Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Page 79
Leit að lífsskilningi
Eg er eins og vígvöllur, þar sem tveir flokkar berjast, og ég ræð ekki, hvorir
sigra. (124)
Hin andstæðu öfl eru af ýmsu tagi; í afstöðunni tii konunnar sem ber hið
táknræna nafn Auðna takast á tilfinningar og skynsemi. Alfur er heillaður af
Auðnu, en skynsemin hvíslar því að honum að hún sé rétt eins og hver
önnur kona — og það nægir ekki hinum drambsama Alfi. I þessu tilfelli er
hann sekur um að hafa búið sér til goðkynjaða, upphafna kvenmynd — og
þegar draumsýn hans stangast á við þá staðreynd að Auðna er aðeins mann-»
leg hrekkur hann við, vaknar eins og af værum blundi og hverfur frá henni.
Þetta minnir á hversu skammt er milli draums og veruleika í sögunni og að
sekt Alfs er m. a. fólgin í því að má út þau mörk.
Af öðrum toga er tvíhyggjan sem fram kemur fyrr í kaflanum um Auðnu,
barátta góðra og illra afla í náttúrunni:
Er það undarlegt þótt mönnum finnist þú ekki vera eitt afl, heldur tvö, guð og
djöfullinn . . . (121)
Þótt þessi tvíhyggja einkenni einnig mannlífið, eins og Sigurður boðar síðar,
þá er ekki hægt að tala um að í sögunni eijþst við gott og illt nema að tak-
mörkuðu leyti. I sameiningu leitast þeir Alfur og höfundur við að kynna
hinar ýmsu lífsstefnur án þess að einhlít illska eða gæska komi til tals.
I þættinum Óravegir eru tvær dæmisögur sem varpa hvor um sig ljósi á
persónu Alfs. Hin fyrri gerir Alfi að velja milli níu konungsdætra, sem hver
er annarri fegurri. Hann kveðst frekar vilja fá að dreyma um þær allar en
kjósa eina:
Síðan er ég landflótta og förumaður á leiðum jarðarinnar, en ek í purpura og
gullreið um óravegu draumanna. (125)
I dagdraumunum fær Álfur allar óskir sínar uppfylltar, þess vegna dvelur
hann þar frekar en að takast á við harðneskju og baráttu hversdagsins.
Hin sagan er um örn sem missir báða fætur sína í dýraboga og er því
dæmdur til þess að fljúga hvíldarlaust þar til yfir lýkur. Vængir hans öðlast
ótakmarkað flugþol og hann hefur farið yfir hvern blett jarðarinnar. Og
örninn fótalausi miklast yfir frelsi sínu, valdi og víðsýni og fyrirlítur þá er á
hreiðrum kúra. En í lokin er oflæti arnarins slökkt með svofelldum athuga-
semdum:
En er ekki eitt hreiður, sem þú átt, stærra en jörðin öll, sem enginn getur
eignast? Ég er eins og konungur hundrað hersveita, sem á ekkert hjarta, sem
ann honum. Brjóst mitt frýs í sólarhitanum, af því ég á engan til að verma.
(127)
69