Morgunblaðið - 11.12.2014, Page 91
91
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014
nordicgames.is
Útsölustaðir:
Sjá bezzerwizzer.is
VinsælastaspurningaspilSkandínavíu,nú í íslenskriútgáfu!
Heldurðu að þú vitir betur?
3.000 spurningar samdar og
staðfærðar fyrir íslenskanmarkað.
Fyrir tvo eða fleiri leikmenn,
15 ára og eldri.
www.bezzerwizzer.is
Morgunblaðið/Kristinn
Frelsi Nanna forðast að festast í hefðunum í jólamatnum.
fyrir 4
4-5 andabringur
2 msk sojasósa
1 msk hunang
2 msk púrtvín (má sleppa)
pipar
Láttu andabringurnar þiðna í ísskáp yfir nótt.
Skerðu tígulmynstur í fituna á þeim með beittum
hníf. Blandaðu saman á bakka eða í skál sojasósu,
hunangi, púrtvíni og pipar, veltu andabringunum
upp úr blöndunni og láttu þær liggja í honum í hálfa
til eina klukkustund með fituhliðina upp (ekki í kæli).
Hitaðu ofninn í 180°C. Taktu bringurnar úr leg-
inum og þerraðu e.t.v. fituhliðina aðeins með eldhús-
pappír. Geymdu löginn sem eftir situr í bakkanum.
Settu bringurnar á þurra þykkbotna pönnu og láttu
fituna snúa niður.
Hitaðu pönnuna hratt en lækkaðu hitann þegar fit-
an er farin að bráðna og steiktu við meðalhita í 5-6
mínútur. Fylgstu með og gættu þess að bringurnar
brenni ekki. Snúðu þeim og brúnaðu kjöthliðina í um
2 mínútur.
Taktu bringurnar af pönnunni og settu í eldfast
mót, sem gott er að hita áður í ofninum, og láttu þær
bíða í 5 mínútur. Settu þær þá í ofninn og steiktu þær
í 10-12 mínútur í viðbót. Láttu þær bíða í nokkrar
mínútur áður en þær eru skornar niður eða bornar
fram heilar.
Púrtvínssósa
1 msk fita af andabringunum
1 msk hveiti
350 ml andasoð (eða vatn og 2 tsk andakraftur)
afgangurinn af kryddleginum af öndinni
100 ml púrtvín
pipar
salt
Helltu fitunni af pönnunni sem öndin var steikt á í
skál en skildu um 1 msk eftir. Stráðu hveiti yfir,
hrærðu og láttu krauma í ½ mínútu. Helltu soði eða
vatni smátt og smátt á pönnuna, hrærðu vel og bak-
aðu sósuna upp. Helltu afganginum af kryddleginum
út í hana og láttu hana malla í 5 mínútur.
Hrærðu púrtvíninu saman við og láttu malla í 5-10
mínútur í viðbót við fremur vægan hita. Smakkaðu
og bragðbættu með pipar og salti eftir þörfum og
bættu e.t.v. við meiri andakrafti.
Uppskriftin er úr bókinni Jólamatur Nönnu
Hunangsgljáðar andabringur
með púrtvínssósu