Fréttablaðið - 30.04.2015, Qupperneq 26
30. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 26
Þingflokkur Samfylking-
arinnar sendi frá sér álykt-
un um kjaramál í síðustu
viku. Viðskiptaráð sendi af
því tilefni frá sér yfirlýs-
ingu þar sem ályktunin var
sögð innihalda „fjölmargar
rangfærslur“ og vera „til
þess fallin að afvegaleiða
umræðu um kjaramál“. Sú
gagnrýni stenst ekki.
Um jöfnuð og dreifingu
auðs og tekna– Ríkustu
5% landsmanna eiga nærri
helming af öllum auði
Jöfnuður á Íslandi jókst í tíð ríkis-
stjórnar jafnaðarmanna og er góður
í alþjóðlegu samhengi eins og Við-
skiptaráð bendir á. Ráðið vísar í
Gini-stuðulinn máli sínu til stuðn-
ings og sá stuðull var vissulega
lægri árið 2013 en árið 2009. Það
er ekki umdeilt. Aðgerðir sitjandi
ríkisstjórnar gefa hins vegar fullt
tilefni til þess að ætla að ójöfnuður
fari vaxandi. Lækkun veiðigjalda,
tekjuskattsbreytingar, hækkun mat-
arskatts, aukin kostnaðarþátttaka í
heilbrigðisþjónustu og afnám auð-
legðarskatts eru allt aðgerðir sem
auka á ójöfnuð og valda þeirri sam-
félagsólgu sem nú er uppi. Við þessu
er launafólk að bregðast með kröf-
um sínum. Það verður ekki sátt um
aukinn ójöfnuð.
Framsetning Viðskiptaráðs segir
í besta falli hálfa söguna. Misskipt-
ing fór hratt vaxandi frá aldamótum
og fram að hruni, hvort sem horft
er til launa eða auðs. Misskipting-
in í dag er því meiri en áður þekkt-
ist á Íslandi, þótt staðan hafi batnað
nokkuð í stjórnartíð jafnaðarmanna
eftir hrun. Þetta er skýrt í svari
við fyrirspurn minni um skiptingu
auðs og tekna í landinu á vef Alþing-
is: http://www.althingi.is/
altext/144/s/0892.html. Rík-
ustu 5 prósent landsmanna
eiga nú nærri helming af
öllum auði landsmanna, en
slíkar tölur sáust fyrst á
árunum fyrir hrun.
Meiri tekjur af auðlindum
þjóðarinnar
Viðskiptaráð segir launa-
hlutfall vera hátt hér á landi
í alþjóðlegum samanburði.
Það er rétt og um það er
ekki deilt. Í ályktun þingflokksins er
augljóslega ekki verið að vísa í neitt
launahlutfall heldur vannýtt tæki-
færi til að afla meiri tekna af sam-
eiginlegum auðlindum okkar til að
auka hagsæld allra. Reglulega heyr-
um við fréttir af því hversu miklar
tekjur hægt væri að hafa af auðlind-
um þjóðarinnar með skynsamlegu
skipulagi, en sitjandi ríkisstjórn kýs
að nýta ekki þau tækifæri. Ástæð-
an er varðstaða um hagsmuni þeirra
sem hagnast á óbreyttu ástandi.
Samfylkingin hefur lagt til gjald-
töku af allri auðlindanýtingu, gjald
á úthlutun nýrra fisktegunda eins
og makríls, fyrningarleið í sjávar-
útvegi, hagkvæmari landbúnaðar-
stefnu og könnun á hagkvæmni
sæstrengs með raforku, svo nokk-
ur dæmi séu nefnd. Tillögur Sam-
fylkingarinnar hafa samhljóm með
tillögum færustu sérfræðinga, svo
sem skýrsluhöfunda McKinsey-
skýrslunnar og oft hefur gætt sam-
hljóms milli tillögugerðar okkar
og Viðskiptaráðs. Viðskiptaráð á
hrós skilið fyrir það og við hvetj-
um ráðið til dáða í baráttunni gegn
þeirri deyðandi hendi hagsmuna-
vörslu fyrir útvaldar atvinnugrein-
ar sem ríkisstjórnin heldur nú yfir
viðskiptalífinu.
Bitnar hækkun lægstu launa á
tekjulágum barnafjölskyldum?
Viðskiptaráð heldur því fram að ef
gengið yrði að kröfum um 300 þús-
und króna lágmarkslaun á næstu
þremur árum myndi það leiða til
tugprósenta verðbólgu. Forsendur
þeirrar ályktunar hljóta að vera
eftir farandi: Að sambærilegar
launahækkanir muni ganga upp
allan launastigann og verðlag hækki
í sama hlutfalli og laun.
Þetta er raunveruleg hætta. Við
stöndum frammi fyrir henni vegna
þess að ríkisstjórnin og forystu-
menn atvinnulífsins hafa ekki getað
sýnt launafólki fram á að hófsam-
ar kröfur geti skapað fullnægjandi
ávinning. Framlag ríkisstjórnar-
innar hefur verið einhliða skerðing
kjarasamningsbundinna réttinda
launafólks eins og réttar til atvinnu-
leysisbóta, lækkun veiðigjalda,
hækkun matarskatts, aukin kostn-
aðarþátttaka almennings í heil-
brigðisþjónustu, afnám auðlegðar-
skatts og tekjuskattslækkun sem
skilaði fólki með tekjur yfir 840 þús-
und krónum 3.500 krónum í skatta-
lækkun á mánuði og fólki með undir
250 þúsund krónum engu. Hvernig
á almennt launafólk að sætta sig við
hógværar launahækkanir ef þetta
er framlag ríkisstjórnarinnar til
samfélagssáttarinnar?
Þar fyrir utan hefur ríkisstjórn-
in sjálf samið við aðra hópa um allt
aðrar og hærri tölur en fólust í hinni
almennu launastefnu. Framlag for-
ystu atvinnulífsins hefur svo verið
hækkanir til millistjórnenda og
yfirstjórna langt umfram almenn
viðmið um hófsama kjarasamninga.
Þegar vinnubrögðin eru svona
er friður rofinn á vinnumark-
aði. Almennt launafólk getur ekki
borið eitt ábyrgð á stöðugleika sem
stjórn HB Granda og aðrar topp-
húfur atvinnulífsins telja sig ekki
þurfa að leggja neitt af mörkum til
að tryggja. Þótt forysta atvinnulífs-
ins hafi oft haft skynsamleg áform,
sýpur hún nú seyðið af gírugheitum
einstakra forystumanna í atvinnu-
lífinu og af skaðlegri ríkisstjórn.
Samstarf besta leiðin
Besta leiðin til að tryggja sann-
gjarna dreifingu launahækkana,
raunverulegan ávinning þeirra
sem mest þurfa á að halda og raun-
verulegan stöðugleika er með
virku samstarfi á vinnumarkaði,
milli launafólks, atvinnurekenda
og stjórnvalda. Það er sú leið sem
jafnaðarmenn á Norðurlöndum hafa
valið með góðum árangri. Það er sú
leið sem við í Samfylkingunni völd-
um á landsfundi okkar og skuld-
bindum okkur til að fara þegar við
komum aftur að landsstjórninni. Því
miður hefur núverandi ríkisstjórn
ekki horft eftir fyrirmyndum úr
þeirri átt eða til heildarmyndar-
innar heldur kosið að ganga eigin
veg í þröngri hagsmunagæslu fyrir
fámennar fákeppnisklíkur. Það ætti
að vera stærsta áhyggjuefni Við-
skiptaráðs Íslands og allra sem vilja
vinna að almannaheill.
AF NETINU
Frumvarp sem gerir gjafakvótan óaft urkræfan
Staðreyndir um kjaramál
KJARAMÁL
Árni Páll
Árnason
formaður
Samfylkingarinnar
Capacent hafði Eldvarnarbanda-
lagið ítrekað bent velferðarráðu-
neytinu á nauðsyn þess að setja
ákvæði um eldvarnir í húsaleigu-
lög. Það er óneitanlega ánægjulegt
að ráðherra skuli hafa brugðist við
með þessum hætti. Við bindum
vonir við að þessi ákvæði hljóti náð
fyrir augum löggjafans og verði
til þess að bæta eldvarnir í leigu-
húsnæði þegar fram líða stundir.
Í athugasemdum við ákvæði um
skyldu til eldvarna segir að gert sé
ráð fyrir að lágmarki reykskynj-
ara og slökkvitæki.
Líka á ábyrgð leigjenda
Ákvæði um lágmarks eldvarnir
leysir leigjendur þó ekki undan
ábyrgð á eigin eldvörnum. Lág-
marksbúnaður dugir sjaldnast til
að tryggja öryggi íbúanna. Eftir-
farandi ætti að vera staðalbúnaður
í hverri íbúð:
● Virkir reykskynjarar, tveir eða
fleiri.
● Léttvatns- eða duftslökkvitæki
við helstu flóttaleið.
● Eldvarnateppi á vísum stað í
eldhúsi.
Til upplýsingar er rétt að geta þess
að Eldvarnarbandalagið er sam-
starfsvettvangur um auknar eld-
varnir á heimilum og vinnustöðum.
Aðild að því eiga: Eignarhalds-
félagið Brunabótafélag Íslands,
Félag slökkviliðsstjóra, Landssam-
band slökkviliðs- og sjúkraflutn-
ingamanna, Mannvirkjastofnun,
Sjóvá-Almennar tryggingar hf.,
Slysavarnafélagið Landsbjörg,
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins,
TM hf., Vátryggingafélag Íslands
hf. og Vörður tryggingar hf.
Eldvarnir eldra leiguhúsnæðis
Eldvarnarbandalagið hefur jafn-
framt bent stjórnvöldum á að leita
þurfi leiða til að auka eldvarn-
ir í eldra leiguhúsnæði sem ekki
er byggt samkvæmt nútímakröf-
um um eldvarnir. Þekkt er að í
ákveðnum hverfum, til dæmis í
höfuðborginni, er í útleigu hús-
næði þar sem eldvörnum er veru-
lega ábótavant. Það á meðal ann-
ars við um brunahólfanir og skort
á viðvörun og flóttaleiðum.
Umræður um þetta efni eru á
byrjunarstigi hér á landi en benda
má á að yfirvöld í Ósló í Noregi
hafa náð talsverðum árangri í
því að efla eldvarnir í eldra hús-
næði og hefur þar verið lögð sér-
stök áhersla á að kröfur um úrbæt-
ur séu byggðar á meðalhófi og
raunsæi með tilliti til kostnað-
ar. Eldvarnarbandalagið hyggst
fylgja þessum hugmyndum eftir
og bindur vonir við að stjórnvöld
sýni þeim nauðsynlegan skilning.
Rannsóknir sem Capacent hefur
gert fyrir Eldvarnarbandalagið
og Landssamband slökkviliðs- og
sjúkraflutningamanna sýna að
eldvarnir eru mun lakari í leigu-
húsnæði en hjá þeim sem búa í
eigin húsnæði. Þeir síðarnefndu
eru mun líklegri til að hafa tilskil-
inn fjölda reykskynjara, slökkvi-
tæki og annan eldvarnarbúnað og
tryggja þannig öryggi sitt ef til
eldsvoða kemur. Staðreyndin er
jafnframt því miður sú að leigu-
húsnæði er oft lakar úr garði gert
með tilliti til eldvarna og á það
einkum við um eldra húsnæði sem
ekki er byggt samkvæmt nútíma-
kröfum um eldvarnir. Það er því
mikið fagnaðarefni að í frumvarpi
húsnæðis- og félagsmálaráðherra
um breytingar á húsaleigulögum
skuli kveðið á um skyldu leigusala
til að tryggja lágmarks eldvarnir
í leiguhúsnæði.
Í ljósi niðurstaðna kannana
Aukum eldvarnir í leiguhúsnæði
ÖRYGGISMÁL ➜ Staðreyndin er jafnframt
því miður sú að leiguhús-
næði er oft lakar úr garði
gert með tilliti til eldvarna
og á það einkum við um
eldra húsnæði
➜ Almennt launafólk getur
ekki borið eitt ábyrgð á
stöðugleika sem stjórn HB
Granda og aðrar topphúfur
atvinnulífsins telja sig ekki
þurfa að leggja neitt af
mörkum til að tryggja.
Garðar H.
Guðjónsson
verkefnastjóri
Eldvarnar-
bandalagsins
Bjarni
Kjartansson
Sviðstjóri forvarnar-
sviðs Slökkviliðs
höfuðborgar-
svæðisins
Þetta er snjallt fyrsta skref hjá kvóta-
flokkunum til að byrja að múra gjafa-
kvótakerfið inn til lengri tíma, og gera
það með því að gefa kvóta á nýrri
fiskitegund, makríl, í stað þess að ríkið
sjálft leigi út kvótann á frjálsum markaði.
Þessu er líka stillt upp þannig að forseti
Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur
svigrúm til að smeygja sér framhjá því
að senda málið til þjóðarinnar með þeim
rökum að þetta sé ekki heildarendurskoðun.
Þetta er fyrsta skerfið í heildarendurskoðun
og grundvallarbreyting, en forseti vor er háll
sem áll og þessi framsetning býr til smugu
fyrir hann.
http://www.jonthorolafsson.blog.is
Jón Þór Ólafsson
Sérstakt þema fundarins er efnahagsvísar
Sjálfbærniverkefnisins og efnahagsmál
Allir áhugasamir um verkefnið,
efnahagsmál og sjálfbæra þróun
eru hvattir til að mæta.
Nánari dagskrá og upplýsingar um
skráningu má nálgast á heimasíðu
verkefnisins www.sjalfbaerni.is
Ársfundur Sjálfbærniverkefnis
Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar
verður haldinn í Skólamiðstöðinni
á Fáskrúðsfirði miðvikudaginn
6. maí kl. 14 - 18
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
3
F
B
0
8
0
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
2
6
K
_
N
Ý.
p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
3
E
-3
2
2
C
1
6
3
E
-3
0
F
0
1
6
3
E
-2
F
B
4
1
6
3
E
-2
E
7
8
2
8
0
X
4
0
0
6
B
F
B
0
8
0
s
_
2
9
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K