Morgunblaðið - 11.12.2014, Page 28
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Eigendur félagsins Gamma ehf. hafa
haft til skoðunar að breyta notkun
lóðar norður af Bergstaðastræti 4.
Þar stendur nú gamalt tveggja hæða
steypt hús sem er notað sem bakarí.
Sú bygging nýtir aðeins hluta af
mögulegu byggingarmagni á lóðinni
sem tilheyrir Bergstaðastræti 4.
Húseignin Bergstaðastræti 4 er í
eigu Gamma ehf. Það félag á jafn-
framt rekstrarfélagið sem rekur
Hótel Óðinsvé á Þórsgötu 1.
Íbúi við götuna setti sig í samband
við Morgunblaðið vegna hugsanlegra
áforma um að hefja framkvæmdir á
lóðinni. Af því tilefni var spurst fyrir
um málið hjá eigendum viðkomandi
húseignar og lóðar.
Bjarni Hákonarson, fram-
kvæmdastjóri á Hótel Óðinsvéum,
segir engar ákvarðanir hafa verið
teknar um framkvæmdir á umræddri
lóð, sem er milli Tösku- og hanska-
búðarinnar og Bólstrunar Ásgríms, á
Bergstaðastræti 2.
Drög fyrir átta árum
„Það kom til umræðu fyrir um átta
árum að gera eitthvað með lóðina.
Það mál var sett á ís og er þar
óbreytt,“ segir Bjarni um stöðu mála.
„Það hafa engar ákvarðanir verið
teknar um framhaldið,“ segir hann.
Hótel Óðinsvé leigir út hótelíbúðir
á efstu hæð Bergstaðastrætis 4. Hús-
eignin er reyndar skráð sem Skóla-
vörðustígur 7 í símaskránni. Hjá
Sýslumanninum í Reykjavík er fast-
eignin Bergstaðstræti 4 skráð í eigu
Gamma ehf.
Það er í 50% eigu Pama ehf. og í
50% eigu Punds ehf., skv. Creditinfo.
Pama ehf. er í eigu Vallaness ehf.,
sem er í 100% eigu Bergljótar Þor-
steinsdóttur fv. flugfreyju.
Pund ehf. er í 100% eigu Hannesar
Hilmarssonar, forstjóra Air Atlanta.
Bergljót er gift Magnúsi Steph-
ensen, viðskiptafélaga Hannesar.
Tvö fyrirtæki leigja nú atvinnu-
húsnæði af Gamma ehf. á Bergstaða-
stræti 4. Annars vegar Tösku- og
hanskabúðin og hins vegar Matar-
kistan, sælkeraverslun Sigurveigar
Káradóttur. Þeir leigusamningar eru
til skemmri tíma.
Íhuga nýbyggingu á Bergstaðastræti
Félagið Gamma ehf. hefur haft til skoðunar að breyta notkun lóðar norður af Bergstaðastræti 4
Drög voru gerð að nýbyggingu Hótel Óðinsvé rekur hótelíbúðir við lóðina sem er í eigu Gamma
Bergstaðastræti í vetrarbúningi Horft upp Bergstaðastræti frá Laugavegi og upp að Skólavörðustíg. Bergstaðastræti 4 er gula húsið efst til hægri á
vinstri myndinni. Hótel Óðinsvé rekur hótelíbúðir á efstu hæð þess húss sem er einnig sýnt frá öðru sjónarhorni á myndinni hér til hægri fyrir ofan.
Morgunblaðið/Kristinn
Meðal nýrra hótela sem áformað er
að opna á næsta ári er ónafngreint
hótel í Þórunnartúni 4, gegnt Foss-
hótelsturninum á Höfðatorgi.
Kostnaður við verkefnið er áætl-
aður á annan milljarð króna.
Magnús Einarsson, annar eigandi
fasteignarinnar Þórunnartúns 4 og
framkvæmdastjóri byggingar-
félagsins sem byggir hótelið, segir
rekstraraðila hafa verið valinn. Sá
sé að ganga frá fyrirkomulagi
rekstrarins og því sé ótímabært að
ræða þá hlið mála.
Framkvæmdir eru þegar hafnar
og segir Magnús stefnt að því að
opna hótelið 15. júní næsta sumar.
Tafir hafa orðið á framkvæmdum
og seinkar opnun um mánuð.
Spurður hvort þessi skammi tími sé
því raunhæfur til að ljúka fram-
kvæmdum bendir Magnús á að sami
verktaki hafi breytt Laugavegi 66 í
Hótel Öldu á aðeins hálfu ári. Það
hótel var opnað 15. maí sl.
Hulunni svipt af nýju borgarhóteli
Hótel rís í Þórunnartúni á mettíma
Sami verktaki og byggði Hótel Öldu
Teikning/Gunnlaugur Jónasson og Gunnar Bergmann
Nýtt útlit Fram kemur í umsókn Þórunnartúns 4 slf. til byggingarfulltrúans
í Reykjavík að sótt sé um leyfi til að byggja viðbyggingu á bakhlið, byggja
inndregna 5. hæð ofan á og til að innrétta gististað með 93 herbergjum.
Morgunblaðið/Þórður
Fyrir breytingu Þórunnartún 4.
Túrmalín, silfur og gull
Opið alla daga til jóla
kl. 8–24 í Lágmúla
og á Smáratorgi
- Lifi› heil
www.lyfja.is