Morgunblaðið - 11.12.2014, Page 40
VIÐTAL
Ingileif Friðriksdóttir
if@mbl.is
„Þetta er rosalega fjölbreytilegt
starf og ég er alltaf að gera eitthvað
nýtt. Engir tveir dagar eru eins,“
segir Ester Ósk Hilmarsdóttir, vef-
stjóri og ritstjóri yfirlitsgreina hönn-
unarblaðsins Home Journal í Hong
Kong. Ester tók við starfinu í ágúst
síðastliðnum, en Home Journal er
stærsta hönnunarblað Hong Kong
og gefið út í 40 þúsund eintökum
mánaðarlega.
Ester segir starfið mjög krefjandi
og vinnumenninguna í Hong Kong
gjörólíka því sem hún hafi áður
kynnst. „Hérna byrjar vinnudag-
urinn á slaginu níu og á að vera bú-
inn klukkan sex á daginn en það er
alltaf unnið lengur, allavega til sjö
eða átta. Þá á eftir að koma sér heim
en það tekur tæpan klukkutíma með
rútu og neðanjarðarlest,“ útskýrir
hún.
Alltaf að gera eitthvað nýtt
Starf Esterar felst í því að koma
með hugmyndir að umfjöllunum,
greinum og þema fyrir hvert tölu-
blað af tímaritinu. Þá skrifar hún
greinar, meðal annars um innan-
hússhönnun, list, ferðalög og mat,
finnur falleg heimili til að fjalla um,
tekur viðtöl við innanhússhönnuði,
arkitekta, listamenn og hönnuði
ásamt því að stýra myndatökum og
sinna almennum störfum á skrifstof-
unni. Þar að auki sér hún um allt efni
fyrir vefsíðu Home Journal og sam-
félagsmiðla eins og Facebook og
Instagram.
Ester segist stundum vera á skrif-
stofunni í heilan dag að svara tölvu-
póstum og leita að fallegri hönnun til
að fjalla um, en aðra daga á þeytingi
um borgina að taka viðtöl, fara í
myndatökur eða einfaldlega mæta á
opnanir nýrra veitingastaða eða hót-
ela. „Stundum fæ ég að gista á fínum
fimm stjörnu hótelum og ferðast til
annarra borga til að skrifa ferðasög-
ur, aðra daga er ég á fjórum fótum
með tusku að skrúbba ef einhver
gleymir að þrífa heima hjá sér fyrir
myndatöku,“ segir hún kímin.
Íslenskt hugarfar í forgrunni
Ester segist fara með sitt íslenska
hugarfar í öll verkefni og sem bónda-
dóttir norðan úr landi hjóli hún í öll
verk, sama hver þau eru. „Skemmti-
legast finnst mér samt að fá að koma
inn á öll þessi fallegu heimili. Í þess-
ari borg er allt í boði og það er ekk-
ert sem ekki er hægt að gera og það
endurspeglast í hönnun heimilanna
hérna úti. Hvaða vitleysu sem þér
dettur í hug er hægt að framkvæma í
Hong Kong.“
Eiginmaðurinn dró hana til HK
Ester lauk á síðasta ári meistara-
prófi í útgáfu frá Edinburgh Napier
University. „Ég hef alltaf verið rosa-
legur bókaormur og með ástríðu fyr-
ir prenti, hvort sem það eru bækur
eða tímarit, svo ég flutti til Edin-
borgar til að taka master í útgáfu.“
Stuttu eftir útskrift fékk Ester
vinnu hjá útgáfufyrirtæki í Edinborg
sem heitir Charles Letts & Co þar
sem hún vann sem ritstjóri áður en
hún flutti til Hong Kong fyrir tæpu
ári.
Eiginmanni Esterar, sem hafði
unnið fyrir HSBC-banka (Hong
Kong and Shanghai Banking Cor-
poration) í Edinborg, bauðst flutn-
ingur til bankans í Hong Kong á síð-
asta ári. Þau hjónin slógu því til,
pökkuðu skosku lopapeysunum og
íslensku kjötsúpubréfunum í tösku
og héldu af stað í nýtt ævintýri.
„Ég var búin að draga hann um
allan heim og nú var komið að honum
að draga mig eitthvert,“ segir hún,
en þau hjónin hafa búið í Reykjavík,
Flórída, Madríd, San Diego og Ed-
inborg.
Datt í tvöfaldan lukkupott
Þegar Ester var nýflutt til Hong
Kong heyrði hún af því að það væru
hreyfingar innan Edipresse Media
Hong Kong Limited, fyrirtækisins
sem gefur út Home Journal, og
ákvað hún því að hafa samband og
sækja um.
„Ég var svo boðuð í viðtal og sat í
gegnum þriggja tíma stíft próf, bæði
sjónrænt og skriflegt. Ég var svo
boðuð í annað viðtal eftir það og fékk
svo starfið,“ segir hún.
Ester segist hafa dottið í tvöfaldan
lukkupott þegar henni bauðst starf-
ið, enda sé útgáfa hennar ástríða og
svo hafi hún alltaf haft mikinn áhuga
á innanhússhönnun. „Home Journal
var fyrsta tímaritið sem ég fletti
hérna úti og því finnst mér svolítið
gaman að ég skuli hafa fengið vinnu
þar,“ segir hún, en blaðið hefur verið
gefið út frá árinu 1980 og er bæði á
ensku og kínversku.
„Það eru algjör forréttindi að fá að
starfa við það sem maður hefur
áhuga á.“
Laumar íslenskri hönnun að
Ester segist ekki vita betur en að
hún sé fyrsti Íslendingurinn sem
hefur komið að útgáfu blaðsins, og
segir hún fólk verða mjög hissa þeg-
ar það kemst að því hvaðan hún er.
„Ég reyni að lauma íslenskri
hönnun með í blaðið annað slagið. Ég
er til dæmis búin að fjalla um Vað-
fuglana hans Sigurjóns Pálssonar og
Kisukertið frá Pyropet. Það er samt
pínu erfitt stundum því ég má bara
fjalla um hluti sem eru aðgengilegir
fyrir lesendur í Hong Kong og sumar
af þessum fallegu vörum heima er
erfitt að nálgast frá Asíu.“
Með íslenskt hugarfar að vopni
Ester Ósk Hilmarsdóttir er vefstjóri og ritstjóri yfirlitsgreina stærsta hönnunarblaðs Hong Kong
Home Journal er gefið út í 40 þúsund eintökum mánaðarlega og hefur verið starfrækt í 35 ár
Ljósmynd/Ester Ósk Hilmarsdóttir
Alsæl Ester hefur búið ásamt eiginmanni sínum í Hong Kong í tæpt ár. Hún
hóf störf hjá Home Journal í ágúst sl. og er hæstánægð með starfið.
Heimilisdagbók Home Journal er
stærsta hönnunarblað Hong Kong.
Hægt er að fylgjast með
tímaritinu á vefsíðunni
www.homejournal.hk, á Facebook-
síðunni www.facebook.com/
HomeJournal og á Instagram und-
ir notendanafninu @homejournal.
40 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014
Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245
Veitum fría ráðgjöf
fyrir tjónþola
Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is
skadi.is
Þ. Skorri Steingrímsson,
Héraðsdóms-lögmaður
Steingrímur Þormóðsson,
Hæstaréttar-lögmaður
Sérfræðingar í
líkamstjónarétti Ester segir lífið í Hong Kong frá-brugðið öllu því sem hún hafi áðurkynnst. „Þó að Hong Kong eigi að
vera ein vestrænasta borg Asíu er
hún samt rosalega asísk. Hong
Kong er suðupottur af alls konar
spennandi og skrýtnu og það er
rosalega mikið gert úr lúxus hérna
úti, en þeir halda samt líka fast í
hefðbundnar venjur sem verður til
þess að mótstæðurnar eru rosaleg-
ar. Þú finnur gamla kaupmanninn á
horninu að reyta kjúkling við hlið-
ina á Bentley-bílaumboði. Hermés-
verslun á mörgum hæðum við hlið-
ina á vafasamri núðlubúllu, og allt
þar á milli.“
Ester segist oft vera orðin þreytt
í lok dags og á leiðinni heim sé mik-
ið áreiti sem taki við. „Að troða sér
í neðanjarðarlest með milljón
manns á hverjum degi eins og sard-
ína í dós. Þetta er stundum svona
álíka ánægjulegt og að fara til
tannlæknis. Stundum ræður maður
ekki einu sinni hvert maður fer
heldur berst bara með straumnum
og er ýtt fram og til baka í æsingn-
um.“
Hún segir troðninginn geta orðið
ótrúlegan, en þá sé best að slaka á
og hlusta á tónlist. „Smásalsa með
Willie Rosario og Tito Puente er al-
veg á við tvo espressobolla, það
dugir ekkert minna til að koma sér
í gegnum þessi ósköp.“
Þá segir hún flesta í Hong Kong
vera með húshjálp sem sér um
heimilið og sé það í raun ekki und-
arlegt þegar fólk er að skríða heim
úr vinnu seint á kvöldin. „Mér
finnst það samt aðeins of skrýtið og
moppa því mín gólf sjálf. Eða rek
eiginmanninn í það á miðnætti þeg-
ar við erum loksins búin að borða,“
segir hún og hlær.
„Mér fannst oft mikill asi í hvers-
dagsleikanum á Íslandi, en eftir að
hafa búið hér finnst mér íslenski
takturinn bara eins og vangadans
við rólegan djass.“
Lífið í Hong Kong
frábrugðið Íslandi
Hong Kong Ester segir taktinn mun
hraðari en þann íslenska.