Morgunblaðið - 11.12.2014, Qupperneq 86

Morgunblaðið - 11.12.2014, Qupperneq 86
86 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014 JÓLAMATUR Guðrún Gunnlaugsdóttir gudrunsg@gmail.com Við heimsækjum Hólmfríði á fal- legt heimili hennar í Reykjavík til þess að forvitnast um súpugerð hennar og fá að smakka á herleg- heitunum. Fyrsta spyr ég Hólm- fríði hvernig hún búi til súpur, skyldi hún til dæmis gera þær frá grunni? „Ég gerði það alltaf í gamla daga að búa þær til frá grunni, sauð fisk- bein, stundum roð og afklippur af fiski, síaði það og kryddaði það. Á tímabili bakaði ég upp karrísúpur og setti allt mögulegt í þær,“ segir Hólmfríður sem seinni árin hefur starfað sem leiðsögumaður. Reynir þú að hafa sem fjöl- breyttast hráefni í súpurnar þín- ar?„Já, ég reyni það. Ég nota margar tegundir bæði af fiski og kryddi. En það þarf að passa að það rekist ekki hvað á annars horn, það passa ekki allar bragðtegundir saman, þetta er smekksatriði. Mér er í minni einstaklega góð fiskisúpa sem ég fékk í Ungverjalandi. Ég hjólaði til borgar sem heitir Tihany og er ein af elstu borgum í Ung- verjalandi. Þar var á veitingastað ofarlega í bænum sem ég fann á matseðlinum þessa súpu, hún var sterk, svo sterk að það sló út á mér svita. Það sem einkenndi hana var mikil paprika og ábyggilega pip- ar, hún var svo sterk. Ég hef þó aldrei lagt í að búa til svo sterk- an mat sem þá súpu.“ Veik fyrir karrý og rósapipar Hvert er uppáhalds kryddið þitt? „Ég er dálítið veik fyrir karrý og rósapipar. Hef notað það talsvert við súpugerð. Ég er í saumaklúbb og lesklúbb og fæ oft til mín konur. Þá er ég gjarnan með súpur og brauð, mismunandi súpur. Ég hef svo sem ekki skrifað mikið niður af innihaldinu, elda svona eftir því hvað mér finnst gott. Ég er einnig í Senjórítunum, kvennakór, fyrir nokkru komu um fjörutíu konur úr kórnum og fengu súpu hjá mér, þá var ég með uppbakaða karrýsúpu. Í henni hafði ég allskonar fisk og grænmeti og lauka og gerður var góður rómur að öllu saman.“ Vandist þú súpum þegar þú varst að alast upp? „Bara kjötsúpu. Móðir mín, Sig- ríður Baldvinsdóttir, var farin að vinna úti þegar ég stálpaðist og það var gömul kona á heimilinu sem sá þá um matseld. Hún hét Snjólaug Baldvinsdóttir og eldaði afskaplega góðan mat. Fyrir jólin var eina skiptið á árinu sem mamma bakaði. Hún fékk konu til sín til að hjálpa sér og þær bökuðu allan daginn. Á meðan ræddu þær um pólitík og voru alls ekki á sama máli. Önnur þeirra var í framboði til bæj- arstjórnar á Akureyri fyrir Sjálf- stæðisflokkinn en hin var stækur kommúnisti. Þegar búið var að baka sagði mamma: „Þetta er nú gott, mín kæra, það er bara verst við þig, þó þú segir ýmislegt af viti, að þú kýst alltaf vitlaust.“ Þær bökuðu gyð- ingakökur, stór- ar þriggja laga tertur og alls- konar smá- kökur, meðal annars hálfmána með sveskjusultu sem pabbi sauð oft. Einnig bökuðu þær smákökutegund sem kölluð er af sumum loft- kökur.“ Leið vel á lífrænu fæði Hvenær fórst þú að sérhæfa þig í súpugerð, ef svo má segja? „Ég borðaði um tíma makrobíót- ískan mat, sem er mikið lífrænn. Þá fór ég að búa til súpur og gera tilraunir. Þetta var mjög góður matur en það var mikið vesen að búa hann til, mér fannst þetta alla- vega vera talsverð vinna. En mér hefur aldrei á ævinni liðið eins vel af neinum mat. Hitt var heldur verra að þegar ég kom í hús þá var oftast mjög fátt sem ég gat borðað. Næstum að ég bæði bara um vatnsglas. En ég grenntist talsvert á þessu fæði og leið mjög vel.“ Af hverju hættir þú þessu? „Ég fór á námskeið í Svíþjóð og við á námskeiðinu vorum beðin að láta vita ef við hefðum sérþarfir í mat. Ég gerði það en maturinn sem ég fékk var svo vondur að það var ekki nokkur leið að borða hann. Bragðlausar pylsur, fljótandi í vatni og þess háttar. Þetta var ömurlegt og batnaði ekki. Þá hugsaði ég með mér: „Ég borða bara það sama og hinir.“ Eftir þetta varð ekki aftur snúið alveg til makrobíótíska mat- arins. En áhugi minn á að búa til súpur jókst verulega við að vera á þessu fæði og ég hef svo þróað þetta áfram. Mér finnst súpur góð- ur og notalegur matur.“ Heit fiskisúpa í skammdeginu  Fátt er eins notalegt og heit súpa í skammdeginu  Hólmfríður Gísladóttir, sem áður starfaði hjá Rauða krossinum, hefur marga súpuna sopið á ferðum sínum þegar hún var að vinna við störf vegna flóttamannahjálpar víða um heim HJÓLA- OG SPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · SÍMI 5 200 200 · GAP.IS EKKISLEIKJA MALBIKIÐ Í FROSTINU! -NAGLADEKKIN UNDIRHJÓLIÐ FÁST ÍGÁP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.