Morgunblaðið - 11.12.2014, Page 66

Morgunblaðið - 11.12.2014, Page 66
66 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014 BAKSVIÐ Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is „Gangur hvaða efnahagskerfis hvers hinna 18 landa evrusvæðisins verður hvað veikastur árið 2015? Verður það á Ítalíu þar sem enginn hagvöxtur hefur orðið frá 1999? Verður það á Kýpur, sem enn er að glíma við afleiðingar bankahrunsins 2012-13? Eða mun þetta eiga við um eitthvert annað suðurevrópkst ríki? Nei. Að öllum líkindum verður „hinn sjúki maður evrusvæðisins“ Finnland.“ Þannig hljóma upphafsorð um- fjöllunar breska fjármálablaðsins Financial Times um ástandið í Finn- landi. Þriðja árið í röð á sér stað samdráttur í finnska hagkerfinu og allt bendir til að hagvöxtur verði í besta falli torsóttur á næsta ári; hann verður tæpast sjáanlegur. Þingkosningar verða í Finnlandi í apríl næstkomandi og spurningin er hvort hinar myrku efnahagshorfur munu nýtast flokknum sem nefnist Finnar. Þetta er flokkur þjóðern- issinna sem hét Sannir Finnar er hann skelfdi mörg Evrópuríki með því að hljóta 19% atkvæða í kosn- ingunum 2011. Við það varð hann þriðji stærsti flokkur Finnlands. Finnland þykir vera sláandi dæmi um það hvernig hleypidómar og of- ureinföldun getur valdið því að mönnum yfirsjáist hinn flókni veru- leiki evrusvæðisins. Eftir að skulda- kreppa Grikklands gaus upp 2009 skiptu spekingarnir svæðinu í tvennt. Annars vegar nyrðri blokk lánveitandi ríkja þar sem efnahags- leg skilvirkni var fyrir hendi og fjár- málaleg stefnufesta. Hins vegar syðri blokk ríkja á klafa skulda, veiks efnahagskerfis og óráðsíu í ríkisfjármálum. Finnland er eins norðarlega og komist verður, bæði í landfræðilegu og menningarlegu tilliti. Gengu Finnar jafnvel lengra en Þjóðverjar í kröfum um stranga fyrirvara á þátttöku Evrópusambandsríkjanna (ESB) í fjárhagslegri björgun Grikklands í samstarfi við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn (IMF). Á sama tíma stefndi efnahagslíf Finna í vandræði. Samdráttur er í fram- leiðslustarfsemi, svartsýni gætir meðal stjórnenda fyrirtækja og – það sem alla hryllir við – opinberar skuldir fara vaxandi. Gullöld sem hvarf Í ágúst síðastliðnum líkti for- sætisráðherrann Alexander Stubb ástandinu í Finnlandi við hinn týnda áratug Japana undir lok nýliðinnar aldar. Þegar svo greiningarfyrir- tækið Standard & Poor’s svipti Finna lánshæfiseinkunninni AAA í október sagði Stubb, að „gullald- artímarnir“ frá 2000 til 2008 væru horfnir og við þjóðinni blasti að byggja nýtt Finnland, eins og segir í Financial Times. Sumar orsakir vandræða Finna blasa við. Ein þeirra er fall Nokia sem lagði til um fjórðung finnsks hagvaxtar á árunum 1998 til 2007. Önnur er hrun í pappírsframleiðslu. Alls mun störfum í framleiðslu- starfsemi í Finnlandi fækka um 76.000 á sex ára tímabili fram til ársins 2012, sem er há tala fyrir að- eins 5,4 milljóna manna þjóð. Þriðja orsökin er vaxandi efna- hagslegur veikleiki Rússlands sem verðlækkun á olíu hefur kynt undir og endurspeglast í gengishruni rúblunnar. Rússland er helsta við- skiptaríki Finna sem gjalda fyrir framferði Rússa í Úkraínu en þeir eru bundnir af refsiaðgerðum sem ESB hefur gripið til vegna þess. Samkvæmt útreikningum finnska seðlabankans leiðir 25% samdráttur í innflutningi Rússa frá Finnlandi til 0,9 prósentustiga lækkunar hag- vaxtar í Finnlandi. Opinbera kerfið kostar sitt Fleira kemur til, að sögn Fin- ancial Times, sem segir ímynd Finnlands sem skilvirks og skarps, skapandi og samkeppnisfærs hag- kerfis vera villandi. Opinber útgjöld séu meðal þeirra mestu í heimi en árið 2013 námu þau 57,8% af vergri landsframleiðslu, að sögn Eurostat, hagstofu ESB. Í einkageiranum hafi fyrirtæki sem áttu blússandi vel- gengni að fagna fyrir nokkrum ár- um átt erfitt með að standast sam- keppni og neyðst til að segja upp starfsfólki. Dæmi um það væri fyr- irtækið Rovio Entertainment, fram- leiðandi Angry Birds-farsímaleiks- ins. Allt þykir benda til þess að ríkis- stjórn Stubbs bíði ósigur í komandi þingkosningum. Ólíkt 2011 hafa óvinsældir hennar ekki gagnast flokknum Finnum nú. Í skoð- anakönnun frá 21. nóvember mæld- ist flokkurinn í fjórða sæti með 16,2% fylgi. Var hann langt á eftir Miðflokknum, einum gömlu finnsku flokkanna, sem er í stjórnarand- stöðu, sem mældist með 24,5% fylgi. Ólíkt því sem hefur gerst í Grikk- landi, Spáni og jafnvel í Frakklandi hafa helstu stjórnmálaforingjar í Finnlandi látið ógert að spila á óánægju fólks og beita lýðskrumi til að afla sér fylgis. Það segir FT gefa vonir um að eftir kosningar verði grunnur lagður að nýrri gullöld í finnsku efnahagslífi. Sem byggist á orðlögðum sköpunargáfum og ískaldri færni. „Norræna módelið“ á undir högg að sækja Norðurlönd hafa lengi skarað fram úr. Til dæmis hafa þau skorað hæst í könnunum á lífshamingju þjóða, samkeppnisfærni, kvenfrelsi og þar hefur jafnvel þótt best að fæðast. Dáðst hefur verið að hinu „norræna módeli“ fyrir viðvarandi öflugt velferðarkerfi og samkeppn- isfært efnahagslíf, meira að segja gegnum efnahagskreppuna. Nú virðast hins vegar vera að koma sprungur í módelið og áhyggjur stjórnmálamanna og atvinnulífsins um sjálfbærni þess fara vaxandi. Bent hefur verið á vanda sem fylgir vaxandi fólksflutningum til þessara landa, jafnræði fari þverrandi og hagvöxtur sé lítill eða enginn, svo sem í Finnlandi og Danmörku. Kall- að hefur verið eftir lækningu en fjármálakreppan þykir hafa opnað augu manna fyrir veikleikum nor- ræna módelsins. Þannig segir Lars Fäste, fram- kvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group á Norð- urlöndum, að umbreytinga sé þörf. „Væru Norðurlönd fyrirtæki þyrfti það að gangast undir umbreytingar. Og væru Danmörk og Finnland fyr- irtæki þyrfti kúvending að eiga sér stað í rekstri þeirra.“ Frostið herðir í finnska hagkerfinu AFP Erfiðleikar framundan Alexander Stubb, forsætisráðherra Finnlands, segir að við þjóðinni blasi að byggja upp nýtt Finnland. Útlit er fyrir að ríkisstjórnin bíði ósigur í þingkosningum, sem fara fram snemma á næsta ári.  Gullaldartímarnir í byrjun aldarinnar eru horfnir  Samdráttur þrjú ár í röð Finnska tæknifyrirtækið Nokia, sem um tíma var stærsti farsíma- framleiðandi heims, seldi banda- ríska tæknifyrirtækinu Microsoft farsímaframleiðsluna fyrr á þessu ári. Nokia leggur nú megináherslu á fjarskiptanet og þjónustu við þau en um miðjan nóvember til- kynnti fyrirtækið óvænt að það ætlaði að framleiða nýja spjald- tölvu sem ætluð er fyrir kínversk- an markað. Tölvan, sem nefnist N1, verður framleidd hjá tæknifyrirtækinu Foxconn í Taívan, en það fyrirtæki er jafnframt helsti framleiðandi íhluta fyrir bandaríska tæknifyr- irtækið Apple. Miðað er við að tölvan komi á markað í Kína í vor og hugsanlega verði hún einnig seld víðar. Tölvan mun keyra á Android-stýrikerfinu en ekki á Windows Phone 8-stýrikerfinu eins og Lumia 2520-spjaldtölvan, sem Nokia reyndi að selja á banda- rískum markaði í fyrra með litlum árangri. Nokia, sem var stofnað árið 1871, var í upphafi 21. aldarinnar stærsti farsímaframleiðandi heims en lenti undir í snjallsíma- kapphlaupinu sem hófst eftir að Apple hóf að selja iPhone árið 2007. gummi@mbl.is Á spjaldtölvumarkað í Kína NOKIA Ný spjaldtölva N1-spjaldtölvan, sem Nokia ætlar að selja í Kína. Uppskriftina í heild sinni ásamt eldunaraðferð er að finna á www.holta.is/uppskriftir. Rauðvínssoðinn, reyktur kjúklingur með skallottulauk og sveppum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.