Morgunblaðið - 11.12.2014, Side 50
50 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014
Fagleg þjónusta í 60 ár
Kringlan 4-12 • Sími 533 4533
www.facebook.com/HYGEA
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Um helgina voru 45 ár síðan lið
Íþróttabandalags Akureyrar varð
bikarmeistari í knattspyrnu í eina
skiptið. Þá kom formlega út bók um
sögu liðsins, sem áður hefur verið
nefnd á þessum vettvangi, og til
útgáfuhófs í stúkubyggingunni við
Akureyrarvöll mættu margir af
fyrrverandi leikmönnum ÍBA. Var
þar glatt á hjalla og sagðar sögur.
Íþróttafélagið Akur varð 40 ára
7. desember; stofnað 1974, nákvæm-
lega fimm árum eftir að ÍBA varð
bikarmeistari! Félagið hét þá
Íþróttafélag fatlaðra á Akureyri en
nafninu var breytt fyrir nokkrum ár-
um. Ekki var síður glatt á hjalla í af-
mæli Akurs – eins og sjá má á
stærstu myndinni – en hjá gömlu
fótboltadrengjunum.
Skúli Ágústsson, stjórnar-
formaður Hölds, og Steingrímur
Birgisson forstjóri afhentu Sjúkra-
húsinu á Akureyri (SAk) 3,5 milljóna
kr. styrk frá fyrirtækinu í vikunni, í
tilefni 40 ára afmælis Hölds á árinu
og í minningu góðs samstarfsfélaga
til fjölmargra ára, Teits Birgissonar,
sem lést í sumar.
Styrknum verður varið til kaupa
á tveimur ytri öndunarvélum. Með
þeim er hægt að veita öndunarhjálp
án þess að svæfa sjúklinga og með
aukinni notkun hægt að koma í veg
fyrir að sjúklingar þurfi að fara í
hefðbundnar öndunarvélameðferðir
eða stytta þann tíma sem sjúklingar
eru í þeirri meðferð.
Talandi um Sjúkrahúsið á Akur-
eyri: hollvinasamtök þess, sem
stofnuð voru fyrir nokkrum miss-
erum, halda hátíð á Glerártorgi á
laugardag í samstarfi við Glaum,
starfsmannafélag SAk. Bæði vegna
þess að SAk á afmæli á mánudaginn
og til að vekja athygli á stöðu heil-
brigðismála yfirleitt, að sögn Jó-
hannesar Bjarnasonar, formanns
stjórnar hollvinasamtakanna.
Hátíðin, Dagur sjúkrahússins,
stendur frá kl. 14 til 16. Starfsemi
samtakanna verður kynnt, tekið á
móti nýjum félögum og boðið upp á
mælingar á blóðþrýstingi, blóðsykri
og súrefnismettun. Líklega eins gott
að nýta sér það í verkfallinu! Börn-
unum til gleði verða bangsar þeirra
og dúkkur skoðuð.
Jóhannes Bjarnason segir fé-
laga í hollvinasamtökunum að nálg-
ast þúsundið og hann segir þau
hvarvetna hafa fengið gríðarlega
góð viðbrögð. „Við höfum aldrei
fengið nei – ekki í einu einasta fyr-
irtæki sem við höfum leitað til,“ seg-
ir Jóhannes og telur það sýna vel
hve fólki á svæðinu þykir sjúkra-
húsið dýrmæt stofnun.
Samtökin hafa þegar fært SAk
margar gjafir. Nýjustu tíðindin eru
þau að í síðustu viku gáfu þau
sjúkrahúsinu á fimmtu milljón króna
sem nota á við kaup á augasteina-
mælingartæki. „Félag aldraðra
styrkti okkur um eina og hálfa millj-
ón, við bættum við þá upphæð og
pöntuðum tækið,“ segir Jóhannes.
Átta stéttarfélög í Eyjafirði af-
hentu í vikunni Mæðrastyrksnefnd
Akureyrar, Hjálparstarfi kirkj-
unnar, Hjálpræðishernum og Rauða
krossinum tveggja milljóna króna
styrk. Hann verður notaður í sam-
starfsverkefni þessara fernra sam-
taka, sem í aðdraganda jólanna að-
stoða fólk sem þarf á því að halda.
Styrkir voru veittir úr Menning-
ar- og viðurkenningarsjóði KEA á
dögunum, í 81. sinn. Að þessu sinni
34 styrkir, samtals 6,25 milljónir
króna.
Þá afhenti Halldór Jóhannsson,
framkvæmdastjóri KEA, í vikunni
samstarfsaðilum hjálparstarfs á
Eyjafjarðarsvæðinu 700 þúsund
króna peningagjöf. Gjöfin er ætluð
til að létta undir með fólki sem
þarfnast aðstoðar fyrir jólin.
Leikhópurinn Englarnir frum-
sýnir á morgun, föstudag, leikritið
Týndu jólin, í Rýminu. Krakkarnir,
sem eru 12-15 ára, sömdu sjálf leik-
ritið og setja á svið. Leikritið fjallar
um börn sem fá ekki í skóinn og
lenda í ýmsum ævintýrum í kjölfar-
ið. Sjón er sögu ríkari!
Barnahópurinn tók í fyrravetur
þátt í Gullna hliðinu, sýningu Leik-
félags Akureyrar, bæði á Akureyri
og í Borgarleikhúsinu. Týndu jólin
verða aðeins sýnd tvisvar; kl. 17 og
19 á laugardag. Aðgangseyrir er
1.000 kr fyrir 16 ára og eldri, 500
fyrir börn og eldri borgara og renn-
ur óskiptur til Leikfélags Akureyr-
ar.
Japanska nútímalistakonan
Kazuko Kizawa sýnir um helgina
Litróf heimskautsljóssins í Deigl-
unni í Listagilinu. Hún dvelur í
gestavinnustofu Gilfélagsins. Kaz-
uko notar ýmsa miðla í list. Sýningin
verður á laugardag og sunnudag frá
kl. 13 til 16.
Brátt verða 30 ár frá því tónlist-
armaðurinn Rúnar Þór gaf út fyrstu
sólóplötuna. Af því tilefni heldur
hann í tónleikaferð og byrjar á
Græna hattinum á morgun, föstu-
dag.
Blúsbræður, Magni Ásgeirsson
og Rúnar Eff, stíga á svið Græna
hattsins á laugardagskvöldið.
Árlegir jólatónleikar Karlakórs
Akureyrar – Geysis verða í Ak-
ureyrarkirkju í kvöld kl. 20. Flutt
verða lög úr ýmsum áttum.
Jólatónleikar verða svo í Gler-
árkirkju á sunnudagskvöldið kl. 20.
Kór kirkjunnar syngur ásamt Karla-
kór Eyjafjarðar.
Aldís Embla Björnsdóttir
hreppti titilinn Ungskáld Akureyrar
á dögunum þegar kunngerð voru úr-
slit í samkeppni um skapandi skrif.
Fyrir smásögu sína, Einræðisherra,
hlaut hún 50.000 krónur í verðlaun.
Önnur verðlaun, 30.000, hlaut Krist-
ófer Alex Guðmundsson fyrir ljóða-
bálk sinn Brútháll og þriðju verð-
laun, 20.000, Birna Pétursdóttir
fyrir leikþáttinn Bóhemíudrottn-
ingin. Öll þrjú fengu ritverkið Jónas
Hallgrímsson – Ævimynd, eftir
Böðvar Guðmundsson, að gjöf frá
Menningarfélagi Hrauns í Öxnadal.
Að samkeppninni stóðu Amts-
bókasafnið á Akureyri, Akureyr-
arstofa, Ungmenna-Húsið, Háskól-
inn á Akureyri, MA og VMA með
stuðningi Menningarráðs Eyþings.
Tilgangurinn með samkeppn-
inni er að hvetja fólk á aldrinum 16-
25 ára til skapandi skrifa og einnig
að skapa vettvang fyrir það til að
koma sér og skrifum sínum á fram-
færi. Þetta er í annað sinn sem þessi
keppni fer fram.
Tilkynnt hefur verið að skíða-
svæðið í Hlíðarfjalli verði opnað
föstudaginn 19. desember. Snjó-
byssurnar hafa verið að í marga
daga og mikið bættist við í brekk-
unum í gær upp á gamla mátann.
Vert er að vekja athygli á tón-
leikum í Akureyrarkirkju á laug-
ardaginn kl. 17. Virtur þýskur org-
anisti, Christian Schmitt, leikur lög
eftir ýmis þekkt tónskáld. Hann hef-
ur leikið með helstu sinfóníu-
hljómsveitum Evrópu.
Ljósmynd/Jón Óskar Ísleifsson
Akur Félagar í íþróttafélaginu Akri á afmælisdaginn ásamt bæjarstjóra og formanni Íþróttabandalags Akureyrar.
Á vegum félagsins er nú æft og keppt í borðtennis, bogfimi, boccia, dansi, frjálsíþróttum og vetraríþróttum.
Afmælisbörn og
gamlir bikar-
meistarar fagna
Afmælisgjöf Sólveig Skjaldardóttir forstöðuhjúkrunarfræðingur, Skúli
Ágústsson, stjórnarformaður Hölds, og Oddur Ólafsson, læknir á SAk.
Morgunblaðið/Þórir Tryggvason
Bikarmeistarar Þeir sem mættir voru í útgáfuhófið og léku með liði ÍBA ár-
ið 1969. Fremstur er höfundur bókarinnar, Stefán Arngrímsson.