Morgunblaðið - 11.12.2014, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 11.12.2014, Qupperneq 34
VIÐTAL Ingileif Friðriksdóttir if@mbl.is Á þeim tveimur árum sem hóp- fjármögnunarvefsíðan Karolina Fund hefur verið starfrækt hafa 89 verkefni verið fjármögnuð með hjálp yfir níu þúsund einstaklinga. Þessir einstaklingar hafa heitið hátt í hálfri milljón evra eða um 70 milljónum króna til þessara verkefna. Morg- unblaðið ræddi við Inga Rafn Sig- urðsson, framkvæmdastjóra Karo- lina Fund, um velgengni fyrir- tækisins og framtíðarsýn. Svonefnd hóp- fjármögnun blómstrar á net- inu, en hugtakið er þó aðeins nokkurra ára gamalt. Með hóp- fjármögnun getur fólk með skap- andi verkefni eða sprotafyrirtæki sóst eftir fjármagni frá almenningi. Þannig getur hver sem er lagt sitt af mörkum til að hjálpa slíkum verkefnum að komast á koppinn. Hugmyndin að Karolina Fund kviknaði hjá Inga Rafni í byrjun árs 2008 en þá hafði engin slík síða verið opnuð. „Ég var að vinna í banka og eftir hrunið hafði maður mikinn áhuga á því að fara að gera eitthvað annað og merkilegra. Sérstaklega eitthvað sem tengdist hugarafli og sköpun,“ segir hann. Ingi fékk átta aðra með sér í lið til að koma hugmyndinni í verk. „Við fórum að velta því fyrir okkur hvað við gætum gert til að búa til kerfi fyr- ir listræn og skapandi verkefni til að fjármagna sig utan bankakerfisins.“ Erfitt að fjármagna verkefnið Frummynd að kerfinu var fljót- lega mótuð, en erfitt reyndist að fjár- magna verkefnið. „Við sóttum um styrki en ekkert gerðist og þá fóru að koma fram síður eins og Indiegogo og Kickstarter sem eru þær stærstu í heiminum í dag.“ Íslenska teymið fylgdist með því sem virkaði hjá þessum fyrstu hóp- fjármögnunarsíðum og aðlöguðu sig að því. „Við fengum svo loksins millj- ón í styrk frá Átaki til atvinnusköp- unar og náðum að opna síðuna í októ- ber 2012.“ Í kjölfarið fór boltinn að rúlla hjá Karolina Fund og fljótlega fóru að myndast alþjóðleg tengsl. „Það er mikill áhugi á fjármögnun í skapandi greinum erlendis svo við fórum víða um heiminn til að segja frá þessu.“ Ingi segir verkefnið þó hafa verið langan tíma í gerjun, en hlutirnir hefðu gerst mun hraðar ef styrk- umhverfið og fjárfestaumhverfið hér á landi væri virkara fyrir hugmyndir á þessum fyrstu stigum. Gjörbreyttu kerfinu innan frá Í lok árs 2013 var ákveðið að breyta kerfi Karolina Fund að innan, og voru því engin ný verkefni tekin inn. „Hægt og rólega leyfðum við þeim söfnunum sem voru í gangi að klárast og svo bjuggum við til nýtt greiðslumiðlunarkerfi og þurftum að loka öllu á meðan.“ Heimasíða Karolina Fund var opnuð aftur í mars á þessu ári og segir Ingi algjöra sprengingu hafa orðið í kjölfarið. „Við höfum nú stækkað mjög hratt og núna und- anfarið hafa verið þrír í launaðri vinnu hjá okkur,“ segir hann, en bætir við að auk þess starfi fjöldi fólks í ólaunaðri vinnu. Leiða norræna tækniþróun Karolina Fund var nýlega boðið að taka þátt í norrænu samstarfi, og leiðir fyrirtækið nú tækniþróun í hundrað milljóna króna verkefni sem Norræni nýsköpunarsjóðurinn fjármagnar. Fimm norrænar hópfjármögnunarsíður sameina krafta sína í gegnum verkefnið, sem kallast Nordic Crowdfunding Alli- ance. Aðspurður hvernig Karolina Fund komi út úr þessu öllu saman, segir Ingi fjármagn berast frá Norræna nýsköpunarsjóðnum og auk þess hafi verkefninu verið veittir nokkrir styrkir. Heildarupphæð styrkja frá Íslandi nemi um tveimur og hálfri milljón króna. „Um leið og við opn- uðum vorum við hæf í að taka við tekjum. Þær voru ansi lágar til að byrja með en núna erum við með rekstur sem skilar peningum.“ Þurfa að safna allri upphæðinni Karolina Fund starfar eftir svo- kölluðu fixed funding módeli, en þá verða styrkþegar að safna fyrir allri upphæðinni til að fá hana veitta. Flestar hópfjármögnunarsíður vinna eftir þessu kerfi, en á Indie- gogo er jafnframt hægt að velja um svokallað flexible funding kerfi, en þar fá styrkþegar upphæðina veitta, sama hver hún er. „Það að hafa þetta eftir „allt eða ekkert“-kerfinu finnst okkur alveg nauðsynlegt,“ segir Ingi. „Bæði vegna þess að þá safnast yfir- leitt alltaf hærri upphæð en annars, því með flexible funding verður ekki jafnmikið kappsmál að safna, en einnig vegna þess að ef fólk ætlar að fjármagna verkefni og svo safnast mjög lítið, þá sitja allir eftir með sárt ennið. Þú vilt ekki skulda einhverjum fyrir eitthvað sem þú getur ekki framkvæmt.“ Karolina Fund tekur heimild af korti, en greiðslumiðlunarkerfið ger- ir það að verkum að sá sem stendur fyrir söfnuninni fær peningana beint inn á reikning hjá sér. „Við erum því í raun ekki milliliður, heldur frekar þjónustukerfi fyrir viðkomandi sem sér svo sjálfur um sína sölu.“ Þá tek- ur fyrirtækið 5% gjald auk virð- isaukaskatts af heildarupphæð, sé takmarki náð. Ef verkefni ná ekki lágmarksupphæð eru engin gjöld tekin. Takmarki náð í 77% tilfella Hingað til hefur tekist að ná þeirri lágmarksupphæð sem stefnt er að í 77% tilfella hjá Karolina Fund sem Ingi Rafn segir mjög góðan árangur, og líklega þann besta sem þekkist á hópfjármögnunarsíðu í heiminum. Til samanburðar má benda á að hjá Kickstarter er árangurshlutfallið á milli 30 og 40%. Ingi segir eina af ástæðum háa ár- angurshlutfallsins þá að verkefnum er ekki hleypt af stað fyrr en öruggt er að þau eigi erindi. „Við reynum að miðla til fólks því sem við vitum að virkar og það sem ber að varast og ég held að það sé líka stór þáttur í þessu.“ Að sögn Inga Rafns eru upphæð- irnar hjá Karolina Fund yfirleitt á bilinu 150 til 700 þúsund. Til þessa hafa öll verkefnin haft einhver tengsl við Ísland. Verð er þó í evrum til þess að auðvelda útlendingum að leggja fé í verkefni þótt íslenska krónan sé að- algjaldmiðillinn en um 25% af heild- arfjármagninu hefur komið frá út- löndum. Algjör sprenging á Karolina Fund  Hópfjármögnunarsíður blómstra á netinu  Karolina Fund hefur stækkað hratt eftir að innra kerfinu var breytt  Er með hæsta árangurshlutfall af hópfjármögnunarsíðum í heiminum Ljósmynd/Karolina Fund Teymi Þeir Jónmundur Gíslason, Arnar Sigurðsson og Ingi Rafn Sigurðsson, stofnendur Karolina Fund. Ingi Rafn Sigurðsson 34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014 Ingi segir gjaldeyrishöftin á Íslandi gera Karolina Fund mikinn óleik. „Þau gera það að verkum að við getum ekki tekið inn erlend verk- efni þrátt fyrir að þau standi í röð- um og bíði eftir að fá að komast inn,“ útskýrir hann. „Þetta er alveg skelfilegt fyrir okkur því við erum að fá ágætis athygli að utan og fyr- irspurnir reglulega, en getum ekki sinnt neinu því við erum læst í þessu járntjaldi.“ Hann segir stærstu áskorunina núna að komast framhjá þessari hindrun á einhvern hátt. En það geti reynst flókið. „Það besta væri að nota alþjóðlega lausn hannaða fyrir hópfjármögnunarsíður, en það er aldrei neinn að sýsla með ís- lenskar krónur svo við þyrftum þá að flytja fyrirtækið til útlanda og stofna nýtt þar. Ég veit ekki hvern- ig við ættum að gera þetta. Þetta er mjög hamlandi fyrir okkur.“ Hann segir það ekki koma til greina að loka á íslenska mark- aðinn og því sé flækjustigið mikið. „Við erum mjög stolt af því að vera fædd og uppalin hér, því lista- og menningarlíf á Íslandi er heims- þekkt í ákveðnum hópum. Við erum mjög stolt af því að vera á þessum stað þar sem hugarafl er upp- spretta ekki bara listrænna verka heldur líka peninga. Þar sem fólk býr til vinnu með hugaraflinu.“ Morgunblaðið/Ómar Hömlur Að sögn Inga Rafns gera gjaldeyrishöftin Karolina Fund erfitt fyrir. Gjaldeyrishöftin hamla vexti Karolina Fund
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.