Morgunblaðið - 11.12.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.12.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014 Komdu inn úr kuldanum www.n1.is facebook.com/enneinn Hluti af öruggri vetrarumferð Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Þeim var kalt Húnvetningunum þegar þeir vöknuðu í morgun, nótt- in var mjög köld,“ sagði Ásgeir Sveinsson, bóndi á Innri-Múla á Barðaströnd og formaður bæj- arráðs Vesturbyggðar, í samtali við Morgunblaðið seinni partinn í gær. Þá hafði verið þar rafmagns- laust frá því aðfaranótt þriðjudags og yljaði fólkið sér meðal annars við gasofna. „Fólk svaf líka fullklætt uppi í hvert hjá öðru til að halda á sér hita. Það hefur eflaust verið 6 til 7 stiga hiti inni í húsunum í morg- un,“ sagði Ásgeir, en hátt í tuttugu hús á Barðaströndinni voru enn án rafmagns í gærkvöldi. Mikið óveð- ur hefur geisað á Vestfjörðum og því hefur Orku- búi Vestfjarða gengið illa að koma rafmagn- inu í lag en mikil ísing hefur myndast á raf- magnslínum. „Við erum hérna um tíu manns, bændur úr sveitinni auk nokkurra sem eru hér veðurtepptir, að berja af lín- unum og vita hvort við komum þessu ekki í gang. Við erum á dráttarvélum og bílum, hendum bandi yfir rafmagnslínuna og svo er það bara dregið til að reyna að ná ísingunni af. Við notum líka stunguskóflur í þetta. Línurnar hanga bara niðri við jörð, ísingin er svo svakaleg og staurarnir bognir. Þeir eru líka að baksa eitt- hvað við þetta þarna hjá Orku- búinu en þeir eru bara frekar mannskapslausir,“ sagði Ásgeir. Var að verða bensínlaus „Bensínið er að tæmast á öllum vélum hjá okkur og við höfum ekk- ert kveikt á ljósavélinni í dag. Ég er þó búinn að leggja inn pöntun og Orkubúið ætlar að koma með bensín fyrir mig ef þeir geta, ann- ars spörum við bara bensínið fram á kvöld til að geta yljað okkur að- eins fyrir nóttina,“ sagði Ásgeir að lokum. davidmar@mbl.is Deildu rúmum yfir nóttina  Í gærkvöld hafði verið rafmagnslaust á Barðaströnd frá því aðfaranótt þriðjudags  Bændur börðu ís af raflínum Ásgeir Sveinsson Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Okkur er ekkert kalt. Við erum með kubbaeldavél. Með henni get- um við hitað okkur vatn og soðið einfaldan mat. Núna erum við t.a.m. að sjóða okkur bjúgu til að hafa eitthvað að borða, þannig að við höfum ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Jóhanna R. Krist- jánsdóttir, bóndi í Svansvík. Hún hefur ásamt íbúuum á a.m.k 12 sveitabæjum í Súðavíkurhreppi verið án rafmagns frá því klukkan 22 í fyrrakvöld. Að sögn Þorsteins Sigfússonar, svæðisstjóra hjá Orkubúi Vestjarða, voru viðgerð- armenn undir kvöld í gær að reyna að brjóta sér leið yfir Steingríms- fjarðarheiði frá Hólmavík til þess að komast að biluðum rafmagns- línum. „Það eru 150 kílómetrar sem við þurfum að fara. Menn fara hægt yfir og þegar við erum komnir yfir heiðina þá þurfum við að finna bil- unina í vondu veðri og ómögulegt er að segja hvenær viðgerð lýkur,“ sagði Þorsteinn. Á níunda tímanum í gærkvöldi fengust þær upplýs- ingar að viðgerðarmenn væru komnir að raflínum en ekki var bú- ið að finna upptök vandans. Norðan hvassviðri eða stormur var yfir nær öllu landinu. Veður var einna verst á Vestfjörðum. Loka þurfti þjóðveginum um Súðavík- urhlíð og Flateyrarveg vegna snjó- flóðahættu. Undir kvöld hækkaði Veðurstofan svo hættustig vegna snjóflóða upp í mikla hættu á Tröllaskaga og á norðanverðum Vestfjörðum. Nær ófært frá Reykjavík Á tímabili lokuðust allir vegir frá höfuðborginni að Reykjanes- braut og Suðurstrandarvegi und- anskildum. Ófært var um Hellis- heiði, Þrengsli, Mosfellsheiði, Kjalarnes og undir Hafnarfjalli um miðjan dag. Vegirnir um Kjalarnes og undir Hafnarfjalli voru þó fljót- lega opnaðir en hinir þrír voru fær- ir um kvöldmatarleytið. Þá var ekk- ert ferðaveður undir Eyjafjöllum og á Lyngdalsheiði. Björgunarsveitir sinntu tugum útkalla um allt land. Flest voru í gærmorgun vegna bíla sem höfðu lent utan vegar, m.a. fór rúta út af vegi nærri Kirkjubæjarklaustri. Samkvæmt upplýsingum frá Lands- björg þurfu flestir aðstoð á Hellis- heiði og í Þrengslum þar sem fjöldi ökumanna lenti í vandræðum áður en ákveðið var að loka veginum. Ísafjörður Hús á Ísafirði eru þakin snjó eftir veðurham undanfarna daga. Hér hefur verið vandað til verka og ljósaserían enn á sínum stað. Slæmt skyggni Betra er að vera vel búinn og með góða linsu þegar myndað er í slæmu skyggni. Veðurstofan hækk- aði hættustig vegna snjóflóða upp í mikla hættu á Tröllaskaga og á norðanverðum Vestfjörðum. „Okkur er ekki kalt“  Víða rafmagnslaust á Vestfjörðum  Minnst 12 sveitabæir án rafmagns í sólarhring  Mikil hætta á snjóflóðum Ljósmyndir/Sigurjón J. Sigurðsson Fáir á ferli Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði voru fáir öku- menn á ferli enda ill- eða ófært um helstu vegi á Vestfjörðum. Rafmagnsleysi og hætta á snjóflóðum vegna vonskuveðurs fyrir vestan Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Öll tiltæk snjómoksturstæki hafa verið notuð síðustu daga, hvort sem það er hjá sveitarfélögum, Vegagerðinni eða verktökum þeirra. Af þeim upplýsingum sem Morgunblaðið fékk í gær um kostnað má ráða að snjómokstur hefur ekki verið jafnmikill í byrjun vetrar og á sama tíma í fyrra. Hjá Vegagerðinni var kostn- aður við snjóhreinsun og aðra vetrarþjónustu 526 milljónir króna frá byrjun september sl. til nóv- emberloka. Það er nokkru minna en eftir sömu mánuði árið 2013, þegar hann var tæpar 700 millj- ónir króna. Kostnaður við snjómokstur í Reykjavík það sem af er vetri ligg- ur ekki fyrir, en frá síðustu ára- mótum er hann um 400 milljónir króna. Öll möguleg tæki hafa síð- ustu daga verið í önnum að halda stofnbrautum og húsagötum borg- arinnar færum. „Þetta er okkur mjög dýrt, svo mikið er víst,“ segir Björn Ingvarsson, deildarstjóri Þjónustumiðstöðvar borgarlands- ins, sem telur að kostnaður á degi hverjum hlaupi á milljónum króna þessa dagana. Alls er Reykjavíkurborg með níu snjómokstursbíla á þönum og 25 vélskóflur og veghefla sem not- uð eru til að hreinsa húsagötur. Björn bendir fólki á að kynna sér allar upplýsingar um snjó- hreinsunina á borgarvefsjánni, þar er m.a. hægt að sjá hvaða götur eru forgangsleiðir. Samkvæmt upplýsingum frá bæjarskrifstofunum á Akureyri hefur kostnaður við snjómokstur að öllum líkindum verið minni en á sama tíma í fyrra. Nýjustu tiltækar tölur eru fyrir mánuðina sept- ember og október, þegar hann var rúmar 5 milljónir króna. Síðustu vikur hefur bæst í snjóinn þó að hann sé ekki orðinn eins mikill og Akureyringar eru vanir að búa við. Til samanburðar var kostnaður af snjóhreinsun nærri 37 milljónir króna í nóvember og desember á síðasta ári. Helgi Már Pálsson bæj- artæknifræðingur segir kostn- aðinn geta verið 2-3 milljónir króna á dag ef það snjóar hressi- lega. „Þetta er okkur mjög dýrt“ SNJÓMOKSTURSTÆKI HAFA Í NÓGU AÐ SNÚAST Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Mokstur Nóg er að gera núna hjá eigendum vinnuvéla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.