Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.04.2015, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 30.04.2015, Qupperneq 58
30. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| MENNING BÍÓ | 38 Aubrey Plaza aft ur með Zac Efron Aubrey Plaza, sem þekktust er fyrir hlut- verk sitt í Parks and Recreation fer með hlutverk í kvikmyndinni Mike and Dave Need Wedding Dates. Þeir leikarar sem þegar hefur verið staðfest að fari með hlutverk í myndinni eru Zac Efron, Anna Kendrick og Adam Devine. Plaza og Efron léku einnig saman í myndinni Dirty Grandpa. Áætluð frumsýning er 8. júlí 2016 í Banda- ríkjunum. BÍÓFRÉTTIRAFMÆLISBARN DAGSINS 33 ára Kirsten Dunst, leikkona Þekktust fyrir: Interview with the Vampire, The Virgin Suicides, Bring It On og Spider-Man-þríleikinn. The Water Diviner Drama, stríðsmynd Aðalhlutverk: Russell Crowe, Olga Kurylenko, Yilmaz Erdogan og Jai Courtney. FRUMSÝNINGAR 7,3/10 60%7,5/10 54% Age of Adaline Rómantík Aðalleikarar: Harrison Ford, Blake Lively og Michiel Huisman. Auðkýfingurinn Robert Durst hefur lengi verið til umræðu í Banda- ríkjunum. Athyglin minnkaði ekki þegar hann veitti leikstjóranum Jarecki fjölda viðtala sem voru uppistaðan í þáttaröð sem fram- leidd var af HBO og bar titilinn The Jinx: The Life and Deaths of Robert Durst. Þáttaröðin var frum- sýnd vestanhafs í febrúar og var síðasti þátturinn sýndur um miðjan mars. Tveimur dögum áður en síð- asti þátturinn fór í loftið var Durst handtekinn fyrir morð sem var til umfjöllunar í þáttunum. Morðið á Susan Berman, sem var eins konar talsmaður Durst þegar hann var sakaður um að eiga þátt í hvarfi eiginkonu sinnar. Ótrúleg framvinda Þáttaröðin sem Andrew Jarecki vann fyrir HBO-sjónvarpsstöð- ina varð til í kjölfar þess að Durst hafði samband við leikstjórann. Jarecki leikstýrði og skrifaði hand- ritið að myndinni All Good Things, með þeim Ryan Gosling og Kirst- en Dunst í aðalhlutverkum. Hand- rit myndarinnar var meðal annars byggt á ævi Durst. Gosling þótti túlka auðkýfinginn vel, raunar svo vel að Durst hafði sjálfur samband við Jarecki og bauðst til að koma í viðtal, ef leikstjórinn vildi vinna ítarefni fyrir myndina. Úr varð þáttaröð sem hristi verulega upp í hlutunum í Bandaríkjunum, enda framvinda þeirra sakamála sem Durst hefur verið sakaður um að eiga þátt í með öllu ótrúleg. Afhausaði nágranna sinn Í þáttaröðinni er farið ítarlega í þau þrjú morð sem Durst er sakaður um að hafa framið. Síðasta morð- ið sem Durst er sakaður um var á nágranna hans, Morris Black. Durst viðurkennir að hafa orðið Black að bana en segir það hafa verið í sjálfs- vörn. Durst viðurkennir einnig að hafa bútað líkið af nágranna sínum niður, sett í poka og hent á haf út. Durst og Black voru nágrannar í borginni Galveston í Texas, en þang- að segist Durst hafa flúið; honum fannst hann vera ofsóttur af sak- sóknara í New York. Durst réði til sín feykilega öfl- ugt teymi lögfræðinga sem náði að bjarga Durst frá dómi. Hvarf eiginkonunnar Durst hefur lengi verið sakaður um að eiga þátt í hvarfi Kathleen McCormack Durst, þáverandi eigin- konu sinnar, sem hvarf í janúar árið 1982. Eins og rakið er í þáttaröðinni var ekki samræmi í frásögn Durst frá kvöldinu. Durst viðurkennir að hafa logið til um ákveðna þætti í frá- sögn sinni, því hann vissi að hann myndi liggja undir grun. Fjölmiðlar vestanhafs hafa sagt frá rifrildi hjónanna kvöldið áður. Durst segist hafa keypt lestarmiða handa konu sinni og fylgt henni á lestarstöð þar sem hún ætlaði heim til þeirra í New York, en hjónin voru í húsi í þeirra eigu í Newton í Connecticut. Kath- leen McCormack hefur ekki sést síðan og eru vinir hennar margir sannfærðir að Durst eigi þátt í því, þótt hann neiti því. Mafíulegt morð Daginn áður en síðasti þátturinn af The Jinx fór í loftið var Robert Durst handtekinn. Lögreglumenn FBI fundu hann á hóteli í New Orleans, þar sem Durst hafi skráð sig inn undir dulnefni. Hann þóttist vera kona, eins og hann hefur áður gert. Durst var handtekinn fyrir morðið á Susan Berman, vinkonu sinni og talskonu um tíma, þegar fjölmiðlar sóttu að honum vegna hvarfs Kathleen McCormack. Berman var skotin tvisvar í höfuð- ið um jólin 2000. Berman var dóttir þekkts meðlims mafíunnar og var morðið upphaflega talið tengjast föður hennar. En ýmis sönnunar- gögn hafa fundist sem þykja ýta undir grunsemdir um að Durst hafi átt þátt í morðinu. Framkoma hans í síðasta þættinum af the Jinx hefur heldur ekki orðið til þess að bæta álit almennings á honum. Lögreglan fann tvær skamm- byssur og 40 þúsund Bandaríkja- dali inni á hótelherbergi hans. Einnig fannst marijúana í her- berginu. Durst mátti samkvæmt lögum ekki vera með byssur, því hann er með dóm á bakinu. Yfir- völd í Louisiana vildu fyrst rétta yfir Durst í ríkinu, vegna vopna- burðarins. En þau hafa nú fallist á að leggja kæruna niður og færa málið í hendur alríkisdómstólsins. Þar sem Durst mun enn einu sinni reyna að halda fram sakleysi sínu. kjartanatli@365.is Sakamálið varð að þáttaröð og svo aft ur að sakamáli Auðkýfi ngurinn Robert Durst, sem sakaður er um að hafa myrt að minnsta kosti tvær konur og einn karl sem honum tengdust, er nú kominn aft ur í fangelsi. Hann var til umfj öllunar í vinsælli þáttaröð á HBO. Sló met Fift y Shades of Gray Kvikmyndin Avengers: Age of Ultron var frumsýnd í Bretlandi í síðustu viku var mest sótta kvikmyndin um helgina þar í landi og sló met Fifty Shades of Gray og er stærsta frumsýning á árinu til þessa og sú stærsta í Bretlandi síðan Skyfall var frumsýnd árið 2012 en miðasala nam 18 milljónum punda. Í aðalhlutverkum eru Robert Downey Jr., Chris Hemsworth, Mark Ruffalo, Chris Evans og Scarlett Johansson. FYRIR DÓMI Robert Durst er nú enn einu sinni kominn í slag í réttarsal. Nú fyrir morð á vinkonu sinni. VETTVANGURINN Hér má sjá heimili Susan Berman, þar sem einhverjir telja að Durst hafi banað henni. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 8 0 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 D -4 5 2 C 1 6 3 D -4 3 F 0 1 6 3 D -4 2 B 4 1 6 3 D -4 1 7 8 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 8 0 s _ 2 9 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.