Morgunblaðið - 11.12.2014, Page 30
30 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014
VIÐTAL
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Meðal þeirra fjölmörgu grunnskóla-
nemenda sem þreyttu samræmdu
prófin í 10. bekk í haust var Óli Þór
Sigurjónsson, nemandi í Hlíðaskóla í
Reykjavík. Óli náði afburðagóðum ár-
angri, m.a. hæstu einkunn í íslensku
með raðeinkunn upp á 95 og 97 í bók-
menntum og lestri. Árangurinn er at-
hyglisverður í ljósi þess að Óli fædd-
ist heyrnarlaus en fór í kuðungs-
ígræðslu 20 mánaða að aldri. Fékk
hann í kjölfarið góða heyrn en telst
heyrnarskertur í dag. Var Óli fyrsta
barnið á Íslandi sem var fætt heyrn-
arlaust og fór í slíka aðgerð.
En þessi árangur hefur ekki náðst
nema fyrir þrotlausa vinnu hjá Óla og
hans fjölskyldu, með dyggri aðstoð
lækna og sérfræðinga á Heyrnar- og
talmeinastöð Íslands (HTÍ), kennara
á leikskólanum Sólborg og síðar í
Hlíðaskóla. Má þar helst nefna Ingi-
björgu Hinriksdóttur, yfirlækni á
HTÍ, og Bryndísi Guðmundsdóttur
talmeinafræðing.
Bróðir Óla, Nói Hrafn, bráðum 11
ára, fæddist einnig heyrnarlaus og
fór þá strax í kuðungsígræðslu. Hon-
um hefur jafnframt gengið mjög vel í
skóla en Nói er í 6. bekk í Hlíðaskóla.
Með þrálátar eyrnabólgur
Óli Þór er fæddur í mars 1999 og
fyrstu mánuðina var hann með þrá-
látar eyrnabólgur og -sýkingar, ekki
síst eftir að hann var kominn til dag-
mömmu sex mánaða gamall. Þannig
gekk þetta um tíma og engan grunaði
að Óli væri heyrnarlaus. Þegar hann
var að verða eins árs fékk hann það
svæsna sýkingu í eyrað að hann varð
að fá sýklalyf í æð og var sendur á
spítala. Þar tók Ingibjörg Hinriks-
dóttir, þá læknir á göngudeild háls-,
nef- og heyrnarlækninga á Landspít-
alanum, á móti þeim og við tóku ít-
arlegar rannsóknir.
„Í framhaldi af því ákváðum við að
fara með Óla í heyrnarmælingu til að
vera viss um að hann hefði ekki borið
neinn skaða af öllum þessum sýk-
ingum. Það var ekki gert vegna þess
að við héldum að hann heyrði illa. Þá
fengum við beint í andlitið eins og
kalda vatnsgusu að Óli væri heyrnar-
laus. Það var okkur auðvitað mikið
áfall,“ segir Andrea Guðnadóttir,
móðir Óla, við Morgunblaðið þegar
blaðamaður og ljósmyndari heim-
sóttu fjölskylduna í vikunni. Óli var
viðstaddur og hlustaði á samtalið við
foreldrana með athygli.
Heyrnarleysi hans hafði ekkert
með að gera þær eyrnabólgur og sýk-
ingar sem höfðu verið að hrjá hann,
hann einfaldlega fæddist heyrnarlaus
vegna ákveðinna genagalla. Sýkingin
varð hins vegar til þess að hann
greindist fyrr en ella hefði kannski
orðið.
Ígræðsla í Svíþjóð
Á þessum tíma var Ingibjörg ný-
lega komin heim frá námi í Svíþjóð en
þar var komin nokkur reynsla af kuð-
ungsígræðslu til að bæta heyrn fólks.
Hún benti Andreu og eiginmanni
hennar, Sigurjóni Guðna Ólasyni, á
þennan möguleika og eftir stutta um-
hugsun ákváðu þau að slá til.
Strax og ljóst varð að Óli væri
heyrnarlaus, í mars 2000, tók við
táknmálskennsla og í október fór fjöl-
skyldan til Stokkhólms þar sem kuð-
ungsígræðsla fór fram á Huddinge-
sjúkrahúsinu. Sem fyrr segir var Óli
fyrsta barnið hér á landi, sem fæddist
heyrnarlaust og fór í þessa aðgerð.
Áður höfðu svona aðgerðir verið
gerðar á Íslendingum í Ósló, þá fyrst
og fremst fullorðnu fólki og einnig
börnum sem höfðu misst heyrn eftir
heilahimnubólgu. „Við vissum að ár-
angur af þessum aðgerðum hafði ekki
verið alltof góður. Við fórum af stað
með litlar væntingar og vorum sátt
við að hann fengi einhverja heyrn
þannig að hann yrði nú ekki fyrir
slökkviliðsbíl,“ segir Andrea og bros-
ir er hún rifjar þetta upp.
Í desember 2000 var Óli tengdur
við tækin og strax í janúar 2001 hófst
þjálfun undir stjórn Bryndísar tal-
meinafræðings. Samhliða fékk Óli
áfram kennslu í táknmáli. Þjálfunin
fór fram í samstarfi við leikskól-
Bara spurning um að fá að heyra
Eiga tvo drengi sem fæddust heyrnarlausir Fóru báðir í kuðungsígræðslu og fengu heyrn með
þrotlausri þjálfun hjá sérfræðingum Sá eldri fékk hæstu einkunn í íslensku á samræmdum prófum
Morgunblaðið/Golli
Fjölskylda Nói Hrafn, Andrea Guðnadóttir, Óli Þór og Sigurjón Guðni Ólason eiga að baki þrotlausa vinnu og hafa uppskorið samkvæmt því.
„Það er mjög ánægjulegt að heyra
hvað þessum krökkum gengur vel í
skóla og öðrum athöfnum daglegs
lífs. Það er mik-
ilvægt fyrir okk-
ur, fagfólkið, að
fá jákvæð við-
brögð, og skiptir
máli í okkar
starfi,“ segir
Ingibjörg Hin-
riksdóttir, yfir-
læknir á HTÍ, um
árangur bræðr-
anna Óla og Nóa
og annarra
barna sem farið hafa í kuðungs-
ígræðslu.
Frá árinu 1984 hafa um 80 Ís-
lendingar farið í kuðungsígræðslu,
þar af var 21 barn að aldri þegar
aðgerðin var gerð. Flestar aðgerð-
ir, eða um 70, hafa verið fram-
kvæmdar frá árinu 2000, þar af 19
börn. Ingibjörg segir árangur
þeirra yfirleitt mjög góðan þó að
útkoman geti verið álíka misjöfn
og börnin eru mörg. Hún segist
vita dæmi þess að krökkunum farn-
ist t.d. mjög vel í tónlistar- og dans-
námi, þar sem krafist er góðrar
heyrnar, alveg eins og í almennu
bók- og verknámi eða íþróttum.
„Við mælum almennt með því við
foreldra að senda börnin í
ígræðslu, til að gefa þeim mögu-
leika á tjáningu og samskiptum
með talmáli. Þetta gefur meiri
möguleika í lífinu. Í flestum til-
vikum velja foreldrar og forráða-
menn að fara þessa leið, en það er
ekki algilt. Þetta er undir þeim
sjálfum komið. Með ígræðslunni
tekur við mikil vinna við að þjálfa
upp tjáskipti, lestur og talmál. Mik-
il vinna fer fram hjá talmeinafræð-
ingum og kennurum en það er ekki
síður vinnan heima fyrir sem skipt-
ir máli í þessu öllu saman,“ segir
Ingibjörg.
Frá því að Óli Þór fékk ígrædd
sín heyrnartæki hafa mjög örar
tækniframfarir orðið á því sviði.
Ingibjörg segir tækin verða
smærri í sniðum og fyrirferð-
arminni, bæði þau sem eru ut-
análiggjandi og þau sem eru íg-
rædd, og börnin finna þar með
minna fyrir þeim í sínum daglegu
athöfnum.
Jákvæð viðbrögð
skipta okkur máli
21 barn fengið kuðungsígræðslu
Yfirlæknir HTÍ mælir með aðgerð
Ingibjörg
Hinriksdóttir
Jólaföndur
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | brynja@brynja.is
Opið
virka
daga
frá 9–
18
lau fr
á 10–
16
TRÉPÚSL FYRIR
ALLA UM JÓLIN
VERÐ FRÁ 860 KR.-