Morgunblaðið - 11.12.2014, Page 64
64 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Sex kafbátaleitarflugvélar af gerð-
inni P-3C Orion úr flota Banda-
ríkjahers voru um skeið á Íslandi í
sumar. Var ferðum þeirra þannig
háttað að alltaf var ein á lofti í
einu. Heimahöfn vélanna er á
Hawaii í Kyrrahafi, en hingað
komu þær frá útileguvakt frá
Sigonella-flotastöðinni á Sikiley í
Miðjarðarhafi. Vélarnar komu
hingað 15. júní og voru hér nokk-
uð fram í júlí, en á þeim tíma voru
viðsjár í Úkraínu og vestræn ríki í
viðbragðsstöðu vegna íhlutunar
Rússa þar.
Að kanna hugsanlegar
ferðir kafbáta
Þetta kemur fram í bók Baldurs
Sveinssonar ljósmyndara, Flug-
vélar 2014, sem kom út fyrir
nokkrum dögum. „Reikna má með
að þær hafi verið að kanna hugs-
anlegar ferðir kafbáta í námunda
við Ísland og hugsanlega var þetta
tengt Úkraínudeilunni,“ segir
Baldur í bók sinni. Jón Guðnason
hjá Landhelgisgæslunni vildi í
samtali við Morgunblaðið ekki
staðfesta hvort Orion-vélar hefðu
verið í kafbátaleitarflugi við land-
ið. Bendir þó á að vélar þessar séu
sérstaklega ætlaðar í slík verkefni.
Á vefsíðu Landhelgisgæslunnar
kemur fram að flugsveitin hefði
verið hér vegna æfinga og eft-
irlitsverkefna í framhaldi af reglu-
bundinni loftrýmisgæsluvakt. Þær
einu upplýsingar um málið sem
fengust frá utanríkisráðuneytinu
eru að áhafnir vélanna hefðu verið
hér „... að kynna sér staðhætti á
norðurhluta hafsvæðis sjötta flota
bandaríska sjóhersins,“ eins og
segir í svari ráðuneytisins.
Baldur Sveinsson hefur fylgst
með flugi á Íslandi í áratugi og
tekið myndir af flestu sem því
tengist; vélum, sýningum, fólki og
svo framvegis. Fyrstu bókina í
röðinni Flugvélar sendi hann frá
sér árið 2008 og er þessi því hin
sjöunda í röðinni. Í bókinni nú er
fjöldi mynda af herflugvélum,
gömlum sem nýjum, en einnig af
farþegavélum, þotum og þyrlum,
svo eitthvað sé nefnt.
Einkaflugið áberandi
„Ætli atvinnuflug sé ekki 40%
af efni bókarinnar en hitt er
einkaflugið. Það var sérstaklega
gaman að skreppa með góðum fé-
lögum að eldstöðvunum í Holu-
hrauni þar sem ég náði skemmti-
legum myndum af flugvélum með
kraumandi eldketil og glóandi
hraun í baksýn. Þó aðeins hafi
dregið úr kraftinum í einkafluginu
er samt heilmikið í gangi þar sem
er áhugavert að fylgjast með. Má
þar nefna ýmsar fjölsóttar sýn-
ingar eins og var á Reykjavík-
urflugvelli í vor, lendingarkeppnir
og listflug. Og ekki vantar mynd-
efnin,“ segir Baldur um bókina
sína nýju sem er 116 blaðsíður í
stóru broti. Sjálfur er hann útgef-
andi bókarinnar sem fengið hefur
góða umsögn.
Kafbátaleitarflugvélar
voru á Íslandi í sumar
Ólga í Úkraínu á sama tíma Fróðleikur í Flugvélum
Ljósmynd/Baldur Sveinsson
Eldflug Cessna U2026G, vél Mýflugs sem ber skráningarstarfina TF MYF,
sveimar yfir gígnum Baugi í Holuhrauni í haust. Myndefnið er stórkostlegt.
Ljósmynd/Baldur Sveinsson
Stríð Locheed P-3C Orion kafbátaleitarflugvélar, gerðar út frá Hawaii, á Keflavíkurflugvelli síðasta sumar.
Myndasmiður Baldur Sveinsson
með bók sína sem er sú 7. í röðinni.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Nú geta allir fengið
iPad-áskrift
Skráðu þig í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/
Traust og góð þjónusta í 18 ár
HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200
OPIÐ: VIRKA DAGA 9:30-18, LAUGARDAGA 11-14
Er ekki kominn tími á að fá sér
góð les-, tölvu- eða fjærgleraugu
Verð frá 19.900,-
umgjörð og gler
Munið okk
ar
vinsælu
GJAFABRÉ
F
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
DAEWOO MUSSO GRAND LUX II
04/2001, ekinn 97 Þ.km, 3,2L, 5 gíra.
Einn öflugasti 38“ bíll á götunni. Verð 2.290.000.
Raðnr.253000 áwww.BILO.is
PEUGEOT 206 S-LINE 1,4 HDI
07/2006, ekinn 131 Þ.km, DIESEL, 5 gíra.
Verð 990.000. Raðnr.253013 á www.BILO.is
FORD TRANSIT T300 TREND
LANGUR/HÁÞEKJA 09/2012, ekinn
aðeins 59 Þ.km, diesel, 5 gíra. TILBOÐ 3.180.000
+ vsk (3.990 þkr). Raðnr.252886 á www.BILO.is
MAZDA 6 DIESEL
04/2007, ekinn 116 Þ.km, 6 gíra.
Verð 1.990.000. TILBOÐ 1.590.000.
Raðnr.284499 áwww.BILO.is
JEEP GRAND CHEROKEE SRT 8
Árg. 2007, ekinn 70 Þ.km, 426 hö, sjálfskiptur.
Verð 3.990.000. Raðnr.252987
áwww.BILO.is
Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is