Morgunblaðið - 11.12.2014, Side 64

Morgunblaðið - 11.12.2014, Side 64
64 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Sex kafbátaleitarflugvélar af gerð- inni P-3C Orion úr flota Banda- ríkjahers voru um skeið á Íslandi í sumar. Var ferðum þeirra þannig háttað að alltaf var ein á lofti í einu. Heimahöfn vélanna er á Hawaii í Kyrrahafi, en hingað komu þær frá útileguvakt frá Sigonella-flotastöðinni á Sikiley í Miðjarðarhafi. Vélarnar komu hingað 15. júní og voru hér nokk- uð fram í júlí, en á þeim tíma voru viðsjár í Úkraínu og vestræn ríki í viðbragðsstöðu vegna íhlutunar Rússa þar. Að kanna hugsanlegar ferðir kafbáta Þetta kemur fram í bók Baldurs Sveinssonar ljósmyndara, Flug- vélar 2014, sem kom út fyrir nokkrum dögum. „Reikna má með að þær hafi verið að kanna hugs- anlegar ferðir kafbáta í námunda við Ísland og hugsanlega var þetta tengt Úkraínudeilunni,“ segir Baldur í bók sinni. Jón Guðnason hjá Landhelgisgæslunni vildi í samtali við Morgunblaðið ekki staðfesta hvort Orion-vélar hefðu verið í kafbátaleitarflugi við land- ið. Bendir þó á að vélar þessar séu sérstaklega ætlaðar í slík verkefni. Á vefsíðu Landhelgisgæslunnar kemur fram að flugsveitin hefði verið hér vegna æfinga og eft- irlitsverkefna í framhaldi af reglu- bundinni loftrýmisgæsluvakt. Þær einu upplýsingar um málið sem fengust frá utanríkisráðuneytinu eru að áhafnir vélanna hefðu verið hér „... að kynna sér staðhætti á norðurhluta hafsvæðis sjötta flota bandaríska sjóhersins,“ eins og segir í svari ráðuneytisins. Baldur Sveinsson hefur fylgst með flugi á Íslandi í áratugi og tekið myndir af flestu sem því tengist; vélum, sýningum, fólki og svo framvegis. Fyrstu bókina í röðinni Flugvélar sendi hann frá sér árið 2008 og er þessi því hin sjöunda í röðinni. Í bókinni nú er fjöldi mynda af herflugvélum, gömlum sem nýjum, en einnig af farþegavélum, þotum og þyrlum, svo eitthvað sé nefnt. Einkaflugið áberandi „Ætli atvinnuflug sé ekki 40% af efni bókarinnar en hitt er einkaflugið. Það var sérstaklega gaman að skreppa með góðum fé- lögum að eldstöðvunum í Holu- hrauni þar sem ég náði skemmti- legum myndum af flugvélum með kraumandi eldketil og glóandi hraun í baksýn. Þó aðeins hafi dregið úr kraftinum í einkafluginu er samt heilmikið í gangi þar sem er áhugavert að fylgjast með. Má þar nefna ýmsar fjölsóttar sýn- ingar eins og var á Reykjavík- urflugvelli í vor, lendingarkeppnir og listflug. Og ekki vantar mynd- efnin,“ segir Baldur um bókina sína nýju sem er 116 blaðsíður í stóru broti. Sjálfur er hann útgef- andi bókarinnar sem fengið hefur góða umsögn. Kafbátaleitarflugvélar voru á Íslandi í sumar  Ólga í Úkraínu á sama tíma  Fróðleikur í Flugvélum Ljósmynd/Baldur Sveinsson Eldflug Cessna U2026G, vél Mýflugs sem ber skráningarstarfina TF MYF, sveimar yfir gígnum Baugi í Holuhrauni í haust. Myndefnið er stórkostlegt. Ljósmynd/Baldur Sveinsson Stríð Locheed P-3C Orion kafbátaleitarflugvélar, gerðar út frá Hawaii, á Keflavíkurflugvelli síðasta sumar. Myndasmiður Baldur Sveinsson með bók sína sem er sú 7. í röðinni. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Traust og góð þjónusta í 18 ár HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 OPIÐ: VIRKA DAGA 9:30-18, LAUGARDAGA 11-14 Er ekki kominn tími á að fá sér góð les-, tölvu- eða fjærgleraugu Verð frá 19.900,- umgjörð og gler Munið okk ar vinsælu GJAFABRÉ F Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is DAEWOO MUSSO GRAND LUX II 04/2001, ekinn 97 Þ.km, 3,2L, 5 gíra. Einn öflugasti 38“ bíll á götunni. Verð 2.290.000. Raðnr.253000 áwww.BILO.is PEUGEOT 206 S-LINE 1,4 HDI 07/2006, ekinn 131 Þ.km, DIESEL, 5 gíra. Verð 990.000. Raðnr.253013 á www.BILO.is FORD TRANSIT T300 TREND LANGUR/HÁÞEKJA 09/2012, ekinn aðeins 59 Þ.km, diesel, 5 gíra. TILBOÐ 3.180.000 + vsk (3.990 þkr). Raðnr.252886 á www.BILO.is MAZDA 6 DIESEL 04/2007, ekinn 116 Þ.km, 6 gíra. Verð 1.990.000. TILBOÐ 1.590.000. Raðnr.284499 áwww.BILO.is JEEP GRAND CHEROKEE SRT 8 Árg. 2007, ekinn 70 Þ.km, 426 hö, sjálfskiptur. Verð 3.990.000. Raðnr.252987 áwww.BILO.is Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.