Fréttablaðið - 30.04.2015, Page 1
FRÉTTIR
H úðin tekur við sér um leið og SnailGel er borið á. Þetta er ekki bara eitthvert krem, þetta er meira. Framleiðandinn fullyrðir að eftir fjögurra vikna notkun sýnist húðin sex árum yngri,“ segir Svala Rún Sigurðar-dóttir hjá Automax. SnailGel er náttúruleg vara, unnin úr slími sem sniglar framleiða til að endur-nýja kuðung sinn. Uppbyggjandi áhrif þess á húðina uppgötvuðu sniglabænd-ur í Síle, er þeir tóku eftir því að sár og skrámur á höndum þeirra greru óvenju hratt við meðhöndlun sniglanna. Slím sniglanna hafði verið rannsakað í meira en áratug áður en dr. Organic þróaði húðvörulínuna SnailGel. Nú samanstendur línan af kremi, hand-áburði, andlitsserumi og augnserumi en vörurnar komu á markaðinn fyrir tveimur árum í Bretlandi. „Það finnst á áferð og ilmi dr. Organic varanna hvað þær eru náttúrulegar en aloe vera er undirstaðan í öllum vörum dr. Organic,“ segir Svala. „SnailGel sló algjörlega í gegn og á síðasta árivarð 700% söluaukni í
er sniglunum ekki fargað heldur eru þeir látnir skríða eftir glerplötu og slímið sem þeir skilja efti iu
EFLIR ENDURNÝJUN HÚÐARINNARAUTOMAX KYNNIR SnailGel-húðvörulína dr. Organic er unnin úr slími snigla.
Uppbyggjandi áhrif þess á húðina uppgötvuðu sniglabændur þegar skrámur á
höndum þeirra greru óvenju hratt og vel þegar þeir handléku sniglanna.
NÁTTÚRULEGT SnailGel er náttúruleg vara, unnin úr slími sem sniglar fram-
leiða til að endurnýja kuðung sinn. Kremið er afar rakagefandi og mýkjandi og
er öflugt á hrukkur og ör.
Hippar
Sumartískan verður í anda hippanna á sjöunda áratugnum. Síðir, frjálslegir og þægilegir kjólar verða allsráðandi. BLS. 4
Rigning og LognBergrós Kjartans-dóttir lítur á peysur sínar sem ljóð og segist yrkja í lopann.
SÍÐA 2
TÆKIFÆRISGJAFIR
TILBOÐ - mikið af frábærum boðumtil
Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955
Hnífaparatöskur – 12 manna
14 tegundirVerð frá kr. 24.990
Modest stretch buxurKvart og síðbuxur
GÆLUDÝRFIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2015
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl-júní 2014
Fimmtudagur
22
3 SÉRBLÖÐ
Lyftarar | Gæludýr | Fólk
Sími: 512 5000
30. apríl 2015
100. tölublað 15. árgangur
Fá 250 milljónir
Borgun greiddi út 800 milljónir í arð
eða 50 prósent af hagnaði síðasta
árs. nýir hluthafar fá 250 milljónir
króna í sinn hlut. Kallað er eftir því
að upplýst verði hvernig staðið var að
kaupum nýju hluthafanna. 4
Hjúkrunarrýmum fjölgar
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis-
ráðherra segir nauðsynlegt að fjölga
hjúkrunar rýmum um 500. 2
Óvíst um hjónabönd samkyn-
hneigðra Hæstiréttur Banda-
ríkjanna þarf að taka afstöðu til
hjónabanda samkynhneigðra. 10
Bönnuðu jeppaakstur Svifflugfélag
Íslands hefur kært synjun á leyfi til
jeppaaksturs á vatnsverndarsvæði. 10
Í þann farveg virðist
mér þetta mál vera að
stefna núna, og muni þá
keppa um fjármagn við
annað sem þarf að sinna,
hvort sem það eru heil-
brigðismál, menntamál
eða aðrir mikilvægir
málaflokkar.
SKOÐUN Líf og fjör verður
á sumargötum miðborgar-
innar í sumar. 22
LÍFIÐ Leikkonan Heiða Rún
Sigurðardóttir geislaði á
rauða dreglinum í London. 76
SPORT Ein stór hamingju-
söm fjölskylda á bak við Ís-
landsmeistaratitilinn. 52
Munndreifitöflur
250 mg
Pinex®
Smelt
LIFÐU
í NÚLLINU! 365.isSími 1817
Til hvers að flækja hlutina?
NÁTTÚRA Uppbygging ferðamanna-
staða verður ekki fjármögnuð á
næstu misserum með samræmdri
gjaldtöku stjórnvalda. Allt stefn-
ir í að uppbyggingin verði sett á
fjárlög og ýmsar aðferðir sem hafa
verið nefndar til fjármögnunar
koma einfaldlega ekki til greina.
Þetta segir Ragnheiður Elín Árna-
dóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra.
„Við fjármálaráðherra ræddum
strax við upphaf þessa máls að
einfaldasta lausnin væri að setja
uppbyggingu ferðamannastaða á
fjárlög. Í þann farveg virðist mér
þetta mál vera að stefna núna, og
muni þá keppa um fjármagn við
annað sem þarf að sinna, hvort
sem það eru heilbrigðismál,
menntamál eða aðrir mikilvægir
málaflokkar. Þetta er þó þeim tak-
mörkunum háð að það er Alþingi
sem fer með fjárlagavaldið og sér-
stakur tekjustofn verður ekki til
staðar sem tryggir langtíma upp-
byggingu, nema við náum að móta
stefnu til nokkurra ára. Það er það
sem stefnt er að núna.“
Hér vísar Ragnheiður í yfir-
standandi vinnu fjögurra ráðu-
neyta að nýrri áætlun um uppbygg-
ingu ferðamannastaða sem koma á
í stað náttúrupassans sem dagaði
uppi í atvinnumálanefnd. Verið er
að skilgreina hvaða ferðamanna-
staðir heyri undir ríkið, hver stað-
an sé á hverjum þeirra og hvernig
uppbygging verður tryggð á næstu
árum.
Ragnheiður segir að með nokk-
urri vissu megi áætla að milljarð
þurfi árlega á næstu árum. Með þá
tölu sé unnið í ráðuneytunum fjór-
um sem koma að verkefninu.
Um náttúrupassann segir Ragn-
heiður: „Miðað við reynsluna af
vinnu síðustu mánaða við þetta mál
sé ég ekki fram á að leggja það aftur
fram í haust – eða yfirleitt.“
Fjölmargar hugmyndir hafa
verið nefndar sem leiðir til fjár-
mögnunar á uppbyggingu ferða-
mannastaða. „Ég tel líka engar
líkur á því, eins og umræðan er
um þessi mál, að meiri sátt myndi
nást um hækkun á gistináttagjaldi,
komugjöld – eða hvað annað,“ segir
Ragnheiður. - shá / sjá síðu 12
Ferðamannastaðir
verði settir á fjárlög
Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, telur ekki að stjórnvöld taki upp
samræmda gjaldtöku til uppbyggingar ferðamannastaða á næstu misserum. Ný
áætlun um uppbyggingu er í smíðum. Miðað er við milljarð á ári til verkefna.
MENNING Ljóðasafn Ing-
unnar Snædal samanstend-
ur af fjölbreyttu efni. 30
STJÓRNSÝSLA Þrjú einkahlutafélög
hafa kært samning Strætó við
fyrirtækið Ný-Tækni. Í samn-
ingnum er gert ráð fyrir því að
Ný-Tækni taki við af Kynnisferð-
um til að þjónusta Ferðaþjónustu
fatlaðra.
Fyrirtækin þrjú, Iceland Tours,
Aldey og Efstihóll, kærðu samn-
inginn til kærunefndar útboðs-
mála. Í kærunni kemur fram
að stjórnarformaður Ný-Tækni
hafi á bakinu fangelsisdóm í Sví-
þjóð eftir vanskil á opinberum
gjöldum auk þess sem kærendur
telja að fyrirtækið hafi ekki þurft
að fylgja sömu hæfniskröfum og
aðrir umsækjendur.
Guðmundur Siemsen, lögmaður
Strætó, hafnar því að Ný-Tækni
hafi ekki þurft að uppfylla sömu
skilyrði. - shá / sjá síðu 2
Tortryggja samning Strætó:
Kæra samning
við Ný-Tækni
STRÆTÓ Ný-Tækni tekur við verkefnum
frá Kynnisferðum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
VINNUMARKAÐUR „Við förum
fram á að þessu verði hætt og
að hjúkrunarfræðingar séu ekki
skikkaðir til að ganga í okkar
verk á meðan verkfall stendur
yfir,“ segir Gyða Hrönn Einars-
dóttir, formaður Félags lífeinda-
fræðinga. Félagið telur verkfalls-
brot vera framin á Sjúkrahúsinu
á Akureyri.
Lífeindafræðingar eru í verk-
falli alla virka daga til hádegis.
Félagið heldur því fram að hjúkr-
unarfræðingar hafi verið skikk-
aðir til að ganga í þeirra störf og
taka almennar blóðprufur meðan
verkfall hefur staðið.
- sa / sjá síðu 8
Lífeindafræðingar ósáttir:
Telja verkfalls-
brot framin
ÍSLANDSMEISTARAR KR varð í gærkvöld Íslandsmeistari í körfubolta annað árið í röð eftir sigur á Tindastóli í Síkinu 88-81í
fjórða leik liðanna. KR vann rimmuna 3-1 og hefur nú orðið Íslandsmeistari fimm sinnum á síðustu átta árum. Sjá síðu 50
FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
3
F
B
0
8
0
s
_
P
0
8
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
3
C
-7
0
D
C
1
6
3
C
-6
F
A
0
1
6
3
C
-6
E
6
4
1
6
3
C
-6
D
2
8
2
8
0
X
4
0
0
1
A
F
B
0
8
0
s
_
2
9
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K