Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Síða 86

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Síða 86
Tímarit Máls og menningar Fáðu þér sæti og taktu það rólega, vegna þess að ég er búinn að taka af þér ómakið. Alþýðan áttaði sig ekki almennilega. Það tekur hana ævinlega lang- an tíma að gera sér grein fyrir nýjum og breyttum aðstæðum. Alþýð- an er nú einu sinni þannig gerð. En loksins þegar hún skildi þótti henni þetta vera súrt í broti, en hún sagði ekkert fremur en fyrri dag- inn. Til þess að alþýðunni leiddist ekki veislan sem hafði farið í magann á velgerðarmanni hennar, þá ákvað hann að halda henni veislu fyrir augað. Veislur fyrir augað eru einmitt að verða tíska og maðurinn kallaði á fræga kvikmyndastjórann sinn og bað hann blessaðan að sýna alþýðunni kvikmyndina af því þegar hann kroppaði fyrst í rétt- ina en át þá síðan alla í nafni og þágu alþýðunnar. Kvikmyndin var raunsæ og þrungin ádeilu. Myndmálið var einfalt og áhrifaríkt og hver auli gat skilið það, og þá auðvitað alþýðan líka. Myndatakan hitti öll í mark og augnaveislan var ægilega flott og mannleg. A heimleiðinni fyllti huga alþýðunnar beiskja og hún ákvað að bjóða velgerðarmanni sínum í mat og leika sama leikinn og hann hafði leikið og storkurinn í dæmisögunni. Alþýðunni kom ekkert annað ráð í hug en það að snúa á aðra með sömu aðferðum og snúið hafði verið á hana. Einmitt af þessu er lífið eintómir endalausir útúr- snúningar. Alþýðan þrælaði baki brotnu í heilt ár og safnaði fé til veislunnar. Að árinu liðnu hafði hún safnað fyrir fé til kaupa á nógum mat í maga mannsins. Meðan þetta gerðist sat þjóðlegi maðurinn heima í matarkúr og hann hugsaði: Ég hlakka til að borða hjá alþýðunni, hjá henni er ætíð svo óbrotinn, hollur og góður matur, svo trefjaríkur og megrandi. Nú hafði alþýðan hlaðið matborðið heima hjá sér og hugðist háma matinn í sig í hefndarskyni áður en velgerðarmaðurinn kæmi til veisl- unnar. En þegar til átti að taka missti alþýðan matarlystina vegna djúprar samúðar og svo vildi hún ekki heldur koma óorði á sig í aug- um þjóðlega mannsins. Nú kom þjóðlegi maðurinn og fór strax að borða, hann sá svipinn á alþýðunni og sagði: 76
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.