Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Síða 98

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Síða 98
Tímant Mdls og menningar að fordæma Nútímann heldur leiða þeir í ljós tvíræðni þessa tímabils sem eins og allt sem mannlegt er felur í sér vísi að eigin hnignun strax í fæðingu. Þessi tvíræðni gerir á engan hátt lítið úr síðustu fjórum öldum í Evrópu- sögu, öldum sem ég hef taugar til, ekki síst þar eð ég er ekki heimspekingur heldur rithöfundur. Og við hliðina á Descartes set ég Cervantes sem braut- ryðjanda Nútíma. Ef við föllumst á þá hugmynd að heimspeki og vísindi hafi misst sjónar á veruleika mannsins, birtist okkur enn skýrar, að með Cervantes fæðist voldug evrópsk listgrein sem er ekkert annað en stöðug rannsókn á þeim veruleika sem vísindunum yfirsést. Það nægir að ljúka upp Tíma og neind til að ganga úr skugga um að þau tilvistarþemu sem Heidegger kryfur í verki sínu höfðu þegar verið afhjúp- uð, sýnd og rýnd af skáldsögunni um fjögurra alda skeið. Eitt af öðru höfðu hin ýmsu svið tilverunnar hlotið skáldsögulega umfjöllun: í samtíma Cervantesar spyr skáldsagan sig út í eðli ævintýrsins; hjá Samuel Richard- son rannsakar hún „það sem gerist hið innra“, afhjúpar leyndarlíf tilfinn- inganna; með Balzac varpar hún ljósi á rótfestu mannsins í sögunni; hjá Flaubert er það terra til þess tíma incognita hins hversdagslega; Tolstoj beinir sjónum að því hvernig hið óskynsamlega grípur inn í mannlegt atferli og ákvarðanir. Tíminn er tekinn til umfjöllunar: hið óhöndlanlega liðna augnablik hjá Marcel Proust; óhöndlanlegt núið hjá James Joyce. Hjá Tómasi Mann koma goðsögur úr djúpi tímans og fjarstýra okkur. O. s. frv. O. s. frv. Skáldsagan er dyggur förunautur mannsins frá upphafi Nútíma. Það er þá sem „þekkingarástríðan“ (sú sem Husserl áleit innsta eðli evrópuandans) gagntekur skáldsöguna og beinir henni inn á rannsókn á raunverulegu lífi mannsins og varðveitir það gegn „verugleymd“. Þetta er sá skilningur sem ég legg í orð Hermanns Broch og samsinni sjálfur: „einasta réttlæting skáldsögunnar felst í afhjúpun á því sem skáldsagan ein fær afhjúpað.“ Skáldsaga sem ekki bregður ljósi á áður óþekkt tilverusvið á sér enga siðferðisstoð. Þekkingarleit er eina skylda skáldsögunnar. Mig langar til að bæta við að skáldsagan er verk Evrópumanna, uppgötv- anir hennar tilheyra Evrópu allri þótt þær hafi verið gerðar á hinum ýmsu tungumálum. Saga evrópsku skáldsögunnar er fólgin í þessu samhengi uppgötvana en ekki samlagningu þess sem skrifað hefur verið. Það er í þessu samhengi sem gildi skáldverks verður fyllilega skilið og metið. 3. Um þær mundir er Guð hafði smám saman dregið sig í hlé frá veraldar- vafstrinu, hætt að ákveða hvað bæri að gera, skilja á milli góðs og ills og 88
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.