Morgunblaðið - 11.12.2014, Síða 68

Morgunblaðið - 11.12.2014, Síða 68
FRÉTTASKÝRING Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, er gagnrýnd harðlega í nýrri skýrslu sem njósnanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings gaf út í fyrradag. Segir þar að pyndingar sem stofn- unin hafi stundað á grunuðum hryðjuverkamönnum hafi gengið mun lengra en áður hafi verið talið, og að þær hafi ekki skilað neinu gagni eða eflt öryggi Bandaríkjanna. Í skýrslunni er farið ítarlega yfir þær aðferðir sem leyniþjónustan beitti. Er til dæmis farið yfir yfir- heyrslur yfir Khalid Sheikh Moham- med, manninum sem skipulagði hryðjuverkaárásirnar 11. septem- ber, og þeim lýst svo að honum hafi verið nærri því drekkt 11 sinnum. Þá var honum haldið vakandi í allt að 180 klukkutíma í senn og hann beitt- ur harðræði þess á milli. Þá er vakin athygli á því að yf- irmenn leyniþjónustunnar hafi hald- ið upplýsingum um umfang pynding- anna leyndum fyrir æðstu fulltrúum framkvæmdavaldsins, þar á meðal George W. Bush, sem ekki hafi feng- ið að vita smáatriði um þær fyrr en árið 2006. Mun hann þá hafa lýst yfir vanþóknun sinni á sumum þeirra að- ferða sem beitt var. Jafnframt kem- ur fram að hvorki Donald Rumsfeld þáverandi varnarmálaráðherra né Colin Powell þáverandi utanríkisráð- herra hafi fengið neinar upplýsingar, og segir í skýrslunni að yfirmenn leyniþjónustunnar hefðu haft sér- stakar áhyggjur af því að Powell myndi „springa af bræði“, ef hann frétti af þeim. Þá hafi leyniþjónustan ýkt árangur pyndinganna og sagt þær mikilvægari við upplýsingaöflun en þær voru. Birting skýrslunnar var gagnrýnd af nokkrum þingmönnum repúblík- ana, sem og mönnum nátengdum leyniþjónustunni. Sögðu þeir skýrsl- una fulla af rangfærslum og að þar væru sérvalin úr dæmi til þess að láta yfirheyrsluaðferðirnar líta sem verst út. Fullyrtu þeir að meðal ann- ars hefði tekist að koma í veg fyrir hryðjuverkaárás á Heathrow-flug- völl í London með aðstoð „efldrar yf- irheyrslutækni.“ George W. Bush kom stofnuninni einnig til varnar og sagði hana hafa unnið þrekvirki til þess að koma í veg fyrir frekari hryðjuverk. Gagnrýndir af Íran og N-Kóreu Skýrslan hefur vakið hörð við- brögð víðsvegar um heiminn. Ben Emmerson, fulltrúi Sameinuðu þjóð- anna í hryðjuverkavörnum og mann- réttindum sagði að sækja yrði þá sem stóðu að pyndingunum til saka. Frank Walter Steinmeier, utanrík- isráðherra Þýskalands sagði pynd- ingarnar hafa gengið í berhögg við lýðræðið og að slíkt mætti aldrei endurtaka sig. Fulltrúar Evrópu- sambandsins tóku í sama streng. Íran og Norður-Kórea gagnrýndu einnig pyndingarnar. Ali Khamenei, æðsti klerkur Írans, sagði skýrsluna sanna að Bandaríkin væru helsta táknmynd harðstjórnar í heiminum. Norður-Kóreumenn kröfðust þess hins vegar að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi Bandaríkin. Grimmilegar og gagnslausar  Bandaríska leyniþjónustan CIA harðlega gagnrýnd í skýrslu öldungadeildar Bandaríkjaþings  Pyndingarnar mun verri en áður var talið  Æðstu ráðamenn leyndir umfangi þeirra AFP Pyndingar Öldungadeildarþingmaðurinn Dianne Feinstein beitti sér hvað mest fyrir því að skýrslan um pyndingarnar kæmi fyrir augu almennings. 68 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014 Friðarverðlaun Nóbels voru afhent pakistönsku baráttukonunni Malölu Yousafzai og hinum ind- verska Kailash Satyarthi í gær, en bæði hafa verið virk í baráttu sinni fyrir réttindum barna. Hin 17 ára Malala sagðist myndu halda áfram baráttu sinni fyrir menntun þangað til öll börn væru komin í skóla. „Hvers vegna er svona auð- velt að gefa byssur en erfitt að gefa bækur?“ spurði hún í þakkarræðu sinni. Auðveldara að gefa byssur en bækur AFP Friðarverðlaun Nóbels afhent í gær Dmitrí Medved- ev, forsætisráð- herra Rússa, hvatti landsmenn sína til þess að sýna þolinmæði gagnvart falli rúblunnar. Sagði hann gjaldmiðil landsins nú vera metinn of lágt. „Það er engin þörf á móðursýki,“ sagði Medvedev, en ummælin féllu í árlegum sjónvarpsþætti þar sem farið er yfir stöðu mála í Rússlandi. Benti hann á að rúblan hefði tekið svipaða dýfu 2008 til 2009, en náð að jafna sig. Varaði Medvedev við því að Rúss- ar reyndu að skipta rúblum sínum í erlendan gjaldmiðil og sagði það geta leitt til taps þegar rúblan hækkaði á ný, en gengi Bandaríkja- dals gagnvart rúblunni hefur nú hækkað um 65% frá ársbyrjun. Í gær náði rúblan sinni verstu stöðu gagnvart evru frá upphafi eftir að Alþjóðabankinn spáði á þriðjudag- inn að rússneska hagkerfið myndi dragast saman um 0,7% á næsta ári. Segir áhyggjur óþarfar Dmitrí Medvedev  Medvedev hvetur Rússa til þolinmæði Nánari upplýsingar á www.heilsa.is Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum Oft er talað umMagnesíum sem„anti –stress“ steinefni því það róar taugarnar og hjálpar okkur að slaka á. Magnesíum stjórnar og virkir um 300 ensím sem gegna mikilvægum hlutverkum í eðlilegri virkni líkamans. Það er nauðsynlegt fyrir frumumyndun, efnaskipti og til að koma á jafnvægi á kalkmyndun líkamans og fyrir heilbrigða hjartastarfsemi. Magnesíum er líka afar hjálplegt við fótaóeirð út af vöðvaslakandi eiginleikum þess. Mjög gott er að taka magnesíum í vökvaformi fyrir svefn til að ná góðri slökun og vakna úthvíldur. Magnesium vökvi • Til að auka gæði svefns • Til slökunar og afstressunar • Hröð upptaka í líkamanum • Gott til að halda vöðvunummjúkum Virkar strax
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.