Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Page 123
þykir mér að Ijóðinu „Fjöldinn" eftir
Cesar Vallejo sem mig minnir að sé upp-
runninn í Perú og ljóðunum eftir kúb-
anska skáldið Guillén.
Eysteinn Þorvaldsson
„EN VÍST ER TÁIN LAGLEGT
LEIKFANG"
Árið 1982 kom út hjá Bjöllunni barna-
bók sem vakti töluverða athygli og um-
tal manna á milli en var í rauninni þöguð
í hel opinberlega. Þessi bók er Tóta og
táin á pabba eftir Guðberg Bergsson,
sérkennilega margslungið ævintýri sem á
betra skilið en að rykfalla í glatkistunni.
Vissir annmarkar koma þó líklega í veg
fyrir að „Táin“ verði á næstunni viður-
kennd af fullorðnum sem æskileg barna-
lesning, og á ég þá við þá skoðun að í
sögunni sé Guðbergur of tvíræður.
Sagan um drauminn bans Tóta
I þessari bók segir Guðbergur sögu af
draumi barns. Telpan Tóta leggst til
svefns í herbergi sínu í svörtu skamm-
degi. I henni er mikill órói og þrá eftir
hinu óvænta. Hún þráir að sjá vofu,
draug eða púka og henni finnst vont að
verða bráðum stór. Loks kemur svefn-
inn til Tótu og um leið ævintýrið: Loðin
löpp kemur í gættina. Tóta er ærslafull
og skellir hurðinni svo fast á fótinn að
stóratáin klemmist af. Tóta slær eign
sinni á tána og gerir hana að leikfélaga
sínum, og sagan segir frá margvíslegum
ævintýrum þeirra saman. Pabbi Tótu er
hins vegar lasinn og liggur í rúminu með
brotna, bólgna tá. Læknir kemur og
Umsagnir um bakur
lítur á sjúklinginn. Mamma hjúkrar hon-
um og reynir að halda Tótu frá beði
hans. Tótu finnst spennandi að vera hjá
pabba og loks lofar hann henni að
kreista gröftinn úr bólgnu tánni, báðum
til yndis og ánægju. Mamma verður þá
ofsareið og lemur Tótu svo fast með
tusku að hún breytist í dreng. Það er því
drengur sem vaknar í rúminu sem telpan
Tóta sofnaði í: „Draumurinn liðaðist
burt úr herberginu út um dyrnar, og
draumurinn var í líki lítillar telpu.“ (bls.
76.)
Draumurinn sem lesandinn hrífst inn
í með barninu er ævintýralegur og
skemmtilegur. Eins og Guðbergs er
vandi þá leikur hann sér dálítið með
okkur, þvælir okkur fram og aftur inn í
drauma í draumnum þar til við vitum
vart okkar rjúkandi ráð, en er það ekki
einmitt þannig í hinum raunverulega
draumi?
Táin og Tótu-fjölskyldan
Eins og oft áður hnippir Guðbergur hér
dálítið harkalega í fjölskyldulífið. Hjón-
in Tóta stóra og Tóti stóri og Tótubarn-
ið þeirra eru einstaklingarnir í þessari
fjölskyldu og sambandið milli þeirra ein-
kennist af ófrelsi og togstreitu. Þau eru
hindranir hvert á annars vegi. Einkum
stendur móðirin í vegi fyrir hinum og er
þeim til ama. Með hreinlætisbrölti sínu
kemur hún í veg fyrir að fólkið geti
gengið eðlilega um húsið. Hún les hugs-
anir heimilisfólksins og reynir að
stjórna því, t. d. heldur Tóta (á bls. 72)
að móðirin ætli að fara að þvo innan á
sér höfuðið. Hlutverk mömmunnar er
fyrst og fremst hreinsunarhlutverk í mis-
munandi myndum. Hún hreinsar húsið
og hún hreinsar fólk sitt, helst bæði utan
og innan. Hennar hlutverk er líka að
hreinsa út vilsuna sem safnast í stokk-
TMM 8
113