Morgunblaðið - 11.12.2014, Page 26

Morgunblaðið - 11.12.2014, Page 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014 Náttúrubarn er endurminningabók dr. Sturlu Friðrikssonar. Í bókinni segir Sturla frá veröld sem var, svipmiklu fólki, stórhuga athafnamönnum, náttúrulífi landsins og kryddar með veiðisögum og iðandi frásagnargleði. Bók fyrir náttúrubörn á öllum aldri sem gaman er að gefa, þiggja og lesa. ENDURMINNINGAR NÁTTÚRUBARNS haskolautgafan.hi.is Jólahátíð fatlaðra fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í kvöld. Þetta er í 32. sinn sem André Bachmann stendur fyrir há- tíðinni og gerir hann ráð fyrir álíka mörgum gestum og í fyrra eða um 1.400 manns. „Mér þykir gaman að gleðja aðra og sér- staklega þá sem minna mega sín,“ segir André. Hann leggur áherslu á að margir leggi hönd á plóg. Nefnir að Bjarni Þór Sigurðsson og Páll Hjálm- arsson, veitingatjóri á Hilton Reykjavík Nordica, séu sér til halds og trausts og Sigmundur Ernir Rún- arsson sé kynnir eins og mörg und- anfarin ár. Fyrirtæki eins og Nói Sí- ríus, Vífilfell og Ásbjörn Ólafsson gefi allar veitingar og listamenn komi fram án endurgjalds. „Við byggjum þetta á gleði og það er ekk- ert ánægjulegra en að sjá brosið á gestunum og ánægjuna í augum þeirra.“ Fram koma Heiða Ólafs, Laddi, Hreimur, Gummi Jóns og Vest- anáttin, Lögin úr teiknimyndunum, Ingó veðurguð, Skítamórall ásamt André Bachmann og hljómsveitinni Mjallhvít. Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts undir stjórn Snorra Heimissonar leikur í anddyri frá klukkan 19.15. Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Muss- aieff eru heiðursgestir. Aðstand- endur eru hvattir til að mæta með sínu fólki. Aðgangur er ókeypis og allur viðurgjörningur, húsið verður opnað klukkan 19 og skemmtunin stendur til um kl. 21.30. steinthor@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Ósvikin gleði Allir skemmta sér vel á hinni árlegu jólahátíð á Hótel Nordica. „Gaman að gleðja aðra“  André Bachmann stendur fyrir jólahátíð fatlaðra í 32. sinn André Bachmann BAKSVIÐ Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Í heimi þar sem frelsi fólks á netinu hefur hrakað síðustu árin heldur Ís- land áfram að vera eitt þeirra ríkja þar sem borgararnir hafa sem frjáls- astar hendur við að athafna sig þar. Þetta er í það minnsta niður- staða árlegrar skýrslu banda- rísku rannsókn- arstofnunarinnar Freedom House sem fylgist með lýðræði, frelsi og mannréttindum. Skýrslan nær til 65 ríkja á tímabilinu maí 2013 til sama mánaðar í ár. Samkvæmt henni búa Eistar og Íslendingar við mest frelsi á netinu. Almennt hefur net- frelsi í löndunum þó hnignað, fjórða árið í röð. Þannig hefur þróunin verið til hins verra í 36 þeirra á viðmið- unarárinu. Nota njósnir NSA sem átyllu Á meðal lykilniðurstaðna skýrsl- unnar er að í 41 af ríkjunum 65 voru samþykkt eða lögð fram laga- frumvörp sem gerðu vissa tjáningu á netinu ólöglega og juku möguleika stjórnvalda á að hafa stjórn á efni og eftirlit með netverjum. Fólk sem hafði tjáð sig um stjórn- eða samfélagsmál á netinu var hand- tekið í 38 af löndunum sem lagt var mat á. Verst var ástandið í Mið- Austurlöndum og Norður-Afríku þar sem handtökur höfðu verið gerðar í tíu af ellefu löndum á tímabilinu. Þá er áhyggjum lýst af því að sjálf- stæðir fréttamiðlar á netinu, sem eru oft og tíðum eina leið fólks til að fá óháðar fréttir, hafi orðið fyrir stór- auknum þrýstingi. Tugir óháðra fréttamanna hafi orðið fyrir árásum í löndum eins og Sýrlandi, Úkraínu, Tyrklandi og Egyptalandi. Vakin er athygli á því að uppljóstr- anir um njósnir bandarísku þjóðar- öryggisstofnunarinnar NSA hafi orð- ið stjórnvöldum í fjölda landa hvati, eða afsökun, til þess að krefjast þess af netþjónustufyrirtækjum að minn- isbankar þeirra séu geymdir innan landanna. Sú þróun, auk þess að vera kostnaðarsöm, geri notendur þjón- ustunnar berskjaldaðri fyrir eftirliti stjórnvalda. Skipta sér ekki af efninu Ísland er eitt nítján ríkja sem fá einkunnina frjálst í skýrslunni og trónir á toppi listans ásamt Eistum. Hæstu einkunnina fá Íslendingar í flokkunum hindrunum á aðgengi að netinu og takmörkunum á efni. Því til stuðnings er nefnt að Íslendingar státi af einhverri útbreiddustu og mestu notkun á netinu og samfélags- miðlum á byggðu bóli. Netaðgengi landsmanna sé það mesta í Evrópu, um 97% borið saman við 72% innan aðildarríkja Evrópusambandsins. Notkunin sé mikil og verð netáskrift- ar viðráðanlegt. Hérlend stjórnvöld skipti sér ekki af því efni sem birtist á netinu, net- þjónustuveitur og þeir sem halda ut- an um efni séu ekki gerðir ábyrgir fyrir innihaldinu og stór hluti þjóð- lífsins fari fram á netinu. Farið er yfir þróun þriggja frum- varpa og framtaka sem gætu haft áhrif á netfrelsi á Íslandi í skýrsl- unni. Nefnt er að frumvarp sem Ög- mundur Jónasson, þáverandi innanríkisráðherra, lagði fram um bann við klámi á netinu hafi ekki orð- ið að lögum, drög að stjórnarskrá sem meðal annars voru unnin fyrir tilstuðlan netmiðla hafi verið sett á ís eftir ríkisstjórnarskipti og sömuleið- is hafi hugmyndir um að Ísland skapi sér sérstöðu hvað varðar tjáningar- og upplýsingafrelsi legið í dvala. Kapphlaup um stjórn netsins Það er styrkleiki fyrir Ísland að stjórnvöld hér kunni ekki þann hern- aðarlega hugsunarhátt sem einkenn- ir stór ríki eins og Bandaríkin, Kína og Rússland, að mati Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata. „Ísland er heppið að vera ofboðs- lega lítið land með engan her sem kalla mætti og hafa ekki ríkisstjórn sem er heltekin af þjóðaröryggis- áhyggjum, hvort sem þær eru raun- verulegar eða ímyndaðar,“ segir hann um ástæður netfrelsis hér á landi. Þetta eru meðal annars ástæður þess að ákjósanlegt sé að gera Ísland að miðstöð tjáningar- og upplýs- ingafrelsis á heimsvísu. Það tækifæri hafi hins vegar ekki verið nýtt. Helgi Hrafn hefur jafnframt trú á að Ís- land detti niður listann á næsta ári eftir lögbann sem sett var á skráaskiptisíðurnar Piratebay og Deildu. Hvað varðar neikvæða þróun ann- ars staðar segir hann að eftir því sem netið spili stærra hlutverk í sam- félaginu reyni sífellt stærri og öflugri öfl að ná valdi yfir því. „Það er í raun- inni í gangi ákveðið kapphlaup á milli stærstu hagsmunaaðila heimsins, ríkisstjórna, herja og fyrirtækja. Það er þróun sem fólk verður að átta sig á að varðar mannleg samskipti.“ Upplýsingarnar sem yfirvöld og fyrirtæki geti nú aflað um fólk séu víðtækari en áður þekktist. Því sé mikilvægt að almenningur streitist á móti tilburðum til að stjórna netinu. Netfrelsi heldur áfram að hnigna  Ísland á toppi lista bandarískrar rannsóknarstofnunar um netfrelsi  Dregið hefur úr frelsi í næstum helmingi þeirra ríkja sem lagt er mat á  Yfirvöld og fyrirtæki berjast um völdin til að stjórna netinu Morgunblaðið/Rósa Braga Samfélagsmiðlar Tekið er fram í skýrslunni að aðgengi að netinu sé gott á Íslandi og notkun samfélagsmiðla eins og Facebook sé ein sú mesta í heimi. Skert frelsi » Íbúar í Íran, Sýrlandi, Kína og Kúbu búa við minnst frelsi í netmálum samkvæmt skýrslu Freedom House. » Fyrir mestri skerðingu á stafrænu frelsi einstaklinga urðu íbúar í Rússlandi og Tyrk- landi. » Einnig varð umtalsverð aft- urför í Úkraínu, Angóla og Aserbaídsjan. Helgi Hrafn Gunnarsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.