Morgunblaðið - 11.12.2014, Síða 76

Morgunblaðið - 11.12.2014, Síða 76
76 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014 Fjármál hjúkrunarheimila landsins hafa ekki farið hátt í um- ræðunni undanfarið. Skýrsla Rík- isendurskoðunar (nóv. 2014) þess efnis að hallarekstur þeirra árið 2013 hafi numið rúmlega einum milljarði, eða 4,66% af rekstr- artekjum, vakti furðulitla athygli. Þá virðast sveitarstjórnarmenn vera sáttir og sælir með þá stað- reynd að sveitarfélögin lögðu sín- um hjúkrunarheimilum til tæpan milljarð árið 2013 vegna ónógra fjárframlaga ríkisins. Furðuleg af- staða svo ekki sé meira sagt. Við gerð kjarasamninga sl. vor sömdu aðildarfélög Samtaka fyr- irtækja í velferðarþjónustu, SFV, við viðkomandi stéttarfélög með sambærilegum hætti og ríkið gerði. Og við hjá SFV reiknuðum með því og höfðum reyndar vilyrði fyrir því að fá sambærilegar og sanngjarnar launabætur þegar koma skyldi að fjáraukalagagerð ársins 2014 og að sérstaklega yrði horft til skýrslu RES í þeim efn- um. En þegar við eigum síðan fundi með fulltrúum heilbrigðis- og fjármálaráðuneytis vegna þess- ara mála á síðustu vikum, þá kem- ur í ljós að fjármálaráðuneytið reiknar með því að launakostn- aður heimilanna nemi 75% af dag- gjaldatekjum þeirra, en í ofan- greindri skýrslu kemur fram að hann nemur 87,15%. Enginn smá munur og þegar launabætur eru reiknaðar miðað við réttar upplýs- ingar, og nýrri geta þær vart orðið, þá munar rétt tæpum 90 milljónum króna hversu lægri þær eru en þær ættu í raun að vera. Svör fjármálaráðuneytis við því af hverju 75% eru notuð voru á þá leið að hlutfallið hefði verið 75% einhvern tíma. Fjármálaráðuneyt- inu er (vonandi) fullkunnugt um þessar hlutfallstölur úr skýrslunni góðu en virðist vísvitandi nota 75% hlutfallið þar sem slíkt þýðir lægri fram- lög til heimilanna í ár. Og þar að auki „flyst“ þessi skekkja yfir í daggjöld ársins 2015 ef þannig mætti að orði komast. Fleiri atriði mætti tína til sem leiða til þess að fjár- framlög til hjúkr- unarheimila eru með ófullnægjandi hætti. Allt þetta hefur leitt til þess að lausa- fjárstaða allnokkurra hjúkrunar- heimila er grafalvarleg og líkur á greiðsluþroti einhverra þeirra á næstunni hafa aukist verulega vegna þessarar afstöðu ráðuneyt- anna. Helst dettur manni í hug að rík- isvaldið ásælist fleiri Sunnuhlíðar og aðferðin til þess er að knýja fleiri hjúkrunarheimili í greiðslu- þrot og taka síðan yfir starfsemi þeirra. Öðruvísi mér áður brá. Sérstaklega sé litið til þess að ráðuneyti heilbrigðis- og fjármála heyra undir stjórnmálaflokk sem hingað til hefur ekki verið þekktur fyrir áhuga á ríkisvæðingu einka- fyrirtækja. Ríkið ásælist fleiri Sunnuhlíðar Eftir Gísla Pál Pálsson »Helst dettur manni í hug að ríkisvaldið ásælist fleiri Sunnuhlíð- ar og aðferðin til þess er að knýja fleiri hjúkr- unarheimili í greiðslu- þrot og taka síðan yfir starfsemi þeirra. Gísli Páll Pálsson Höfundur er formaður Samtaka fyr- irtækja í velferðarþjónustu. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfu- daga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir ör- yggi í samskiptum milli starfs- fólks Morgunblaðsins og höf- unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf not- andinn að nýskrá sig inn í kerf- ið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Nú geta allir fengið iPad-áskrift
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.