Fréttablaðið - 30.04.2015, Side 2

Fréttablaðið - 30.04.2015, Side 2
30. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 STJÓRNSÝSLA Einkahlutafélögin All Iceland Tours, Aldey og Efstihóll hafa kært samninga Strætó við Ný- Tækni vegna ferðaþjónustu fatlaðra til kærunefndar útboðsmála. Ný-Tækni tók í febrúar við hlut- verki Kynnisferða við svokallaðan tilfallandi akstur fyrir Ferðaþjón- ustu fatlaðra. Kynnisferðir óskaðu eftir að losna undan skuldbinding- um sem fyrirtækið hafði gengist undir sem aðili að rammasamningi eftir útboð sumarið 2014. Fyrir- tækin þrjú sem kæra tóku þátt í því útboði en Ný-Tækni ekki. Í umsögn lögmanns fyrirtækj- anna þriggja, Sveins Andra Sveins- sonar, segir að ef viðskiptasaga Ný- Tækni hefði verið skoðuð eins og átt hefði að gera þá hefði komið í ljós að núverandi stjórnarformaður félags- ins og einn af prókúruhöfum þess hafi setið níu mánuði í fangelsi í Sví- þjóð eftir tólf mánaða dóm á árinu 2007 fyrir vanskil á opinberum gjöldum. „Samdi varnaraðili [Strætó] við hugbúnaðarfyrirtæki sem ekki hafði hópferðaleyfi um akst- ur fatlaðra, hvers eini eigandi og eini stjórnarmaður hafði tólf mán- aða dóm á bakinu fyrir skattsvik. Félagið hafði engar tekjur á árinu 2013 og hafði verið rekið með tapi og ekki rekstrarhæft,“ segir lög- maðurinn. Af mörgum öðrum atriðum í umsögn kærendanna má nefna að þeir telja að með breytingum á níu bílum sem Ný-Tækni ráði yfir þann- ig að þeir taka nú allir fimm farþega í stað á bilinu níu til fjórtán áður séu þeir nú leigubílar en ekki hópferða- bílar. „Til þess að aka slíkum bifreiðum þarf umráðamaður að hafa atvinnu- leyfi sem leigubifreiðastjóri. Aðeins eigendurnir þrír hafa leigubílaleyfi, en aðrir ökumenn sem starfa fyrir Ný-Tækni hafa það ekki,“ segja kær- endurnir í sérstakri kæru til Sam- göngustofu þar sem þess er krafist að stofnunin tilkynni Strætó og Ný- Tækni að óheimilt sé að nota þessa bíla í akstursþjónustu fyrir fatlaða. „Samrit verði sent lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu með ósk um stöðvun bifreiðanna.“ Guðmundur Siemsen, lögmaður Strætó, hafnar því í greinargerð til kærunefndarinnar að Ný-Tækni hafi ekki þurft að uppfylla sömu skilyrði og aðrir þátttakendur í samningskaupaferlinu. „Þá hafnar varnaraðili [Strætó] alfarið sem rangri fullyrðingu kærenda þess efnis að lög um opin- ber innkaup hafi verið brotin með margvíslegum hætti við hina kærðu ákvörðun, en verulega skortir raun- ar á að kærendur færi fullnægjandi rök fyrir henni,“ segir lögmaður Strætó og krefst þess að kærunni verði vísað frá og kærendurnir látnir borga málskostnað enda séu kröfur þeirra „bersýnilega tilhæfu- lausar“. gar@frettabladid.is Framsal samnings í ferðaþjónustu kært Þrjú fyrirtæki kæra Strætó fyrir að semja við Ný-Tækni um að taka við af Kynnis- ferðum í Ferðaþjónustu fatlaðra. Ný-Tækni sé reynslulaust, tilskilin gögn og ökuleyfi skorti. Strætó segir kæruna tilefnislausa og krefst þess að henni verði vísað frá. Eini eigandi og eini stjórnar- maður hafði tólf mánaða dóm á bakinu fyrir skattsvik. Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður. FERÐAÞJÓNUSTA Margvíslegir erfiðleikar hafa sett mark sitt á Ferðaþjónustu fatl- aðra að undanförnu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ATVINNUMÁL Þjóðhagsspá Hag- stofu Íslands segir að hagvöxt- ur sé talinn verða 3,8 prósent á þessu ári. Spáin nær frá 2015 til ársins 2019 og mikill vöxtur fjárfestingar og einkaneyslu drífur hagvöxt fyrstu tvö ár spá- tímans. Spáin gerir meðal ann- ars ráð fyrir að einkaneysla auk- ist um 3,8 prósent og fjárfesting um rúm 18 prósent á þessu ári. Verðbólga hefur verið fremur lítil að undanförnu en talið er að hún muni aukast á næstunni. Spáin segir að líklegt sé að hún fari úr 1,7 prósentum árið 2015 í þrjú prósent árið á eftir. - ag Vöxtur í fjárfestingum: Hagstofa segir hagvöxt meiri UMHVERFISMÁL Landbúnaðar- nefnd Skagafjarðar hefur ákveð- ið nýja gjaldskrá fyrir refa- og minkaveiðimenn. Eftir að hafa rætt við tíu veiðimenn sem mættu til fundar og þann ellefta í síma samþykkti nefndin að greitt yrði fyrir 344 refi og 171 mink. Fyrir hvern mink fái ráðinn veiðimaður 7.200 krónur en aðrir minkabanar 1.800 krónur. „Verð- laun vegna refaveiða til ráðinna veiðimanna fyrir unnin gren- dýr verði 18.000 krónur og 7.000 krónur vegna hlaupadýra og vetrarveiði. Verðlaun til annarra veiðimanna 7.000 krónur á dýr,“ samþykkti nefndin. - gar Ný samþykkt í Skagafirði: Átján þúsund fyrir ref í greni VEÐUR Austan 3-10 m/s í dag, en norðlægari vindur vestantil. Slydda eða rigning á Suður- og Suðausturlandi, annars stöku él. Dálítil snjókoma norðaustan- og austanlands. Hiti 1 til 7 stig, en um eða undir frostmarki fyrir norðan og austan. 0° 3° -1° -6° -1° 2 6 2 3 2 SJÁ SÍÐU 32 Kringlan | 588 2300 Ný sending Opið til kl. 21 í kvöld HEILBRIGÐISMÁL Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra til- kynnti á ársfundi Landspítalans að nauðsynlegt væri að bæta við um 500 nýjum hjúkrunarrýmum á næstu fimm til sex árum til að mæta aukinni þörf vegna fjölgun- ar aldraðra. Stefnt er á að kynna nýja framkvæmdaáætlun um upp- byggingu hjúkrunarrýma um mitt árið 2015. „Hlutfall aldraðra í þjóðfélag- inu er að hækka og við verðum að takast á við staðreyndirnar sem að baki liggja,“ sagði Krist- ján Þór. Ráðherra sagði að þessi fjölgun aldraðra gerði ekki aðeins auknar kröfur til heilbrigðiskerfis- ins heldur líka öldrunarþjónustu. Hann lagði áherslu á að hana þyrfti að bæta, meðal annars með því að efla þjónustu í heimahúsum, sinna forvörnum og endurhæfingu. Hlutfall aldraðra í þjóðfélaginu hækkar og nauðsynlegt að bæta þjónustu: Fjölgun á hjúkrunarrýmum FLUTTI ÁVARP Heilbrigðis- ráðherra sagði fjölgun aldraðra gera kröfur til heil- brigðiskerfis og öldrunar- þjónustu. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI MENNTAMÁL „Við viljum halda okkar fjögurra ára kerfi. Það segir sig sjálft að lenging skólaárs- ins um eina viku og niðurskurður námstíma um eitt ár á móti skilar sér í skerðingu náms, það viljum við ekki,“ segir Yngvi Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykjavík. Mikil óánægja ríkir meðal nem- enda, stjórnar og kennara MR með styttingu framhaldsskólanáms. Ekki lítur út fyrir að skólinn fái undanþágu. Stjórn skólans hefur þó ekki gefist upp „Við erum enn að leita leiða til að forðast stytt- inguna en menntamálaráðuneyt- ið hefur til þessa neitað okkur um allar undanþágur,“ segir Yngvi. Skólinn hefur reynt að fá að taka inn nemendur úr níunda bekk í staðinn fyrir að stytta námið við MR en því hefur verið hafnað. „Andi laganna 2008 var sá að forræði yfir námi var á hönd- um hvers skóla. Skólar áttu að hafa frumkvæði að því að skipu- leggja eigið nám,“ segir Yngvi sem er þeirrar skoðunar að fjöl- breytni skóla ætti að vera í fyrir- rúmi. Hann segir vera svigrúm innan núverandi kerfis til þess að útskrifast á þremur árum ef vilj- inn er fyrir hendi, þá í skólum með áfangakerfi. MR vinnur nú að nýrri nám- skrá fyrir skólann sem miðast við þriggja ára nám. Flestir skólar á landinu munu bjóða upp á þriggja ára nám nú í haust en MR er ekki í þeirra hópi. Það mun í fyrsta lagi gerast haustið 2016. - þea VILL UNDANÞÁGU Rektor MR vill halda fjögurra ára námi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Menntaskólinn í Reykjavík leitar leiða til að halda fjögurra ára námi: MR reynir enn að fá undanþágu Stofnkostnaður vegna hjúkrun- arrýma nemur um 12-15 milljörð- um króna og er árlegur rekstrar- kostnaður rýmanna um 4,8 milljarðar króna. Páll Matthíasson, forstjóri Land- spítalans, sagði á fundinum að stærsta áskorun spítalans væri gagnvart þeim vaxandi hópi fólks sem ekki á afturkvæmt í heimahús eftir legu á spítala . Hann lagði þá sérstaka áherslu á aldraða og telur að það þurfi nýja nálgun með því að nýta nútímatækni og aðstand- endur í meiri mæli. - ag FRAKKLAND Hinn franski „köngulóarmaður“ Alain Robert kleif hæstu byggingu Parísarborgar með nepalska fánann í hendinni til að styrkja fórnarlömb jarðskjálftans í Nepal. Eldhuginn 53 ára, sem er þekktur fyrir að klífa háar byggingar, kleif að þessu sinni Montparnasse-turninn sem er 210 metra hár. Robert hefur klifið fleiri en 130 byggingar á ævinni án alls öryggis- búnaðar. Þar á meðal hefur hann klifið Burj Khalifa í Dubai, Eiffel- turninn í París og Empire States-bygginguna í New York. Hann sagði fyrir klifrið að hugur hans væri hjá fjallgöngumönnun- um sem fórust í snjóflóðunum á Everestfjalli og í grunnbúðunum við fjallið. - srs „Köngulóarmaðurinn“ styrkir fórnarlömb skjálftans í Nepal: Kleif hæstu byggingu Parísar OFURHUGI Robert hefur klifið fleiri en 130 byggingar. AFP/ KENZO TRIBOUILLARD 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 8 0 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 C -9 3 6 C 1 6 3 C -9 2 3 0 1 6 3 C -9 0 F 4 1 6 3 C -8 F B 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 8 0 s _ 2 9 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.