Fréttablaðið - 30.04.2015, Side 10
30. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
6
8
5
6
1
Innköllun vegna rafrænnar skráningar hlutabréfa
Miðvikudaginn 10. júní 2015 verða hlutabréf í Borgun hf. tekin til rafrænnar skráningar hjá
Verðbréfaskráningu Íslands í samræmi við ákvörðun stjórnar félagsins. Skráningin tekur gildi
kl. 9.00 árdegis. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í félaginu í samræmi við ákvæði
laga nr. 131/1997, um rafræna eignarskráningu verðbréfa og reglugerðar settri á grundvelli þeirra.
Nánar tilgreint verða öll hlutabréf í Borgun tekin til rafrænnar skráningar, en þau eru öll í einum
flokki, ónúmeruð en gefin út á nafn hluthafa. Útgáfudags er getið á hverju bréfi. Að lokinni rafrænni
skráningu verður nafnverð hvers hlutar ákveðið 1 -ein- íslensk króna eða margfeldi þar af.
Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa, sem telja nokkurn vafa leika á því að
eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Borgunar að staðreyna skráninguna með fyrirspurn
til skrifstofu Borgunar að Ármúla 30, 108 Reykjavík. Leiði slík könnun í ljós að eigendaskipti hafi
ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu.
Ennfremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s.
veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun, fyrir skráningardag.
Gæta skal þess að reikningsstofnun hafi gert aðildarsamning við Verðbréfaskráningu Íslands.
Að lokinni rafrænni skráningu þurfa hluthafar að fela reikningsstofnun sem gert hefur aðildar-
samning við Verðbréfaskráningu Íslands umsjón með eignarhlut sínum í félaginu. Hluthafar munu
fá sendar tilkynningar og reikningsyfirlit í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 397/2000.
Athygli hluthafa er vakin á því að hlutabréfin verða ógilt sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila
þeim til félagsins.
Stjórn Borgunar hf.
BANDARÍKIN Hæstiréttur Banda-
ríkjanna kom saman á þriðju-
daginn til að hlýða á málflutning
bæði stuðningsfólks og andstæð-
inga hjónabands samkynhneigðra.
Dómararnir níu hafa nú tekið sér
umhugsunarfrest, en reiknað er
með því að niðurstaða þeirra liggi
fyrir í júní.
Skoðanir þeirra virðast skiptast
í tvö horn, nokkuð eftir flokkslín-
um þeirra forseta sem voru við
völd þegar viðkomandi dómarar
voru skipaðir í embætti.
Sem fyrr virðist sem Anthony
M. Kennedy geti ráðið úrslitum,
en í umræðunum á þriðjudaginn
virtist hann tvístígandi. Hann
spurði til dæmis hvaða vit væri í
því að dómarar hæstaréttar tækju
nú upp á því að breyta aldagam-
alli skilgreiningu á hjónaband-
inu, en á hinn bóginn sýndi hann
fullan skilning á því að samkyn-
hneigð hjón líti á samband sitt
sem alveg jafn göfugt og önnur
hjón gera.
Dómsmálið snýst meðal annars
um það hvort verið sé að brjóta
gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna
með því að neita samkynhneigðum
um rétt til að ganga í hjónaband.
Víða var komið við í málflutn-
ingnum og til dæmis spurði einn
dómaranna, Samuel Alito, hvað
myndi standa í vegi fyrir því að
fjórir einstaklingar, tvær konur
og tveir karlar, fengju rétt til þess
að stofna til hjónabands ef sam-
kynhneigð pör væru búin að fá til
þess grænt ljós frá hæstarétti.
Eitt af þeim atriðum, sem
úrslitum gætu ráðið, er hvort
dómararnir kjósa að líta svo á
að með því að meina samkyn-
hneigðum pörum að ganga í hjóna-
band sé verið að mismuna þeim á
grundvelli kynferðis.
„Ég meina, ef Sue elskar Joe og
Tom elskar Joe, þá má Sue gift-
ast honum en Tom má það ekki.
Munurinn er byggður á mismun-
andi kynferði þeirra. Hvers vegna
er þetta þá ekki einfalt dæmi um
mismunun á grundvelli kynferð-
is?“ spurði einn dómaranna, John
G. Roberts. gudsteinn@frettabladid.is
Niðurstöðu dómara
er beðið í ofvæni
Dómarar í hæstarétti Bandaríkjanna virðast enn frekar tvístígandi gagnvart
hjónaböndum samkynhneigðra. Í júní þurfa þeir að taka af skarið um hvort
lögleiða eigi slík hjónabönd skilyrðislaust í öllum Bandaríkjunum.
FYRIR UTAN
HÆSTARÉTT
Fjöldi fólks, bæði
stuðningsfólk og
andstæðingar
hjónabands samkyn-
hneigðra, safnaðist
saman fyrir utan hús
hæstaréttar Banda-
ríkjanna í Washing-
ton á þriðjudaginn.
NORDICPHOTOS/AFP
Málið, sem hæstiréttur Bandaríkjanna hefur tekið til meðferðar, snýst um
tvær spurningar:
1. Gerir 14. viðauki
bandarísku stjórnarskrárinnar ríkjum Bandaríkjanna skylt að leyfa
hjónabönd milli tveggja einstaklinga af sama kyni?
2. Gerir 14. viðauki
bandarísku stjórnarskrárinnar ríkjum Bandaríkjanna skylt að viðurkenna
hjónaband milli tveggja einstaklinga af sama kyni ef hjónaband þeirra var
leyft samkvæmt lögum og stofnað var til þess utan ríkisins?
Úr 14. viðauka
bandarísku stjórnarskrárinnar: Ekkert ríki skal setja eða framfylgja neinum
lögum er skerði réttindi og friðhelgi ríkisborgara Bandaríkjanna; ekki
skal heldur neitt ríki svipta nokkurn mann lífi, frelsi né eignum án réttrar
málsmeðferðar að lögum, né heldur neita nokkrum manni innan lögsögu
sinnar um almenna lagavernd.
Spurningarnar til hæstaréttar
Árið 1996 staðfesti Bill Clinton, þáverandi forseti, lög um „vernd hjóna-
bandsins“, en þar er hjónaband skilgreint sem samband karls og konu.
Með þessari lagasetningu fengu ríki Bandaríkjanna skýra heimild til þess
að neita að viðurkenna hjónabönd samkynhneigðra, jafnvel þótt stofnað
hefði verið til með löglegum hætti í öðrum ríkjum Bandaríkjanna. Clinton
vildi síðar ógilda þessi lög.
Tvö ríki Bandaríkjanna voru þá þegar, áður en þessi lög voru sett, búin
að banna hjónabönd samkynhneigðra. Næstu árin eftir setningu laganna
fylgdu meira en 30 ríki í kjölfarið. Bannríkjunum hélt áfram að fjölga
allt til ársins 2010, en hefur síðan farið hratt fækkandi. Nú er svo komið
að 13 af 50 ríkjum Bandaríkjanna banna samkynhneigðum að ganga í
hjónaband.
Árið 2013 kvað hæstiréttur upp sögulegan úrskurð sem varð til þess
að snúa þessari þróun við. Með dómsúrskurðinum var ákvæði í hinum
umdeildu lögum um vernd hjónabandsins numið úr gildi. Eftir það þurftu
ríki Bandaríkjanna að viðurkenna réttindi samkynhneigðra hjóna jafnvel
þótt slík hjónabönd væru áfram ólögleg í viðkomandi ríki.
Nú hafa 36 ríki Bandaríkjanna leyft hjónabönd samkynhneigðra. Þeim
hefur fjölgað hratt á síðustu þremur árum en Massachusetts reið á vaðið
strax árið 2004.
Hræringar síðustu áratuga
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
3
F
B
0
8
0
s
_
P
0
7
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
7
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
3
F
-2
4
1
C
1
6
3
F
-2
2
E
0
1
6
3
F
-2
1
A
4
1
6
3
F
-2
0
6
8
2
8
0
X
4
0
0
9
B
F
B
0
8
0
s
_
2
9
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K