Morgunblaðið - 11.12.2014, Síða 22

Morgunblaðið - 11.12.2014, Síða 22
Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Sú hreyfing sem stendur að baki batamiðaðri þjónustu er sterkur áhrifavaldur á sviði geðheilbrigðis- þjónustu í dag. Þetta hefur leitt til breytinga á geðheilbrigðiskerfum þeirra landa sem við berum okkur saman við,“ segir Hjalti Einarsson, sálfræðingur við geðsvið Landspít- alans. Áherslubreytingar hafa verið gerðar þar á bæ á síðustu misserum og nú byggist starfið meira og minna á þeirri nálgun að sjúklingar séu hafðir með í ráðum. Þetta er til dæmis ríkjandi stefna samfélags- geðteymis, en starfsfólk þess vitjar sjúklinganna í eigin nærumhverfi, til að mynda í heimahúsi. Aðrar deildir á geðsviði hafa einnig tekið þessa þjónustuleið upp, í mismiklum mæli þó, sem ræðst af aðstæðum og eðli veikinda. Rannsóknir og aukin borgaraleg réttindi Nýjar áherslur á geðsviði byggj- ast á starfi þverfaglegs hóps sem skv. ákvörðun þáverandi fram- kvæmdastjóra sviðsins, Páls Matt- híassonar, sem nú er forstjóri Land- spítalans, fór árið 2012 að skoða leiðir til frekari úrbóta með áherslu á batamiðaða þjónustu. Í fyrstu var lagt upp með að auka þjónustuna á endurhæfingarþætti geðsviðs en verkefnið hefur færst yfir á sviðið í heild. Batamiðuð þjónusta var svo skilgreind á þessu ári sem lykilverk- efni undir stjórn Maríu Einisdóttur, núverandi framkvæmdastjóra sviðs- ins. Hjalti Einarsson er verk- efnastjóri og starfar að þróun bata- þjónustu með þverfaglegum hópi fólks úr öllum fagstéttum. „Verkefnið er umfangsmikið og skiptist í fjölda undirverkþátta. Við erum því með mörg járn í eldinum ef svo má segja,“ segir Hjalti. Upphaf hugmyndar um batamið- aða geðheilbrigðiþjónustu má rekja til 7. áratugar síðustu aldar. Er kom- ið frá mannréttindahreyfingum og baráttu hagsmunasamtaka notenda fyrir auknum borgaralegum rétt- indum fólks með geðröskun. Um svipað leyti hleypti Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin WHO af stað rannsóknarátaki sem efldi aukið vægi persónumiðaðrar nálgunar. Eykur hag notenda þjónustu „Batamiðuð þjónusta hefur hvar- vetna á Vesturlöndum haft mikil áhrif á þróun geðheilbrigðismála,“ segir Hjalti. „Áherslur hér á Land- spítalanum eru að mestu leyti sóttar til Bretlandseyja þar sem svona þjónusta hefur náð traustri fótfestu. Þekking fagfólksins hér er annars sótt í margar áttir. Almenn reynsla notenda þjónustunnar, starfsfólks hér, stjórnvalda, athuganir fræði- manna og gæðaviðmið vitna um ágæti þess þjónustukosts.“ Hjalti Einarsson segir að starf allra á geðsviði hafi áhrif á framþró- un bata sjúklinga. Hvað þetta svið sjúkrahússins varðar séu sjúklingar þar – sem réttilega eru orðnir not- endur þjónustu með aukinni þátt- töku sinni í eigin meðferð – og ýmis hagsmunasamtök þeirra einnig þátt- takendur í verkefninu. „Innlegg notenda – eða þá sjúk- linga – er mikilvægt. Batamiðuð þjónusta hefur fátt, ef eitthvað, í för með sér sem afmarkaðar fagstéttir geta ekki skilið út frá eigin fræðum, enda snýst þetta um að auka hag notenda. Er ekki sett fram sem and- stæða við hefðbundna heilbrigð- isþjónustu heldur þörf viðbót. Jú, þetta eru sannarlega töluverðar breytingar en þær eru ekki neitt sem fagfólk setur sig á móti. Raunar þvert á móti,“ segir Hjalti. Bætir við að þessi batahugsun, það er að sjúk- lingarnir séu með í ráðum og finni með hjálp fagfólks leið til betra lífs og heilsu, sé beint og óbeint að verða ráðandi þáttur í starfinu. Ör þróun og meiri þekking „Síðustu ár hafa svo einkennst af stöðugt örari þróun batamiðaðrar geðheilbrigðisþjónustu erlendis og hér heima, samfara aukinni þekk- ingu á viðfangsefninu. Þetta hefur smitað út frá sér. Samt er ekki ein- falt mál að meta árangur þessa bata- miðaða starfs, enda er hún ekki eitt- hvert eitt afmarkað fyrirbæri eða aðferð,“ segir Hjalti og bætir við: „Meðferðarkosturinn er nánast altækt starf sem snertir starfsemina með ólíkum hætti eftir því hvert er horft. Við reynum þó í sífellu að finna leiðir til þess að meta gæði þjónustu í því skyni að reyna að auka við. Meginmarkmið okkar er að finna lausnir sem auka lífsgæði fólks og getu þess til að skapa sér merk- ingarbært líf í samfélaginu, hvort sem lækning frá veikindum er að fullu fyrir hendi eða ekki.“ Lausnirnar skapi fólki gæði og merkingarbært líf  Breytt vinna á geðsviði Landspítalans  Batamiðuð þjón- usta er áherslumál  Fagfólk úr öllum stéttum tekur þátt Morgunblaðið/Þórður Heilsa „Batamiðuð þjónusta hefur hvarvetna á Vesturlöndum haft mikil áhrif á þróun geðheilbrigðismála,“ segir Hjalti Einarsson sálfræðingur. Að notendur geðheilbrigðisþjónustu og fagfólk leggi línurnar um meðferð sameiginlega er mikil breyting. Fyrr á árum voru ráð lækna og heilbrigðisstarfsfólks algild boðorð sem fara átti eftir. Hjalti Einarsson segir að þetta hafi sennilega verið arfur frá því að talið var að fólk með andlega sjúkdóma væri ekki fært um að taka ákvarðanir í eigin málum. Mörkin færast í sífellu „Ég trúi því að fagfólk hafi alla tíð unnið eftir bestu sannfæringu og með velferð notenda í huga. Það hefur bara tekið þennan tíma fyrir heilbrigðisvísindin að þróast frá því sem áður var. Er þeirri þróun hvergi nærri lokið. Mörk þekkingar og viðhorfa færast í sí- fellu. Með reynslu af batamiðaðri þjónustu verðum við svo betri í að veita hana. Þar skiptir samráð við not- endur og aðrar lykilstofnanir á sviði geðheilbrigðimála miklu máli,“ segir Hjalti. Í þessu sambandi segir Hjalti sögu af manni sem þurfti að leggjast inn á geðdeild fyrir 20 árum. Rifjaði sá upp að ráð lækna voru að hann skyldi róa á ný mið. Hverfa frá starfi sem var – þrátt fyrir streitu og álag – líf hans og yndi. Sú lending náðist í málinu að viðkom- andi breytti takti í starfinu, en hélt að öðru leyti áfram. Skilningur reyndist á því að bati byggðist ekki á því að hverfa frá verkefni sem veitti viðkomandi lífskraft. „Gagnkvæm skoðanaskipti milli sjúklings og fólks í öllum þeim stéttum sem þjónustu veita um hverjar séu bestu leiðirnar er batamiðuð þjónusta. Sátt þarf að nást um lausn fyrir fólk sem glímir við geðræna erfiðleika sem þarf að miðast út frá frá lífsmarkmiðum viðkom- andi. Samkvæmt batahugsjóm gegnir fólk hlutverki sérfræðings í eigin lífi að fenginni reynslunni. Því hlýt- ur niðurstaða sem fellur vel að vilja notenda – sem og bestu fagþekkingu sem völ er á hverju sinni – ávallt að vera farsælasta leiðin.“ Gagnkvæm skoðanaskipti batamiðuð þjónusta í reynd  Fagfólk og sjúklingar leggja línur um framtíðina saman Morgunblaðið/Eggert Hlaup Virk þátttaka í samfélaginu getur ráðið miklu um andlegan bata og öll hreyfing gerir sálinni gott. | www.flytjandi.is | sími 525 7700 | 80 ÁFANGASTAÐIR UMALLTLAND OG EIMSKIP FLYTJANDI KEMUR JÓLAPÖKKUNUM TIL SKILA 750KR. Minnum á fatasöfnun Rauða Krossins á móttökustöðum Eimskips Flytjanda um land allt Hámarksstærð pakka er 0,5 x 0,5 x 0,5 m og hámarksþyngd 45 kg. Glimrandi gott verð fyrir allt að 45 kg þungan pakka – aðeins 750 krónur hvert á land sem er. Sendu jólapakkann þinn fljótt og örugglega með Eimskip Flytjanda. Upplýsingar um næsta afgreiðslustað á www.flytjandi.is ALLT AÐ 0,5 x 0,5 x 0,5m KG45
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.