Fréttablaðið - 30.04.2015, Qupperneq 66
30. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 46
BAKÞANKAR
Atla Fannars
Bjarkasonar
AGE OF ADALINE 5:40, 8, 10:20
AVENGERS 2 3D 7, 10
MALL COP 2 8
ÁSTRÍKUR 2D 6
FAST & FURIOUS 7 10
ÁLFABAKKA
AKUREYRI
EGILSHÖLL
KRINGLUNNI
KEFLAVÍK
.S o siAM
LARRY KING - LARRY KING NOW
NANCY JAY - DAYBREAK USA
Save the Children á Íslandi
Pitsa er uppáhaldsmaturinn minn. Mér finnst gott að borða
alls konar mat. Kalkúnninn á ára-
mótunum er æði, grillað nauta-
ribeye er ómótstæðilegt og humar
með vænum slurki af hvítlauk veit-
ir mér nautn sem er hársbreidd
frá því að vera kynferðisleg.
Allt þetta bliknar þó í saman-
burði við pitsu með pepper-
óní og góðum osti.
EF ÞAÐ væri ekki bein-
línis hættulegt myndi
ég borða pitsu á hverj-
um degi. Þegar ég hugsa hvað
ég eigi að fá mér í hádegismat
hugsa ég alltaf fyrst um pitsu.
Hefst þá einhvers konar rétt-
lætingarferli sem endar á því
að ég sannfæri sjálfan mig
um að pitsan sem ég fæ á laugar-
daginn verði svo góð að ég geti vel
sætt mig við fisk í þessu miðviku-
dagshádegi.
ÉG BORÐA nefnilega bara pitsu
einu sinni í viku. Mesta lagi tvisvar
og oftar á meðan úrslitakeppnin í
körfuboltanum stendur yfir. Ég vil
að það sé athöfn að borða pitsu. Ég
vil njóta þess í hvert skipti. Ég vil
helst vera heima, á rólegu kvöldi
og geta valið um tvær pitsur. Þær
verða helst að vera ólíkar og bjóða
upp sitthvora unaðslega upplif-
unina.
ÞAÐ VAR svo um daginn að ég
fékk tækifæri til að fá fría pitsu í
hverri viku í heilt ár. Ég var stadd-
ur á leik KR og Tindastóls í úrslita-
keppninni í Domino’s-deild karla
í körfubolta þegar ég greip hinn
svokallaða Domino’s-bolta. Málið er
að mér fannst ég vita að ég myndi
grípa þennan bolta á þessum leik.
Þess vegna var ég búinn að æfa
skotið frá miðju, sem maður þarf að
hitta úr til að vinna, á körfubolta-
æfingu í sömu viku.
ÞEGAR á hólminn var komið
gleymdi ég öllu sem ég hafði æft.
Tindastóll var að tapa og ég því
dapur, stúkan var full og ég mis-
reiknaði skotið fullkomlega –
dúndraði boltanum í spjaldið og
missti af tækifæri lífs míns. Lær-
dómur þessarar harmsögu er eng-
inn og ég var óhuggandi. Þangað til
ég beit í næstu sneið.
Harmsaga um pitsu
Ólík sjónarhorn mættust á sam-
skiptamiðlum í gær og þá sérstak-
lega á Twitter þar sem herferðin
var annars vegar lofuð í hástert og
talin þörf áminning út í samfélagið,
á meðan aðrir töldu að um sannkall-
aðan úlf í sauðargæru væri að ræða.
Megininntak herferðarinnar er að
benda konum á að allar séu þær fal-
legar, burtséð frá stærðarhlutföllum
eða fjölda misfella á líkamanum.
Bornar voru saman upplifanir sjö
ára stúlkna og háskólanema varð-
andi sundferðir og má með sanni
segja að munur hafi verið þar á.
Á meðan yngri hópurinn hafði
mestar áhyggjur af að fá rúsínu-
fingur af langri sundferð var þeim
eldri umhugað um of stór læri eða
hvers kyns ólögulegheit á sundlaug-
arbakkanum.
Fréttablaðið tók þær Maríu Lilju
Þrastardóttur fjölmiðlakonu og
Þóru Tómasdóttur kvikmynda-
gerðarkonu tali og fékk að kynnast
ólíkum skoðunum þessara skeleggu
kvenna á herferðinni.
Tveir pólar
María Lilja segir sér ekki hugnast
svona aðferðir: „Það skýtur náttúru-
lega skökku við þegar stórfyrirtæki
sem makar krókinn á útlitskomp-
lexum fer að selja vörurnar sínar
undir formerkjum baráttunnar.“
Hún bendir á að hér sé um að ræða
fyrir tæki sem beinlínis hagnist á
hlutgervingunni og því sé aldeilis
eitthvað bogið við að taka hinn pól-
inn. „Ef þeir ætluðu sér raunveru-
lega að bæta sjálfsmyndir kvenna
myndu þeir ekki vera að bæta þess-
ari fegrunarlínu sinni inn í lok
myndbandsins,“ segir María Lilja.
Þóra er annarrar skoðunar.
„Mér hefur fundist Dove skera sig
úr í flóru snyrtivöruframleiðenda
sem auglýsa fótósjoppaðar konur,
sem ekki eru til í alvörunni. Það er
frábært framtak, og skref í átt að
nútímanum, að þora að leggja það
á heimsbyggðina að sýna hvern-
ig konur eru vaxnar og óþarfi að
skjóta það í kaf,“ segir hún og bætir
jafnframt við að hún þekki eignar-
hald Dove ekki neitt. Þóra segir
ekki veita af að sýna unglingsstúlk-
um að þær megi hætta í megrun og
bendir á að ef þau skilaboð komi
frá Dove, þá sé það einfaldlega gott
mál.
„Ég skil gagnrýnina, fyrirtæki
eiga ekki að kaupa sér ímyndir, en
ef við eigum á annað borð að kryfja
auglýsingar snyrtivöruframleið-
enda þá myndi ég beina fókusn-
um í aðra átt,“ segir hún að lokum.
gudrun@frettabladid.is
Dove hristir upp í landanum
Snyrtivörurisinn Dove fór af stað með nýja herferð hér á landi í gær. Má með sanni segja að Twitter hafi
farið á fl ug þar sem jafnréttisþenkjandi kanónur skiptust í tvo hópa og kepptust við lofa eða lasta útspilið.
Það er frábært
framtak, og skref í átt að
nútímanum, að þora að
leggja það á heimsbyggð-
ina að sýna hvernig
konur eru vaxnar og
óþarfi að skjóta það í kaf
Þóra Tómasdóttir
Það skýtur nátt-
úrulega skökku við þegar
stórfyrirtæki sem makar
krókinn á útlitskom-
plexum fer að selja
vörurnar sínar undir
formerkjum baráttunnar.
María Lilja Þrastardóttir
Kit Harington, ein aðalstjarna
þáttanna The Game of Thrones
sem hafa farið sannkallaða sig-
urför um heiminn, segist orðinn
langþreyttur á tíðum spurningum
sem snúa að hárinu á honum.
Harington skartar afar fallegu,
þykku og voldugu svörtu hári sem
margur öfundar hann af.
Segist kauði hafa fengið nóg af
þeirri athygli sem hárið á honum
fær, sem og útlit hans yfirhöfuð.
Var það þáttarstjórnandinn Nick
Grimshaw, á BBC, sem fékk leik-
arann til að opna sig svona á dög-
unum.
Harington lét dæluna ganga
og sagðist finna mikið fyrir að
athyglin færi óþarflega oft á hve
glæsilegur hann væri í stað leik-
listarhæfileika hans. „Ekki mis-
skilja mig,“ sagði hann, „mér þykir
dásamlegt að fá að heyra hve fal-
legur ég er. En þetta getur trufl-
að mann. Mér finnst ég ekki alveg
svona fallegur.“
Hárið stelur senunni
Kit Harington sem leikur í The Game of Thrones er
orðinn hundleiður á spurningum um hárið á sér.
FLOTTUR Harington er frábær í hlutverki Jon Snow.
FRÉTTABLADID/NORDICPHOTOS
Mér þykir dásam-
legt að fá að heyra hve
fallegur ég er.
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
3
F
B
0
8
0
s
_
P
0
7
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
6
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
3
D
-C
A
7
C
1
6
3
D
-C
9
4
0
1
6
3
D
-C
8
0
4
1
6
3
D
-C
6
C
8
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
0
8
0
s
_
2
9
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K