Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Síða 103
Ef skáldsagan leggur upp laupana
anna? Boða þau ekki endi Nútíma? Mér virðist léttúðarfullur sælusvipur-
inn sem menn setja upp þegar haldnar eru líkræður yfir skáldsögunni.
Léttúðarfullur af því ég hef sjálfur horft upp á og upplifað dauða skáldsög-
unnar, framkallaðan (með banni, ritskoðun, hugmyndafræðilegum þving-
unum) í veröld þar sem ég átti heima ungann úr ævinni og venja er að kenna
við alræði. Þá kom í ljós svo ekki fór milli mála að skáldsagan var
forgengileg; jafn forgengileg og Vestrið í Nútíma. Sem fyrirmynd þessarar
heimssýnar, grundvölluð á afstæði og tvíræðni mannlífsins, samþýðist hún
engan veginn heimi alræðisins. Þessi ágreiningur er djúpstæðari en sá sem
aðskilur andófsmann og kerfisþræl, baráttumann mannréttinda og pynt-
ingameistara, því hann er ekki bara af stjórnmálalegum eða siðferðilegum
toga heldur verufrœbilegum. Það felur í sér að heimur sem grundvallast á
einum Sannleika og hinn tvíræði og afstæði heimur skáldsögunnar eru af
gagnólíkum toga. Alræðisviskan byggir út afstæði, efa, spurn og getur því
aldrei samið sátt við anda skáldsögunnar.
En birtast þá ekki í Rússlandi kommúnismans þúsundir skáldsagna í
gríðarstórum upplögum við miklar vinsældir? Jú, en þessar skáldsögur bæta
ekki lengur neinu við landnám veruleikans. Leiða ekki í ljós nein ný
tilverusvið; þær staðfesta einungis það sem hefur þegar verið sagt; og það
sem meira er: í staðfestingu þess sem er sagt (þess sem ber að segja) felst
réttlæting þeirra, vegsemd, nytsemd fyrir það samfélag sem þær tilheyra.
Þar eð þær komast ekki að neinu nýju eru þær ekki lengur gjaldgengar í því
samhengi uppgötvana sem saga skáldsögunnar er gerð af; þær eru utan við
þá sögu eða öllu heldur: sögur að sögulokum.
Hálf öld er nú liðin síðan skáldsagan lauk göngu sinni í Rússlandi. Það
eru ekki svo lítil tíðindi sé þess gætt að rússneska skáldsagan hafði gagntekið
Evrópu um aldarskeið. Dauði skáldsögunnar er því engin grilla. Hann hefur
þegar átt sér stað. Og við vitum hvemig andlát skáldsögunnar ber að: hún
hverfur ekki heldur dregst hún aftur úr sögu sinni. Hún öðlast hægt andlát,
varla að neinn taki eftir því og engum blöskrar.
8.
En er skáldsagan þá ekki komin á endastöð af eigin völdum? Er hún ekki
búin að tæma möguleika sína, þurrausa þekkingu sína og útslíta öllum
sínum formum? Heyrt hefur maður skáldsöguna borna saman við þurr-
ausnar kolanámur. Að mínu viti er hún frekar kirkjugarður hinna glötuðu
tækifæra, ákalla sem skellt var við skollaeyrum. Það eru einkum fjögur áköll
sem vekja athygli mína.
Ákall leiksins. — Tristram Shandy eftir Laurence Stern og Jakob forlaga-
trúar eftir Denis Diderot virðast mér í dag tvö af höfuðverkum átjándu
93