Morgunblaðið - 11.12.2014, Síða 62

Morgunblaðið - 11.12.2014, Síða 62
62 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014 BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Þessi björgun, sem mun vera hin mesta, sem íslenskt skip hefur afrek- að, tókst öll mjög giftusamlega.“ Þannig segir í frétt í Morgunblaðinu um björgunarafrek skipverja á togar- anum Skallagrími í júní 1940, en þá var 353 mönnum af breska hjálp- arbeitiskipinu Andania bjargað um borð í togarann undan Ingólfshöfða eftir að það hafði orðið fyrir tund- urskeyti. Í Alþýðublaðinu sama dag segir að togarinn hafi verið þakinn mönnum stafna á milli svo að hver blettur var upptekinn. Fyrir síðustu helgi tók áhöfn varð- skipsins Týs þátt í björgun 390 manns af flutningaskipi í Miðjarðar- hafi. Sagði í fyrirsögn á mbl.is: „Stærsta björgun íslensks skips“ og í fréttinni að talið væri að björgunin væri sú umfangsmesta sem íslenskt skip hefði nokkurn tímann tekið þátt í. Á þriðjudag dró enn til tíðinda hjá skipverjum á Tý er áhöfnin tók þátt í björgun 408 flóttamanna af öðru flutningaskipi Á Miðjarðarhafi sem var 165 sjómílur austur af Möltu. Fólkið var flutt yfir í Tý og spænskt rannsóknarskip og þaðan til hafnar á Ítalíu. Mörg ótrúleg björgunarafrek hafa verið unnin af íslenskum sjómönnum og björgunarfólki í áranna rás og erf- itt að meta hvert er mesta björgunar- afrekið. Fjöldi þeirra sem bjargað er hverju sinni segir þó sína sögu. Glöggum lesendum, sem höfðu sam- band við blaðið, fannst rétt að rifja upp afrek Skallagrímsmanna í þessu samhengi. Ónákvæmar fréttir Frásögn Morgunblaðsins af björg- un skipverja á Andania birtist í Morgunblaðinu 27. júní 1940, en það er 11 dögum eftir atburðinn. Óþarfi er þó að efast um árvekni og fréttanef blaðamanna Morgunblaðsins, en hafa ber í huga að seinni heimsstyrjöldin var í algleymingi. Í fréttinni er ekki sagt frá dagsetningu atburðarins, ekki er minnst á staðhætti að öðru leyti en því að þetta hafi gerst „úti á hafi“ og nafn skipsins sem var í vand- ræðum er ekki nefnt. Enn er líklegt að ritskoðun vegna stríðsins eigi sök á upplýsingaskorti. Björgunin hefur nokkrum sinnum verið rifjuð upp en í þessari saman- tekt er auk Morgunblaðsins byggt á grein Guðmundar Sveinssonar, skip- stjóra, í Sjómannablaðinu Víkingi 1950, og viðtali við Óskar Valdimars- son, sem var 1. vélstjóri á Skalla- grími, í Sjómannadagsblaðinu 2005. HMS. Andania hafði áður verið far- þegaskip í siglingum milli Liverpool og New York, 14.800 rúmlestir að stærð. Vissu af kafbát í nálægð Skallagrímur var í sölutúr með fisk til Hull í Englandi þegar hjálpar- beiðni barst á þann hátt að 200 mílur suðaustur af Vestmannaeyjum kom breskt beitiskip, HMS Forfar, á eftir togaranum með mikið ljósamors. Í raun var um að ræða stórt kaupfar með tveimur reykháfum á að giska 20 þúsund tonn, sem hafði verið tekið í notkun sem herskip í stríðinu. Guðmundur skipstjóri segir í Vík- ingi að hann hafi borið það undir stýrimann, vélstjóra og aðra skips- menn hvort þeir ættu að fara til björgunar Andania og síðan ákveðið að hætta á það þó að kol væru knöpp. „Ég vissi, að ég lagði skip og skips- höfn í mikla hættu, þar sem fullvíst var, að kafbátur væri í nálægð.“ Í frásögn Óskars í Sjómannadags- blaðinu segir að keyrt hafi verið á fullu í um átta tíma þar til komið var að skipinu. Það hafi þá verið að sökkva og skorsteinninn að hverfa í hafið. Við það voru 12 eða 14 bátar, misjafnt eftir heimildum, með skips- höfnina. Guðmundur segist hafa séð mikið eftir þessum bátum í hafið, en í þá þurfti að sækja þá sjóliða sem verst voru haldnir. „Þjóðverjarnir höfðu skotið á það, þeir höfðu læðst að því, en þeir bresku töldu að þeir hefðu sökkt kafbátnum með fallbyssum sem voru um borð. Þegar ég kom upp í brú var hnýfillinn á skipinu að hverfa niður í hafið, þetta stóra skip að hverfa, það datt svona aftur fyrir sig,“ segir Óskar. Leið illa af vosbúð Í grein Guðmundar í Víkingnum segir: „Þegar búið var að ná öllum mönnunum um borð, var orðið af- skaplega þröngt og Skalli gamli hall- aðist töluvert, þar til búið var að dreifa þeim um skipið, upp á vélar- reisn og bátaþilfar. Var tjaldað sól- segli yfir framþilfarið og bundnar voru lúkuhlífar áveðra, einnig var tjaldað með yfirbreiðslum bátanna yfir vélarreisn. Þangað drógu sig matsveinar og þjónustufólk, sem margt var illa klætt, en þar var hiti frá katlinum.“ Á siglingunni í átt til Skotlands var ekki hægt að elda mat handa hópnum þó nógur fiskur væri í lestum. Te og kaffi var hins vegar lagað í miklum mæli og krúsirnar réttar mann af manni því þröngin var svo mikil að enginn komst leiðar sinnar. Kex og niðursoðið kjöt hafði verið tekið úr björgunarbátum Andania og var því dreift á sama hátt. Stöðug hætta var á kafbátum á siglingunni og ekki batnaði ástandið um borð er hvessti og veðrið versnaði. Um það skrifar Guðmundur: „Fór þá mönnum þeim, sem urðu að hafast við á framþilfari, að líða illa af vosbúð. Sólseglið, sem var fyrir aftan mastur, rifnaði allt af ágjöfum. Þrengdist nú mjög undir hvalbak í hásetaklefa og í vélarrúmi, og hvar sem skjól var að fá, en þrátt fyrir það voru á annað hundrað á þilfari, og var fullhætt að þeim, sem voru í göngum, skolaði fyr- ir borð.“ Hírðust í kolaboxunum Hluta af skipbrotsmönnum var komið fyrir í kolaboxum og rifjar Óskar vélstjóri þetta upp og segir að ævinlega hafi verið farið með lítið af kolum í siglingar, en skipin fyllt ytra fyrir heimferðina. Breski skipstjór- inn hafi spurt hvort hægt væri að koma fleirum í vélarrúmið, en fékk það svar Óskars að forboxin þar sem kolin voru geymd væru hálftóm: „Bretarnir fóru í röðum fram gang- inn og komu sér fyrir í forboxunum. Þar var hlýtt og notalegt en auðvitað mjög óþrifalegt.“ Veðrið gekk niður er leið á ferðina og eftir nærri hálfs annars sólar- hrings siglingu hnitaði Sunderland flugbátur hringi yfir Skallagrími og var í sambandi við Guðmund skip- stjóra á morsi sem Ágúst loftskeyta- maður flutti á milli. „Flugbáturinn hvarf en nokkru síðar kom þessi líka stóri tundurspillir á gríðarlegri ferð og fór eina tvo hringi í kringum okk- ur,“ segir Óskar. Sjóliðar á tundurspillinum settu út heilmikið net til að klifra í og menn- irnir fóru á milli. Farið var með skip- brotsmenn til Scapaflow flotastöðv- arinnar, en Skallagrímsmenn seldu fiskinn í Hull samkvæmt áætlun. „Skalli gamli hallaðist töluvert“  Fyrir tæpum 65 árum björguðu skipverjar á Skallagrími 353 mönnum af breska skipinu Andania Ljósmynd/Guðbjartur Ásgeirsson Kolakyntur síðutogari Þröng var á þingi um borð í Skallagrími þegar 353 sjóliðar höfðu bæst við 13 manna áhöfn. Sökkt Farþegaskipið Andania fékk nýtt hlutverk í seinni heimsstyrjöldinni. Áhöfnin á Skallagrími fékk viður- kenningu og þakkir frá skipstjór- anum á HMS Forfar, skipinu sem óskaði aðstoðar vegna Andaníu. Allir fengu áletruð vindlingaveski úr silfri og skipstjóri að auki áletrað gullúr. Í lok árs 1940 var Guðmundur skipstjóri sæmdur bresku MBE-orðunni og í Morgunblaðinu á gamlársdag það ár er sagt frá afhendingunni og ræðu Howards Smiths, sendi- herra Breta á Íslandi, við það tækifæri. „Jeg hefi beðið yður að koma hjer á minn fund í dag vegna þess, að jeg hefi fengið skipun Hans Hátignar Georges konungs VI. um að tilkynna yður að Hans Hátign óskar að sýna yður við- urkenningu fyrir vasklega fram- komu yðar og skipshafnarinnar á „Skallagrími“ með því að koma til hjálpar H.M.S. „Aandania“ er hún var að sökkva eftir aðgerðir óvinanna á s.l. sumri. Þrátt fyrir það, að skip yðar var með fullfermi fiskjar og óhag- stætt veður hamlaði, hikuðuð þjer ekki við að svara strax því kalli um hjálp, sem þjer fenguð frá H.M.S. Forfar …“ sagði sendi- herrann m.a. samkvæmt frásögn Morgunblaðsins. Guðmundur fékk fimmtu gráðu af orðunni „Most Excellent Order of the British Empire“ sagði blaðið. Þrettán manns í áhöfn Á bloggi Ólafs Ragnarssonar, fragtskip.123.is, var í sumar fjallað um björgunina fyrir tæpum 65 ár- um og þar var birtur eftirfarandi listi yfir skipverja á Skallagrími: Guðmundur Sveinsson, skipstjóri, Bárugötu 17, Guðjón Pétursson, 1. stýrimaður, Höfðavík, Rvík, Óskar Valdimarsson, vélstjóri, Skeggja- götu 5, Guðmundur Sigurðsson, vélstjóri, Hafnarfirði, Einar Vídalín, loftskeytamaður, Bjargi, Seltjarn- arnesi, Geir Jónsson, netamaður, Hringbraut 182, Jón Ólafsson, kyndari, Grund, Seltjarnarnesi, Ólafur Sigurðsson, kyndari, Óðins- götu 21, Hilaríus Guðmundsson, matsveinn, Njálsgötu 39, Ingvar Jónsson, háseti, Urðarstíg 8, Brynjólfur Guðjónsson, háseti, Marargötu 1, Guðmundur H. Guð- mundsson, Ásvallagötu 65, Sig- urður Ingimundarson, háseti, Skólavörðustíg 38. Sæmdur MBE-orðunni VIÐURKENNING FYRIR VASKLEGA FRAMKOMU Guðmundur Sveinsson Óskar Valdimarsson HÁTÍÐ Í BÆ Njóttu þess besta um hátíðarnar og bjóddu upp á girnilega hátíðarskyrtertu frá Mjólku.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.