Fréttablaðið - 30.04.2015, Side 16

Fréttablaðið - 30.04.2015, Side 16
30. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 16 ÞINGSJÁ Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is GJALLAR- HORNIÐ AF ÞIN GPÖ LLU N U M K O LB EIN N Ó T TA R SSO N P R O P P É Vigdís Hauksdóttir um uppbyggingu í Vatnsmýri Það er ekki einasta að Reykjavíkurborg er komin langt fram úr þeim heimildum sem hún hefur varðandi þessi mál heldur ligg- ur Reykjavíkurborg svo á að hefja þarna framkvæmdir og útrýma neyðarbraut- inni að hún tekur ekki tillit til þess að Samgöngustofa hefur nú til umfjöllunar möguleg áhrif á lokun flugbrautarinnar sem kölluð er neyðarbraut. Ég hef áður gagnrýnt að þar er á ferðinni mikið stjórnsýslu- klúður vegna þess að síðan þetta mál fór af stað núna í seinasta sinn hefur það tekið 16 mánuði og ég minni á málshraða- reglu stjórnsýslu- réttar. Jafnframt fer Reykjavíkurborg fram úr því samkomulagi sem var búið að gera varðandi hina svoköll- uðu Rögnunefnd, að hafast ekkert að á Hlíðarenda og í Vatnsmýrinni fyrr en einhver niðurstaða væri komin í starf nefndarinnar. Ásmundur Friðriksson um neytendur Frá 1. janúar 2013 til 1. mars síðast- liðins hefur svínakjöt hækkað um 8,43% til neytenda, en á sama tíma hefur verð á svínakjöti til bænda lækkað um 8,91%. Þessar upplýsingar komu fram í hæstv. atvinnuveganefnd í morgun. (ÖS: Þetta er svínarí.) Þetta er svínarí. Ég tek undir það með hv. þing- manni. Ég velti fyrir mér á hvaða vegferð er verslun í landinu. Þegar fólk er að sækja aukinn kaupmátt og hærri laun þá er versl- unin að stela því af fólki með því að taka ekki þátt í þeirri sátt sem þarf að ríkja. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti í vikunni fyrir ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016 til 2019. Í máli ráðherra kom fram að þetta væri í fyrsta sinn sem tillaga af þessu tagi væri lögð fyrir á Alþingi og markaði því fram- lagningin tímamót við stjórn ríkisfjár- mála á Íslandi. „Með þessu nýja vinnulagi er þing- ræðið eflt, enda er með þessu tryggt að Alþingi komi mun fyrr að mótun þess ramma sem fjárlagagerðinni er sniðinn því að í áætluninni birtist stefnumótandi umfjöllun sem beinist að markmið- um, meginlínum og heildarstærðum í fyrstu áföngum fjárlagaferlisins,“ sagði Bjarni. Hann sagði áætlunina bera með sér að veruleg umskipti hefðu orðið í rekstri ríkissjóðs, jafnvægi hefði náðst og horfur væru á auknum afgangi á næstu árum. „Afkomu- batinn hefur verið nýttur til að loka fjárlagagat- inu og stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs en það er augljós forsenda fyrir raunverulegri viðspyrnu í fjármálum ríkisins. Miklu máli skiptir að styrkja áfram stöðu ríkis- sjóðs á næstu árum og að ríkisskuldir sem hlutfall af landsframleiðslu haldi áfram að lækka.“ Stjórnarandstöðuþing- menn fögnuðu fram- lagningunni, þótt þeir hefðu sitt- hvað efnislegt við hana að athuga. Bæði Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, og Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum, gerðu athugasemdir við að áætlaðar væru mjög litl- ar fjárfestingar. „Í mínum huga heitir það skuldasöfnun að fara ekki í nauðsynlegar fjárfestingar til að byggja upp innviði eða fara ekki í nauðsynlegt viðhald. Það safn- ast bara upp þörf,“ sagði Guðmundur. Steingrímur var einnig á því að það veikti áætlunina að hvergi væri sýnt að ríkið væri að tapa. „Bæði að taka á sig kostnað sem er ófjármagnaður og tapa umtalsverðum tekjum vegna skuldaniðurfellingarað- gerðar ríkisstjórnarinnar. Það eru stórar fjárhæðir,“ sagði Steingrímur. - fbj Þingmenn þvert á flokka fagna þingsályktun um ríkisfjármálaáætlun til 2019 þótt ákveðin atriði séu umdeild: Rammi fyrir ríkisfjármál næstu fjögurra ára Siðareglur hafa verið nokkuð til umræðu undanfarið, en Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, boðaði setningu siðareglna fyrir þingmenn í þingsetningarræðu sinni í haust. Þær reglur hafa ekki enn litið dagsins ljós, en Einar var í viðtali við morgunút- varp Ríkisútvarpsins í gær og kom þá inn á þá vinnu. Sagðist hann vonast til að hægt yrði að klára hana, en minnti þó á að slíkar reglur væru engin trygging. Á endanum væri það hvers þingmanns að gæta að eigin hegðan. Satt og rétt, þingmönnum ber jú að starfa eftir eigin samvisku. Á mánudag skapaðist umræða um siðareglur á þingi og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætis- ráðherra og Bjarni Benediktsson fjár- málaráðherra lýstu sinni skoðun. Sigmundur Davíð upplýsti að siðareglur sem fyrri ríkisstjórn setti ráðherrum árið 2011 væru hafðar til viðmiðunar, en fyrir liggi að „vinna hefur átt sér stað í forsætis- ráðuneytinu við undirbúning nýrra siðareglna“, eins og ráðherra sagði í pontu. Bjarni lýsti sömu sjónarmiðum og vitnað var til frá forseta Alþingis hér að ofan, að siðareglur einar og sér tryggðu ekki að allt væri í lagi. Þar kom hann inn á hlut sem er frískandi að heyra frá stjórnmálamanni í dag, nú á þessum tímum þegar í tísku er að hafa margt er fjölmiðla varðar á hornum sér. Bjarni sagði að aðhaldið sem stjórnmálamenn þyrftu að hafa yrði að koma „frá fjölmiðlunum og frá almenningi í landinu, frá þing- heimi og öðrum með framkvæmd stjórnsýslunnar“, eins og hann orðaði það. Það er gott að hafa það í huga að siðareglur einar og sér eru ekki trygging fyrir því að allt sé í lukk- unnar velstandi. Það er hins vegar líka gott að hafa í huga að setning siðareglna á ekki að vera gríðarlega flókið mál sem taki ríkisstjórn hálft kjörtímabilið að vinna að. Reglur tryggja ekki siðlegheit, en er þetta svona flókið? ➜ Ríkisstjórnin á ekki að þurfa hálft kjörtíma- bil til að setja siðareglur.. „Ef einhver skyldi velkjast í vafa um hvar nýbyggingar Landspítala munu rísa get ég upplýst um það hér að í mínum huga er það ekki nokk- ur spurning, það verður við Hring- braut,“ sagði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra í ræðu sinni á ársfundi Landspítalans í gær. Alþingi samþykkti í maí 2014 með öllum greiddum atkvæðum þings- ályktun sem kvað á um að fela ríkis- stjórninni að ljúka eins fljótt og verða mætti undirbúningi á endurnýjun og uppbyggingu Landspítala við Hring- braut og hefja framkvæmdir þegar fjármögnun hefði verið tryggð. Raunar var tillagan önnur en sú sem á endanum var samþykkt. Í upp- haflegu útgáfunni var ætlað að fela ríkisstjórninni að ljúka eins fljótt og verða mætti undirbúningi bygging- ar nýs Landspítala við Hringbraut og hefja byggingu hans að því loknu. Umræðan um byggingu nýs Land- spítala á þessum stað hefur stað- ið í langan tíma og of langt mál er að rekja þá sögu alla. Sem dæmi má nefna þingsályktunartillögu frá árinu 2004 um undirbúning nýbygg- ingarinnar. Síðan eru liðin meira en tíu ár en til að setja tillöguna í sögu- legt samhengi var í henni einnig lagt til að yrði Landssíminn seldur ætti að nýta hluta söluverðmætisins til þessa verkefnis. Þrjár staðarvals- nefndir hafa fjallað um málið, árin 2002, 2004 og 2008, og allar komist að þeirri niðurstöðu að Hringbraut ætti að verða fyrir valinu. Þá hefur Alþingi tvívegis samþykkt lög um nýjan spítala við Hringbraut, árin 2010 og 2013. Á miðvikudag í síðustu viku spurði Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, forsætisráð- herra um nýbyggingu Landspítala við Hringbraut. Vakti hann athygli á því að í ríkisfjármálaáætlun ríkis- stjórnarinnar fyrir næstu þrjú árin væri gert ráð fyrir að lokið yrði við byggingu sjúkrahótels og hönnun á meðferðarkjarna á árinu 2017 við Hringbraut. „Samstaða náðist um þetta mál á Alþingi með þingsálykt- un um nýjan Landspítala við Hring- braut í Reykjavík á síðastliðnu vori,“ sagði Guðbjartur. Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son forsætisráðherra svaraði því til að ekki væri rétt að nýr Landspít- ali hefði verið samþykktur, heldur aðeins viðhald og bráðabirgðaað- gerðir á húsnæði og uppbygging eftir þörfum. Þannig virðist ein helsta andstað- an við byggingu nýs Landspítala við Hringbraut vera forsætisráðherrann sjálfur. Sigmundur hefur talað til dæmis fyrir byggingu spítala á lóð Ríkisút- varpsins við Efstaleiti. Á Facebook- síðu sinni í apríl sagði hann að um staðsetninguna væru skiptar skoðan- ir og því hefði þingsályktuninni frá 2014 verið breytt. „Lausnamiðað fólk hlýtur að skoða þá möguleika sem eru fyrir hendi miðað við núverandi aðstæður til að meta hver sé skyn- samlegasta, hagkvæmasta og fljót- legasta leiðin til að byggja nýtt þjóð- arsjúkrahús,“ skrifaði Sigmundur. Þrír síðustu heilbrigðisráðherr- ar Framsóknarflokksins, þau Siv Friðleifsdóttir, Jón Kristjánsson og Ingibjörg Pálmadóttir, voru allir sammála um að byggja ætti nýtt sjúkrahús við Hringbraut. Fylgismenn uppbyggingar nýja spítalans við Hringbraut gætu til dæmis bent forsætisráðherra á að Guðjón Samúelsson heitinn arkitekt teiknaði ekki aðeins bygginguna sem Landspítalinn er í í dag við Hring- brautina heldur einnig mun stærri spítala. Ef til vill myndi það liðka fyrir samþykki hans á framkvæmd- unum. fanney@frettabladid.is Ekki nokkur spurning um nýjan spítala við Hringbraut Heilbrigðisráðherra segir það ekki nokkra spurningu að nýbyggingar Landspítala muni rísa við Hringbraut. Málið hefur velkst í pólitíkinni í þrettán ár. Forsætisráðherra segir staðsetninguna ekki hafa verið samþykkta á Alþingi. BOÐA NÝBYGGINGAR Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á ársfundinum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI STAÐSETNINGIN Teikning af nýjum Landspítala við Hringbraut. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 8 0 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 D -A 7 E C 1 6 3 D -A 6 B 0 1 6 3 D -A 5 7 4 1 6 3 D -A 4 3 8 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 8 0 s _ 2 9 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.