjórnarfars
og veðurfars (eða þjóðarsálar og landfræðilegra aðstæðna). Ragnar E. Kvaran
skrifaði skeleggar greinar á móti þjóðernissinnaðri íhaldssemi og á móti nýju
rómantíkinni, og er „Flóttinn“ í Iðunni 1928 einna best þeirra.
61