Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Page 84

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Page 84
Tímarit Máls og menningar Jæja, loksins get ég um frjálst höfuð strokið, eftir að hvorki er hár né haus á körlunum. Greiðan hugsaði sér gott til glóðarinnar, hún ætlaði aldrei að greiða neinum, hvorki körlum, kóngum, kerlingum né dýrum. Greiðan hugðist gera eitthvað gjörólíkt. I rauninni hélt hún að hún væri ekki gerð fyrir það að greiða. Eg er fyrir eitthvað allt annað, sagði greiðan. Eg hef verið á rangri hillu hjá karlinum. En hvað geta greiður gert annað en greitt? Ekki er nóg að vera frjáls. Greiðan varð líka að gera eitthvað. Hún gat ekki fundið rétta hillu nema hún vissi hvað hún vildi og kunni eða gat lært. Sannast sagna kunni greiðan það eitt að greiða og það ekki hári heldur berum skalla, sem hún greiddi ágætlega enda vandalaust. Nóg er að nota hendurnar við að greiða skalla. Loksins hef ég tíma aflögu fyrir sjálfa mig, sagði greiðan. Frá því ég man eftir mér hef ég greitt sköllóttum karli í stað þess að greiða sjálfri mér. I sömu svifum vatt greiðan upp á sig, hún varð reigingsleg og gat undið upp á sig einhver ósköp enda alveg óbrjótandi greiða, eða það hélt hún sjálf. Síðan fór greiðan að greiða fínu tindunum með grófu tindunum og grófu tindunum með fínu tindunum. Hún gerði þetta á víxl og greiddi sér dag og nótt. Henni fannst engin vanþörf vera að greiða sér, þótt tindarnir væru óflæktir og stífir og þyrftu enga greiðslu. Greiðan hafði enga hugmynd um sitt rétta eðli, vegna þess að hún hugsaði aðeins um sjálfa sig. Og þeir sem hugsa einvörðungu um sjálfa sig vita aldrei hvað þeir eru. Það sama gilti um greiðuna, og hún greiddi sér látlaust uns tindarn- ir hrundu úr henni hver af öðrum, en hún lét það ekkert á sig fá. Greiðan var svo glöð yfir að geta nú aðeins sinnt sjálfri sér. Hún greiddi sér í tíma og ótíma, líkt og hún væri grálúsug. Að lokum var aðeins einn tindur eftir í greiðunni, og greiða með einn tind getur alls ekki greitt sjálfri sér, hún þarf að fá aðra greiðu til þess. Nú stóð greiðan næstum nákvæmlega í sömu sporum og „ein- hærði“ karlinn, og hún svipaðist þá um. Og hvað haldið þið að hún hafi séð? Hún sá tindalausa greiðu og að önnur greiða með alla tindana heila 74
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.