Morgunblaðið - 11.12.2014, Page 83

Morgunblaðið - 11.12.2014, Page 83
83 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014 Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Póstsendum • Næg bílastæði • Selena undirfataverslun Dásamlegar jólagjafir Opið alla daga til jóla Nýtt kortatímabi l enda von á betri og safaríkari fugli þegar hann er keyptur ferskur en frosinn. „Það er mýta að þurfi að bera smjör og safa á fuglinn á nokkurra mínútna fresti en kjöthitamælinn má ekki vanta. Þarf að ná kjarnhitanum upp í 70°C og þá er fuglinn fulleld- aður,“ segir hann. Innmaturinn í sósuna Kalkúnninn kemur hreinsaður frá framleiðanda og vanalega er innmat- urinn í plastpoka inni í fuglinum. Úlf- ar geymir fóarnið, hjartað og hálsinn. Þetta setur hann, ásamt fremstu tveimur liðunum af vængjunum, í sósugrunninn, ekki ósvipað og vaninn er að gera með rjúpu. Lifrina notar Úlfar svo til að gera lifrarfrauð. Fuglinn fær að ná stofuhita og er svo penslaður með smjöri eða smjör- spreyi áður en hann er kryddaður. Segir Úlfar klassískt að krydda fugl- inn með rósmaríni, salvíu, hvítlauk, salti og pipar. „Fuglinn fer svo inn í um 120°C heitan ofninn og má reikna með um fjórum klukkutímum fyrir sex kílóa fugl. Þá er hitinn hækkaður í 200°C í stutta stund til að gera fuglinn fal- lega brúnan.“ Segir Úlfar að þurfi ekki að vera með ausuna stöðugt á fuglinim en ágætt að úða hann með smjörspreyi einu sinni eða tvisvar og kannski dýfa pensli ofan í ofnskúffuna og bera fit- una á fuglinn. Að fylla eða ekki fylla? Vestanhafs kallar hefðin á að kalk- únninn sé fylltur, en Úlfar segir fyll- inguna ekki breyta miklu fyrir bragð kalkúnsins. „Grunar mig að fyllingin hafi verið mikilvægari þegar kalkún- arnir voru keyptir frystir, og hjálpaði þá til við að koma í veg fyrir að fugl- inn þornaði. Fyllingin er líka góð leið til að drýgja máltíðina ef von er á mörgum gestum. Hins vegar fer ekki mikið bragð úr fyllingunni í fuglinn eða öfugt.“ Ef fólk vill fylla kalkúninn flækir það matreiðsluna ekki svo mjög. „Er hægt að gera einfalda fyllingu frá grunni eða kaupa tilbúna fyllingu í frystiborði stórmarkaðanna. Ef fólk vill má svo breyta og bæta við tilbúnu fyllingna til að gera hana meira „að sinni“. Fyllingunni er svo komið fyrir inni í fuglinum, einni hnefafylli í einu, og fæturnir hnýttir saman til að halda fyllingunni inni og bæta fram- setninguna.“ Talandi um framsetningu, þá er einnig vel þekkt úr bandarísku jóla- myndunum að húsbóndanum gengur ekki alltaf vel að skera fuglinn í fal- legar sneiðar. Úlfar segir sniðugast að reyna ekki að skera kalkúninn við matarborðið. „Kokkurinn ætti að sjálfsögðu að taka einn hring með kalkúninn í fatinu og sýna gestum hvað fuglinn heppnaðist vel, en svo er gott að halda aftur inn í eldhús, skera af lærin og bringurnar í heilu lagi. Bringurnar má svo setja á bakka og skera í fallegar sneiðar sem eru nokkurn veginn allar eins. Er þetta mun betra en að vera að kroppa í fuglinn með skurðarhnífnum.“ Brugðið á leik með afgangana Kalkúnninn er ákaflega matarmik- ill og jafnvel þótt munnarnir sé marg- ir við veisluborðið má búast við mikl- um afgöngum. Úlfar segir það hluta af upplifuninni að búa til rétti úr af- göngunum. „Möguleikarnir eru endalausir og mikið til af skemmti- legum uppskriftum fyrir kalkúna- afganga. Fuglinn er góður kaldur en svo má gera ýmis salöt og góðgæti og þá t.d. gera með kalkúninum nokk- urn veginn alla þá rétti sem gera má úr kjúklingi.“ Morgunblaðið/Ómar Kalkúnasalat Fyrir 4-6 400 g kalkúnaafgangar, skornir í bita 1 poki spínat 2 lárperur, hýðis- og steinlausar, skornar í bita 1 agúrka, skræld og kjarnhreinsuð, skorin í bita 1 dl kasjúhnetur 2 dl græn vínber, má sleppa salt og nýmalaður pipar 400 g pasta, soðið skv. leiðbeiningum á umbúðum. Ef rétturinn er hugsaður sem forréttur má sleppa pastanu. Sítrónudressing safi og fínt rifinn börkur af 2 sítrónum 1 msk. hlynsíróp eða sykur 1 msk. ljóst edik 1 ½ dl olía salt og nýmalaður pipar Setjið allt í skál og blandið vel saman. Blandið kalkúnasalatinu vel saman við sítrónudressinguna. Smakkið til með salti og pipar. Berið fram með góðu brauði. Kalkúnasalat með spínati og sítrónudressingu Ferlíki Úlfar Finn- björnsson sat eitt sinn uppi með tæplega 15 kg varnarliðskalkún.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.