Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Page 118
Tímarit Máls og menningar
Kólumbíu og saga Suður-Ameríku. Hjá A.E.C. verður saga svartrar tónlist-
ar að sögu afríkunegrans sem losnar úr þrælsböndum til þess eins að lenda í
slömmum stórborganna. Þriðja dæmið er þýski málarinn Jörg Immerdorf,
sem hefur fengið stimpilinn nýmálari. I verkum sínum sem hann nefnir Café
Deutschland-seríuna endurskapar hann þýskalandssöguna eins og hann
upplifir hana og hikar ekki við að nota tilvísanir úr ólíkustu áttum; samtímis
byggir hann á reynslu expressionismans og eigin reynslu af pólitískri
baráttu.
Undanfarin ár hefur verið óvenju mikil gróska í menningarlífinu á Islandi
og þá ekki síst á sviði myndlistar. Þó margt af því sem hefur verið gert sé
léttvægt, sama hvaða mælikvarði er notaður, þá er magnið í sjálfu sér með
ólíkindum. Það er eðlilegt að sótt sé í erlenda strauma og það er ekkert
óvenjulegt að tilvísunin sé oft á tíðum nokkuð hrá. Þetta kemur hvað
greinilegast fram í myndlist, því þar virðast áhrifin flytjast á milli landa
sjónrænt. Myndlistarmennirnir sjá eitthvað sem þeir verða fyrir áhrifum af
en gera sér stundum ekki fyllilega grein fyrir hugmyndunum sem að baki
liggja. Þetta kemur t. d. fram í því hversu auðvelt ungum myndlistar-
mönnum virtist að flytja sig frá konseptinu yfir í nýja málverkið. En þetta er
aðeins að hluta rétt. Það er í raun ekki svo mikill munur á konsepti og nýja
málverkinu séu þessar stíltegundir metnar í ljósi breytinga á viðmiði sem
fjallað hefur verið um í greininni. Það má sjá merki um að listamenn lands-
ins séu farnir að sjá liti þess, eins og Guðbergur kallar þjóðlegar tilhneig-
ingar. Mála íslenskan veruleika.
Bókmenntirnar hafa alltaf verið þjóðlegar og nú eru komnar hljómsveitir
og skáld sem syngja um íslenskan veruleika á dansiböllum. Greinilegust er
þróunin í kvikmyndagerð og þó einhver kyrkingur virðist vera að koma í
hana vegna fjárskorts þá er ljóst að mikið hefur náðst. Það er ekki langt
síðan íslensk leikpersóna var látin segja við aðra íslenska leikpersónu þegar
þau keyrðu um Krísuvíkurhraun: „Þetta er bara alveg eins og á tunglinu".
Að mínu viti er mikilvægara að benda á hve mikið hafi verið að gerast og
reyna að skýra og skilja hvað þarna hefur verið á ferðinni, spyrja fremur
hvers vegna skerið sé ekki ein allsherjar verstöð, en að dæma fyrirfram alla
tilburði til sjálfskilnings (jafnvel þó þeir séu oft á tíðum undir sterkum
áhrifum erlendis frá) sem barnaleg ærsl og óvitahátt.
Athugasemdir
1. Fluxus var hópur listamanna sem vann að list sameiginlega víðsvegar um Evrópu
og Ameríku. Það sem tengdi hópinn saman var fremur andstaðan við ríkjandi
viðhorf til lífs og lista en sameiginleg afstaða til listiðkunar. Margir sem tengdust
108