Morgunblaðið - 11.12.2014, Qupperneq 82

Morgunblaðið - 11.12.2014, Qupperneq 82
82 JÓLAMATUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014 ÍS L E N S K A /S IA .I S /N AT 61 88 5 11 /1 2 ...kemur með góða bragðið! Settu hátíðarkraft í sósuna með Knorr – kraftinum sem þú þekkir og treystir! Hátíðarkrafturinn kemur úr Knorr Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Í bandarískum jólamyndum bregst það ekki að þegar fjölskyldan sest við veisluborðið á jólum er á borðinu miðju fat með stórum og fallegum kalkún. En það vill líka gerast í bandarísku myndunum að matseldin gengur ekki alltaf nógu vel fyrir sig. Eða hver get- ur t.d. gleymt þegar skorið var í kal- kúninn hjá Griswold-fjölskyldunni, í Christmas Vacation, og fuglinn reyndist svo þurr að hann flagnaði í sundur. Úlfar Finnbjörnsson er rétti mað- urinn til að ræða við um kalkúna. Hann sendi á dögunum frá sér mat- reiðslubókina Stóra alifuglabókin og fjallar þar meðal annars í löngu máli um ýmsar útfærslur á hátíðakalkún. Sjálfur hefur Úlfar það fyrir sið að elda kalkún á gamlárskvöld og segir hann matseldina ekki eins vanda- sama og kvikmyndirnar láta fólk halda. Ef rétt er að elduninni staðið þurfi t.d. ekki að vera að bera enda- laust á fuglinn meðan hann bakast í ofninum. Smyglað frá varnarliðinu Úlfar segir varla tvo áratugi síðan hægt var að ganga að því vísu að finna kalkún í íslenskum verslunum í desember. „Fram að því var helst möguleiki á að fá kalkún í gegnum sambönd hjá varnarliðinu úti á Kefla- víkurflugvelli. Matvöruverslunin þar gætti þess vitaskuld að eiga til kalk- úna fyrir hermennina og ekki óþekkt að Íslendingum tækist að smygla fuglinum með sér út af svæðinu.“ Sjálfur man Úlfar þegar hann komst með lagni í verslunina úti á velli og fékk þar síðasta kalkúninn í búðinni. Var ekki að ástæðulausu að fuglinn hafði ekki selst. „Þetta var um 14,5 kg ferlíki og lá við að ég þyrfti að bera majones á leggina til að geta troðið fuglinum öllum inn í ofn- inn. Við vorum sex fullorðnir sem snæddum kalkúninn og þegar við vorum orðin pakksödd hafði okkur ekki tekist nema að kroppa rétt að- eins í aðra bringuna og pínulítið í lær- in.“ Í dag er svo hægt að fá kalkúninn ferskan úti í búð, frá íslenskum rækt- endum. Segir Úlfar það breyta miklu Ekki svo flókið að elda kalkún  Úlfar segir óhætt að sleppa fyllingunni en ekki má gleyma kjöthitamælinum fyrir 8-10 1 kalkúnn, 5-6 kg 150 g smjör, við stofuhita 1 hvítlauksgeiri, pressaður 1 msk. fenníkufræ, steytt 1 tsk. rósmarín, steytt ½ tsk. nýmalaður pipar safi og fínt rifinn börkur af 1 sí- trónu 2 msk. fenníkulauf, smátt söxuð Takið innmatinn innan úr fuglinum og setjið fuglinn á kaf ofan í kryddpækilinn. Geymið á köldum stað í 24-48 klukkustundir. Takið þá kal- kúninn úr leginum, þerrið og skerið vængendana af. Ef þið viljið má sleppa þessu skrefi með pækilinn en hann gerir fuglinn einstaklega safaríkan og bragðgóðan. Blandið smjöri, hvítlauk, kryddi, sítrónusafa, -berki og fenníkulaufum saman í skál og setjið í sprautupoka. Smeygið hendinni á milli bringunnar og hamsins og losið haminn frá alveg að hálsi, vængjum og lærum. Sprautið kryddsm- jörinu undir haminn og jafnið það út. Fyllið fuglinn með fenníku- fyllingunni og setjið í ofn- skúffu. Bakið í 190°C heitum ofni í 15 mínútur eða þar til hann er orðinn fallega brún- aður, lækkið þá hitann í 150°C og bakið í 45 mínútur fyrir hvert kíló eða þar til kjarnhiti nær 70°C. Ausið smjörinu og soðinu úr ofnskúffunni reglu- lega yfir kalkúninn á meðan hann er í ofninum. Berið fuglinn fram með fen- níkusósunni, fyllingunni, kart- öflum og grænmeti eftir smekk. Kryddpækill 6 l vatn 3 ½ dl salt 3 ½ dl sykur 1 msk. rósmarín 1 msk. fenníkufræ ½ fenníka, smátt söxuð 1 laukur, smátt saxaður 2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir 3 cm engiferrót, skræld og smátt söxuð 1 appelsína, skorin í sneiðar 2 l eplasíder Aðferð: Setjið 2 l af vatni í pott ásamt öllu öðru í upp- skriftinni nema eplasíder. Sjóðið í 10 mínútur og kælið síðan vel. Hellið kryddvatninu í stóra fötu, pott eða annað ílát sem rúmar kalkúninn. Hellið restinni af vatninu út í og blandið eplasíder saman við. Fenníkufylling 2 msk. olía 1 msk. fenníkufræ 1 fenníka, smátt söxuð 1 laukur, smátt saxaður 1 ½ dl hvítvín eða vatn 10 brauðsneiðar, skorpulausar og skornar í teninga 2 egg 300 g soðið bankabygg ½ dl sambuca, má sleppa 2-3 msk. sítrónusafi 1 tsk. salt nýmalaður pipar Aðferð: Hitið olíu í potti og látið fenníkufræ, saxaða fen- níku og lauk krauma í 2 mín- útur án þess að brúnast. Hellið hvítvíni út í og sjóðið niður um ¾, kælið. Setjið blönduna í skál ásamt restinni af hráefnunum og blandið vel saman. Fenníku-, sítrus- og saltleginn kalkúnn með fenníkusósu og -fyllingu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.