Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Side 76

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Side 76
Tímarit Máls og menningar margir telja eitt fárra íslenskra skálda sem hægt sé að bendla við nýróman- tík. Við lestur kaflans koma einkum tvö ljóð Jóhanns upp í hugann; hér er það „Bikarinn“: Haustið hefur reynt alt, fundið alt, og svo tæmir það alla reynslu lífsins í einum teyg, og deyr um leið . . . Eg var unglingur þegar ég bar bikarinn að vörum mér, en öldungur þegar ég hafði drukkið hann í botn. (119) Og svo ljóðið „Sorg“ sem tengist Hel ekki síður hugmyndalega: Og sólin og stjörnurnar halda áfram hringferð sinni og sjá ekki að kynslóð kemur á eftir kynslóð. En guð hlustar eftir hverju visnuðu blaði, sem hrynur, og aldrei hafa tvö tár, sem hrukku til jarðar, nokkurn tíma látið eins í eyrum hans. (120) Náttúrulýsingar og umhverfi endurspegla líka hverju sinni hugarheim Alfs og þær hræringar sem þar eiga sér stað. Lítum á upphaf kaflans þar sem Alfi verður í lokin ljós blekking lífs síns: Á eftir þessu hausti kemur ekkert sumar. I þessum gráköldu næðingum visnar ekki einungis allur gróður, heldur kell líka ræturnar í sverðinum, og hvert fræ í moldinni kulnar. Aldrei framar getur kviknað líf á hnettinum. (135) Frásögnin hnitast öll utan um Alf frá Vindhæli. Hann er hvort tveggja í senn, sögumaður og söguhetja og segir frá í fyrstu persónu. A þessu verður breyting í síðasta kaflanum sem samnefndur er sögunni, þar segir alvitur söguhöfundur frá í þriðju persónu. Þetta stílbragð fjarlægir lesanda Alfi, um leið og Alfur fjarlægist sjálfan sig. III Þó að Hel fjalli fyrst og fremst um leit mannsins að lífsskilningi, þá er hún líka þroskasaga Alfs frá Vindhæli. Það er því eðlilegast að fylgja söguþræð- inum til þess að átta sig á þróuninni í lífsstefnu hins marglynda manns. Upphaf sögunnar sýnir okkur uppgjör Alfs við nánasta umhverfi sitt, hvernig hann slítur af sér alla fjötra, hvort sem þeir eru úr járni eða rósum. Frelsið kallar á hann og biður þess að verða notað, og að lokum yfirgnæfir það allt annað: Ég leita gæfunnar, og ég finn hana þegar ég missi hennar, því sjálf leitin er gæfan. Boðorð hennar er: leitið og finnið ekki. Gæfan er ekki til þess að eiga 66
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.