Morgunblaðið - 11.12.2014, Page 50

Morgunblaðið - 11.12.2014, Page 50
50 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014 Fagleg þjónusta í 60 ár Kringlan 4-12 • Sími 533 4533 www.facebook.com/HYGEA ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Um helgina voru 45 ár síðan lið Íþróttabandalags Akureyrar varð bikarmeistari í knattspyrnu í eina skiptið. Þá kom formlega út bók um sögu liðsins, sem áður hefur verið nefnd á þessum vettvangi, og til útgáfuhófs í stúkubyggingunni við Akureyrarvöll mættu margir af fyrrverandi leikmönnum ÍBA. Var þar glatt á hjalla og sagðar sögur.    Íþróttafélagið Akur varð 40 ára 7. desember; stofnað 1974, nákvæm- lega fimm árum eftir að ÍBA varð bikarmeistari! Félagið hét þá Íþróttafélag fatlaðra á Akureyri en nafninu var breytt fyrir nokkrum ár- um. Ekki var síður glatt á hjalla í af- mæli Akurs – eins og sjá má á stærstu myndinni – en hjá gömlu fótboltadrengjunum.    Skúli Ágústsson, stjórnar- formaður Hölds, og Steingrímur Birgisson forstjóri afhentu Sjúkra- húsinu á Akureyri (SAk) 3,5 milljóna kr. styrk frá fyrirtækinu í vikunni, í tilefni 40 ára afmælis Hölds á árinu og í minningu góðs samstarfsfélaga til fjölmargra ára, Teits Birgissonar, sem lést í sumar.    Styrknum verður varið til kaupa á tveimur ytri öndunarvélum. Með þeim er hægt að veita öndunarhjálp án þess að svæfa sjúklinga og með aukinni notkun hægt að koma í veg fyrir að sjúklingar þurfi að fara í hefðbundnar öndunarvélameðferðir eða stytta þann tíma sem sjúklingar eru í þeirri meðferð.    Talandi um Sjúkrahúsið á Akur- eyri: hollvinasamtök þess, sem stofnuð voru fyrir nokkrum miss- erum, halda hátíð á Glerártorgi á laugardag í samstarfi við Glaum, starfsmannafélag SAk. Bæði vegna þess að SAk á afmæli á mánudaginn og til að vekja athygli á stöðu heil- brigðismála yfirleitt, að sögn Jó- hannesar Bjarnasonar, formanns stjórnar hollvinasamtakanna.    Hátíðin, Dagur sjúkrahússins, stendur frá kl. 14 til 16. Starfsemi samtakanna verður kynnt, tekið á móti nýjum félögum og boðið upp á mælingar á blóðþrýstingi, blóðsykri og súrefnismettun. Líklega eins gott að nýta sér það í verkfallinu! Börn- unum til gleði verða bangsar þeirra og dúkkur skoðuð.    Jóhannes Bjarnason segir fé- laga í hollvinasamtökunum að nálg- ast þúsundið og hann segir þau hvarvetna hafa fengið gríðarlega góð viðbrögð. „Við höfum aldrei fengið nei – ekki í einu einasta fyr- irtæki sem við höfum leitað til,“ seg- ir Jóhannes og telur það sýna vel hve fólki á svæðinu þykir sjúkra- húsið dýrmæt stofnun.    Samtökin hafa þegar fært SAk margar gjafir. Nýjustu tíðindin eru þau að í síðustu viku gáfu þau sjúkrahúsinu á fimmtu milljón króna sem nota á við kaup á augasteina- mælingartæki. „Félag aldraðra styrkti okkur um eina og hálfa millj- ón, við bættum við þá upphæð og pöntuðum tækið,“ segir Jóhannes.    Átta stéttarfélög í Eyjafirði af- hentu í vikunni Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Hjálparstarfi kirkj- unnar, Hjálpræðishernum og Rauða krossinum tveggja milljóna króna styrk. Hann verður notaður í sam- starfsverkefni þessara fernra sam- taka, sem í aðdraganda jólanna að- stoða fólk sem þarf á því að halda.    Styrkir voru veittir úr Menning- ar- og viðurkenningarsjóði KEA á dögunum, í 81. sinn. Að þessu sinni 34 styrkir, samtals 6,25 milljónir króna.    Þá afhenti Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, í vikunni samstarfsaðilum hjálparstarfs á Eyjafjarðarsvæðinu 700 þúsund króna peningagjöf. Gjöfin er ætluð til að létta undir með fólki sem þarfnast aðstoðar fyrir jólin.    Leikhópurinn Englarnir frum- sýnir á morgun, föstudag, leikritið Týndu jólin, í Rýminu. Krakkarnir, sem eru 12-15 ára, sömdu sjálf leik- ritið og setja á svið. Leikritið fjallar um börn sem fá ekki í skóinn og lenda í ýmsum ævintýrum í kjölfar- ið. Sjón er sögu ríkari!    Barnahópurinn tók í fyrravetur þátt í Gullna hliðinu, sýningu Leik- félags Akureyrar, bæði á Akureyri og í Borgarleikhúsinu. Týndu jólin verða aðeins sýnd tvisvar; kl. 17 og 19 á laugardag. Aðgangseyrir er 1.000 kr fyrir 16 ára og eldri, 500 fyrir börn og eldri borgara og renn- ur óskiptur til Leikfélags Akureyr- ar.    Japanska nútímalistakonan Kazuko Kizawa sýnir um helgina Litróf heimskautsljóssins í Deigl- unni í Listagilinu. Hún dvelur í gestavinnustofu Gilfélagsins. Kaz- uko notar ýmsa miðla í list. Sýningin verður á laugardag og sunnudag frá kl. 13 til 16.    Brátt verða 30 ár frá því tónlist- armaðurinn Rúnar Þór gaf út fyrstu sólóplötuna. Af því tilefni heldur hann í tónleikaferð og byrjar á Græna hattinum á morgun, föstu- dag.    Blúsbræður, Magni Ásgeirsson og Rúnar Eff, stíga á svið Græna hattsins á laugardagskvöldið.    Árlegir jólatónleikar Karlakórs Akureyrar – Geysis verða í Ak- ureyrarkirkju í kvöld kl. 20. Flutt verða lög úr ýmsum áttum.    Jólatónleikar verða svo í Gler- árkirkju á sunnudagskvöldið kl. 20. Kór kirkjunnar syngur ásamt Karla- kór Eyjafjarðar.    Aldís Embla Björnsdóttir hreppti titilinn Ungskáld Akureyrar á dögunum þegar kunngerð voru úr- slit í samkeppni um skapandi skrif. Fyrir smásögu sína, Einræðisherra, hlaut hún 50.000 krónur í verðlaun. Önnur verðlaun, 30.000, hlaut Krist- ófer Alex Guðmundsson fyrir ljóða- bálk sinn Brútháll og þriðju verð- laun, 20.000, Birna Pétursdóttir fyrir leikþáttinn Bóhemíudrottn- ingin. Öll þrjú fengu ritverkið Jónas Hallgrímsson – Ævimynd, eftir Böðvar Guðmundsson, að gjöf frá Menningarfélagi Hrauns í Öxnadal.    Að samkeppninni stóðu Amts- bókasafnið á Akureyri, Akureyr- arstofa, Ungmenna-Húsið, Háskól- inn á Akureyri, MA og VMA með stuðningi Menningarráðs Eyþings.    Tilgangurinn með samkeppn- inni er að hvetja fólk á aldrinum 16- 25 ára til skapandi skrifa og einnig að skapa vettvang fyrir það til að koma sér og skrifum sínum á fram- færi. Þetta er í annað sinn sem þessi keppni fer fram.    Tilkynnt hefur verið að skíða- svæðið í Hlíðarfjalli verði opnað föstudaginn 19. desember. Snjó- byssurnar hafa verið að í marga daga og mikið bættist við í brekk- unum í gær upp á gamla mátann.    Vert er að vekja athygli á tón- leikum í Akureyrarkirkju á laug- ardaginn kl. 17. Virtur þýskur org- anisti, Christian Schmitt, leikur lög eftir ýmis þekkt tónskáld. Hann hef- ur leikið með helstu sinfóníu- hljómsveitum Evrópu. Ljósmynd/Jón Óskar Ísleifsson Akur Félagar í íþróttafélaginu Akri á afmælisdaginn ásamt bæjarstjóra og formanni Íþróttabandalags Akureyrar. Á vegum félagsins er nú æft og keppt í borðtennis, bogfimi, boccia, dansi, frjálsíþróttum og vetraríþróttum. Afmælisbörn og gamlir bikar- meistarar fagna Afmælisgjöf Sólveig Skjaldardóttir forstöðuhjúkrunarfræðingur, Skúli Ágústsson, stjórnarformaður Hölds, og Oddur Ólafsson, læknir á SAk. Morgunblaðið/Þórir Tryggvason Bikarmeistarar Þeir sem mættir voru í útgáfuhófið og léku með liði ÍBA ár- ið 1969. Fremstur er höfundur bókarinnar, Stefán Arngrímsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.