Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Side 114
Tímarit Máls og menningar
leika breytinganna. Fullyrt er að nýju málararnir séu þjóðlegir. Að verk
þeirra beri einkenni þeirra landa sem þau eru unnin í. Listfræðingar telja sig
geta fundið sameiginleg einkenni meðal ungra listamanna einstakra þjóð-
ríkja eða sameiginleg þemu í verkum þeirra.
Það er í vissum skilningi misvísandi að tala um nýja málverkið og kannski
er sú misvísun viljandi tilkomin. Margir halda því fram að allt standið í
kringum nýja málverkið sé allsherjar samsæri: safnara, galleríseigenda,
umboðsmanna og listfræðinga. Sjálfsagt er eitthvað til í því. Endurvakning
málverksins er mikið hagsmunamál fyrir þá sem hafa lífsviðurværi af
listasögunni. Gengi málverka fortíðarinnar gæti fallið ef séð væri fyrir enda
málarahefðarinnar. Auk þess er málverkið seljanlegra en loftkenndar hug-
myndir þeirra sem fylgdu þeirri sveiflu sem fyrir var, konseptinu. Mál-
verkið er seljanlegri vara jafnvel þó stundum sé málað með lélegum litum á
ódýrt efni í stærðum sem eru ekki stofutækar.
Plott eða ekki plott þá hefur endurvakning málverksins orðið þáttur í að
blása lífi í listina eftir nokkurt stöðnunartímabil jaðartilrauna módernism-
ans. Eftirhermulistin verður hvati að lífi. Hversu lengi það nýja í því nýjasta
endist er erfitt að geta sér til um en áherslan virðist vera að færast frá
niðurrifi til uppbyggingar.
Þessvegna er dálítið misvísandi að tala um „nýja málverkið", því hér er
ekki aðeins um að ræða málara og málarahefðina, heldur myndlistarmenn
og myndiðkun almennt. Þó að listiðkunin sé uppbyggileg fremur en efa-
bundin þá þýðir það ekki nauðsynlega þróun frá gagnrýninni þjóðfé-
lagsafstöðu til samþykkis á núverandi samfélagsfyrirkomulagi. Fremur er að
listin sem stofnun er tekin sem gefin.
Auðvitað er morðtilraunin á módernismanum skilgetið afkvæmi hans.
Þetta er einskonar misheppnað föðurmorð. Það sem er nýtt er að þurfa ekki
nauðsynlega að fylgja því nýjasta, þurfa ekki að vera á undan eða breyta
gangi (lista)sögunnar. I vissum tilfellum efla listiðkendurnir kraft sinn með
því einfaldlega að setja markið lægra.
Það er í sjálfu sér gefandi að fást við myndlist, syngja dansa og segja sögu
(þessu höfðu avant-gardistarnir gleymt, enda búið að gera þetta áður).
Sköpunargleðin verður að bæta fyrir það sem upp á vantar í tækni. Þessa
afstöðu má líta á sem fullkomna huglægni þar sem óhátíðlegt metnaðarleysi
kemur í stað þess hlutlæga valds sem listamenn eignuðu iðju sinni. Sumir
hafa jafnvel gengið svo langt að kalla sig, „geníala dilitanta“.
I vissum skilningi er þetta uppgjöf eða hámark firringarinnar. Uppgjöfin
er ekki fyrst og fremst gagnvart listasögunni og mælikvörðum listarinnar
sjálfrar heldur gefast listamennirnir upp fyrir því sem með nokkrum ein-
földunum mætti kalla fagurfræði vörunnar. Þeir gera ekki uppreisn gegn of-
104