Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Síða 100

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Síða 100
Tímarit Máls og menningar stofnanir á borð við lögreglu, dómstóla, heim fjármála og glæpa, her og Ríki. Old Balzacs þekkir ekki sælt iðjuleysi Cervantesar og Diderot. Hún er sest upp í lest sem nefnist Saga. Það er auðvelt að stíga upp í hana en erfitt að stökkva af. Ekki svo að skilja að fyrrnefnd lest bjóði enn sem komið er upp á neinar hremmingar. Hún býr m. a. s. yfir vissum töfrum; farþegarnir eiga í vændum spennandi ævintýri og í kaupbæti von um að komast áfram í lífinu. Enn síðar, í Frú Bovary, hefur sjóndeildarhringurinn skroppið svo saman að hann minnir einna helst á girðingu. Ævintýrin gerast handanvið og söknuðurinn er ómældur. I uppdráttarsýki hversdagsins öðlast draumar og draumórar veglegan sess. I stað glataðs óendanleika hins ytri heims er kominn óendanleiki andans. Einhver fegursta tálsýn Evrópu blómstrar: blekkingin mikla um einstaklinginn, einstakan og óviðjafnanlegan. En um leið og Sagan eða ígildi hennar: ofurmannlegt afl almáttugs samfélags nær tökum á manninum, missir draumurinn um óendanleika andans töframátt sinn. Sagan býður ekki lengur gull og græna skóga, í hæsta lagi stöðu mælingamanns. K. andspænis dómstólnum, K. gegn Kastalanum, hvers er hann megnugur? Ekki mikils. Leyfist honum að láta sig dreyma eins og frú Bovary forðum? Oðru nær, klemman sem hann er kominn í er of ógnvekjandi og uppsvelgir allar hans hugsanir og tilfinningar. Honum er ókleift að leiða hugann að öðru en málaferlum sínum, stöðu sinni sem mælingamaður. Óendanleiki sálarinnar ef einhver var virðist nú manninum álíka gagnslaus og botnlanginn. 5. Skáldsagan og Nútíminn hafa verið samferða. Ef litið er yfir farinn veg hlýtur maður að undrast hve leiðin er raunar stutt og afmörkuð. Er það ekki sjálfur Don Kíkóti sem eftir fjögurra alda ferð snýr aftur til þorpsins dulbúinn sem landmælingamaður? Forðum tíð lagði hann upp með þeim ásetningi að halda á vit ævintýranna en heimkominn í þorpið sem klúkir við rætur kastalans á hann ekki lengur kosta völ, ævintýrið er honum uppálagt: hlálegt þjark við kerfið út af villu í pappírunum hans. Að liðnum fjórum öldum, hvað hefur þá hent ævintýrið, þetta fyrsta viðfangsefni skáldsögunn- ar? Hefur það snúist í skopstælingu á sjálfu sér? Hvað táknar það? Að vegferð skáldsögunnar ljúki í mótsögn? Það er engu líkara. Og mótsögnin er ekki bara ein, þær eru margar. Góði dátinn Sveik er ef til vill síðasta stórbrotna skemmtisagan. Gegnir ekki furðu að þessi gamansaga skuli jafnframt vera styrjaldarsaga sem hefur að athafnasviði her og vígvöll? Hvernig er eiginlega komið fyrir stríðinu og hörmungum þess úr því þau eru orðin að aðhlátursefni? 90
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.