Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Síða 84
Tímarit Máls og menningar
Jæja, loksins get ég um frjálst höfuð strokið, eftir að hvorki er hár
né haus á körlunum.
Greiðan hugsaði sér gott til glóðarinnar, hún ætlaði aldrei að
greiða neinum, hvorki körlum, kóngum, kerlingum né dýrum.
Greiðan hugðist gera eitthvað gjörólíkt. I rauninni hélt hún að hún
væri ekki gerð fyrir það að greiða.
Eg er fyrir eitthvað allt annað, sagði greiðan. Eg hef verið á rangri
hillu hjá karlinum.
En hvað geta greiður gert annað en greitt? Ekki er nóg að vera
frjáls. Greiðan varð líka að gera eitthvað. Hún gat ekki fundið rétta
hillu nema hún vissi hvað hún vildi og kunni eða gat lært.
Sannast sagna kunni greiðan það eitt að greiða og það ekki hári
heldur berum skalla, sem hún greiddi ágætlega enda vandalaust. Nóg
er að nota hendurnar við að greiða skalla.
Loksins hef ég tíma aflögu fyrir sjálfa mig, sagði greiðan. Frá því
ég man eftir mér hef ég greitt sköllóttum karli í stað þess að greiða
sjálfri mér.
I sömu svifum vatt greiðan upp á sig, hún varð reigingsleg og gat
undið upp á sig einhver ósköp enda alveg óbrjótandi greiða, eða það
hélt hún sjálf.
Síðan fór greiðan að greiða fínu tindunum með grófu tindunum og
grófu tindunum með fínu tindunum. Hún gerði þetta á víxl og
greiddi sér dag og nótt. Henni fannst engin vanþörf vera að greiða
sér, þótt tindarnir væru óflæktir og stífir og þyrftu enga greiðslu.
Greiðan hafði enga hugmynd um sitt rétta eðli, vegna þess að hún
hugsaði aðeins um sjálfa sig. Og þeir sem hugsa einvörðungu um
sjálfa sig vita aldrei hvað þeir eru.
Það sama gilti um greiðuna, og hún greiddi sér látlaust uns tindarn-
ir hrundu úr henni hver af öðrum, en hún lét það ekkert á sig fá.
Greiðan var svo glöð yfir að geta nú aðeins sinnt sjálfri sér. Hún
greiddi sér í tíma og ótíma, líkt og hún væri grálúsug. Að lokum var
aðeins einn tindur eftir í greiðunni, og greiða með einn tind getur alls
ekki greitt sjálfri sér, hún þarf að fá aðra greiðu til þess.
Nú stóð greiðan næstum nákvæmlega í sömu sporum og „ein-
hærði“ karlinn, og hún svipaðist þá um. Og hvað haldið þið að hún
hafi séð?
Hún sá tindalausa greiðu og að önnur greiða með alla tindana heila
74