Morgunblaðið - 11.12.2014, Side 58
58 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014
efnum fatlaðs fólks. Það þýðir að
staðgreiðslutekjurnar aukast nokk-
uð en skattheimta ríkisins lækkar
að sama skapi.“
Gunnlaugur segir að útsvars-
tekjur gefi nokkuð raunhæfa mynd
af efnahagsástandi þjóðarinnar.
„Jú, við getum sagt að hjól at-
vinnulífsins snúist hraðar um þess-
ar mundir, aukin atvinnuþátttaka
sýnir það líka svart á hvítu. Þá
hefur kaupmáttur almennings auk-
ist á árinu, sem hefur líka áhrif á
þessar tölur.
Ekki allt í vasann
Nei, þessar auknu tekjur renna
ekki til að bæta afkomu sveitarfé-
laganna, síður en svo,“ segir Gunn-
laugur Júlíusson. „Auðvitað er
þetta almennt jákvæð þróun, en
við megum ekki gleyma því að það
eru tvær hliðar á peningnum. Út-
gjöld sveitarfélaganna hafa vaxið á
árinu og þau sjá fram á að verja
hærri fjárhæðum til fræðslumála
vegna aukins launakostnaðar, svo
eitthvað sé nefnt. Þeir samningar
eru reyndar ekki endanlega frá-
gengnir, það á eftir að útfæra end-
anlega gerð kjarasamninga í skóla-
kerfinu, sem verður væntanlega
verkefni næsta árs. Hins vegar
hefur fjárhagsstaða flestra sveitar-
félaga batnað nokkuð á undan-
förnum árum, veltufé frá rekstri
hefur verið að styrkjast ár frá ári.
Sveitarstjórnarfólk sem ég hef
rætt við segir að þetta ár verði lík-
lega í þokkalegu jafnvægi. Hins
vegar sé útlit fyrir að næsta ár
verði þyngra í rekstri. Það er með
öðrum orðum ekki nóg að auka
tekjurnar, ef útgjöldin hækka á
sama tíma. Sveitarfélögin hafa al-
mennt verið að greiða niður skuld-
ir á undanförnum árum og styrkja
reksturinn, sem er jákvætt,“ segir
Gunnlaugur.
Samkvæmt nýjum þjóðhags-
reikningi er áætlað að skatttekjur
og tryggingagjöld skili ríkissjóði,
almannatryggingum og sveitar-
félögum samtals 188 milljörðum
króna á þriðja ársfjórðungi þessa
árs, en á sama tímabili í fyrra voru
tekjurnar 177 milljarðar. Áætlanir
benda til þess að heildarútgjöld
hins opinbera hafi aukist um 5%
milli ára. Stærstu útgjaldaliðirnir
eru laun, kaup á vöru og þjónustu,
félagslegar tilfærslur til heimila og
vaxtagjöld, segir í skýringum með
þjóðhagsreikningi, sem kynntur
var í vikunni.
ASÍ sér fram á fjölgun starfa
Róbert Farestveit, hagfræðingur
hjá Alþýðusambandi Íslands, segir
að tölulegar staðreyndir um stað-
greiðslutekjur sveitarfélaga komi
ekki á óvart. „Starfandi fólki hefur
fjölgað um liðlega þrjú þúsund á
árinu, sem þýðir að skatttekjur
hins opinbera aukast. Okkar hags-
pár gera ráð fyrir að störfum fjölgi
enn á næsta ári, aðallega í
tengslum við mannvirkjagerð, auk
þess sem fjölgun ferðamanna kem-
ur fram í fjölgun starfa í verslun,
gisti- og veitingaþjónustu. Þetta
þýðir að launatekjur aukast og þar
með tekjur sveitarfélaganna,“ seg-
ir Róbert Farestveit.
Í nýrri hagspá ASÍ fyrir árin
2014 til 2016 er ekki gert ráð fyrir
að atvinnuleysi breytist mikið á
næstu árum. „Staðan á vinnumark-
aði hefur farið batnandi undanfarið
og spáir ASÍ því að atvinnuleysi
verði 3,7% á þessu ári og svo 3,5%
að jafnaði út spátímann,“ segir í
hagspá ASÍ.
Greidd staðgreiðsla til sveitarfélaga og Jöfnunarsjóðs
2010 2011 2012 2013 2014
01 Janúar
02 Febrúar
03 Mars
04 Apríl
05 Maí
06 Júní
07 Júlí
08 Ágúst
09 September
10 Október
11 Nóvember
12 Desember
Samtals
9.263.553.804
8.075.223.548
8.522.868.950
7.964.152.151
8.486.887.543
8.332.215.004
8.826.036.208
8.645.398.744
9.521.482.163
9.152.855.498
8.652.261.569
9.151.988.445
104.594.923.627
9.082.678.201
9.297.162.782
8.638.062.082
10.096.275.803
9.612.894.385
10.925.731.267
11.870.290.740
10.754.233.926
10.669.011.776
10.719.262.121
10.573.349.768
11.156.481.349
123.395.434.200
10.921.209.568
9.825.798.123
11.049.377.116
11.027.052.014
11.000.660.853
11.356.954.075
11.255.068.260
11.526.755.956
11.607.923.846
11.098.212.506
11.236.610.626
12.135.393.785
134.041.016.728
11.175.476.214
11.072.119.523
11.415.596.332
10.932.219.357
11.770.746.328
12.280.805.495
11.533.496.653
12.221.893.263
12.243.384.315
12.280.065.789
11.937.434.619
13.048.094.707
141.911.332.595
11.915.748.862
11.353.979.283
12.007.365.909
12.627.598.509
12.312.614.485
13.197.560.216
12.762.266.025
12.811.141.599
13.194.477.956
13.252.953.679
12.695.539.467
138.131.245.990
„Ég er einmitt með fjárhagsáætl-
unina fyrir næsta ár á skrifborðinu
og í henni er gert ráð fyrir að út-
svarstekjurnar verði 416 milljónir.
Á þessu ári stefnir í að þær verði
387 milljónir en í fyrra voru út-
svarstekjurnar 359 milljónir, þann-
ig að aukningin er veruleg,“ segir
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri í
Vesturbyggð.
„Hérna hefur íbúum fjölgað og
uppbygging atvinnulífsins hefur
þessi áhrif. Laun hækkuðu líka í
kjölfar nýrra kjarasamninga, sem
þýðir að útsvarstekjurnar aukast. Á
móti höfum við náð að greiða niður
skuldir, en á næsta ári munu þær
hækka á nýjan leik tímabundið, þar
sem sveitarfélagið ætlar að ráðast í
ýmsar framkvæmdir sem eru nauð-
synlegar. Í fjárhagsáætlun næsta
árs verður varið 215 milljónum
króna til nýframkvæmda, sem
verða þær umfangsmestu í mörg
ár. Þetta þýðir að skuldirnar
hækka um 100
milljónir króna
til þess að hægt
verði að fjár-
magna nýfjár-
festinguna. Á
móti verður
reynt að selja
eignir, með það
að markmiði að
greiða niður
skuldir. Rekst-
urinn er kostnaðarsamur, sveitar-
félagið er til dæmis með þrjá skóla
og þrjár hafnir. Okkar markmið er
að veita góða þjónustu, þannig að
auknar tekjur koma sér að sjálf-
sögðu vel. Fasteignamatið hérna í
Vesturbyggð hefur hækkað mikið
og við ætlum okkur að lækka álagn-
ingarprósentu fasteignagjalda og
leikskólagjöldin verða ekki hækk-
uð, þrátt fyrir að flestir kostn-
aðarliðir hafi hækkað,“ segir Ást-
hildur.
Uppgangur er
í Vesturbyggð
Ásthildur
Sturludóttir
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Patreksfjörður Þróttmikil útgerð hefur verið mikilvæg fyrir bæjarfélagið.
„Nánast allt atvinnulíf Vest-
mannaeyja tengist með einum eða
öðrum hætti sjávarútvegi. Útgerð-
um hérna í Eyjum hefur fækkað og
þar með störfum í greininni. Þess
vegna gerum við ráð fyrir lægri
útsvarstekjum bæjarsjóðs á næsta
ári en þær verða í ár. Okkar áætl-
anir gera ráð fyrir að tekjurnar
verði á næsta ári 1,7 milljarðar, en í
ár verða þær líklega um 1,9 millj-
arðar. Við þetta bætist að útsvars-
tekjur þessa árs verða ekki í sam-
ræmi við áætlanir. Eins og staðan
er í dag vantar um 400 milljónir
króna og að mínu viti er vandséð að
sú fjárhæð skili sér í kassann á þess-
um fáu dögum sem eftir eru af
árinu,“ segir Elliði Vignisson,
bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Hann segir að óvissa ríki auk
þess vegna dómsmála sem tengjast
sjávarútvegsfyrirtækinu Bergi-
Hugin.
„Ef það fyrirtæki verður flutt á
brott skerðast beinar tekjur
sveitarsjóðs líklega um 120 til 140
milljónir króna á ári. Það eru því
blikur á lofti
hvað varðar tekj-
urnar.“
Elliði segir
ekki hægt að
reikna með
sterkri stöðu
sjávarútvegsins
endalaust.
„Við sem búum
í sjávarbyggðum
þurfum einfaldlega að búa við þess-
ar sveiflur og gera ráð fyrir þeim í
áætlunum. Það höfum við gert,
enda skuldar sveitarfélagið ekki
mikið.“
Elliði segir að ný skýrsla Haf-
rannsóknastofnunar um ástand
helstu nytjastofna við Ísland lofi
góðu fyrir sjávarbyggðir landsins.
„Við erum mjög háð uppsjávar-
veiðum og vinnslu. Loðnan hefur
ekki gefið sig að ráði undanfarin ár,
en við kvíðum alls ekki framtíðinni,
þrátt fyrir að útlit sé fyrir að tekj-
urnar dragist saman á þessu ári og
því næsta. Við erum vel í stakk búin
til að veita áfram góða þjónustu.“
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum
Elliði Vignisson
Samdráttur vegna
fækkunar útgerða
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vestmannaeyjar Nánast allt atvinnulíf Eyja tengist sjávarútvegi.
YOUR TIME IS NOW.
MAKE A STATEMENT WITH EVERY SECOND.
Pontos Day/Date
Sígild en engu að síður nútímaleg
hönnun sem sýnir það allra nauðsynlegasta.
Áreiðanlegt sjálfvindu úrverk sem sýnir
vikudaga og dagsetningu. Einfalt
og stílhreint úr sem sendir skýr skilaboð.
jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 6 1 Kringlan Smáralind