Morgunblaðið - 11.12.2014, Page 92
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Litríkt Candrika Gunnarsson segir matarhefðirnar geta verið mjög breytilegar eftir héruðum Indlands.
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Mörgum þykir gott að brjóta upp
hefðbundnu íslensku veisluréttina
í desember með framandi disk-
um: Að taka hvíld frá salta kjöt-
inu og smjörsósunum og gleðja
braðlaukana með léttari réttum
eða exótískum kryddum.
Hvað með að galdra fram ind-
verskan veislumat í ár?
Fleiri en einn nýársdagur
Chandrika Gunnarsson hjá
Austur-Indíafjelaginu þekkir ind-
verska matargerð inn og út. Hún
hefur fyrir löngu eignast stóran
hóp fastagesta sem láta ekki
langan tíma líða á milli heim-
sókna á þennan framúrskarandi
veitingastað á Hverfisgötunni.
Chandrika segir fjölskyldu sína
hafa það fyrir reglu að borða ís-
lensku réttina í kringum jólin en
elda indverska rétti þegar nýju
ári er fagnað.
Hún kemur frá Karnataka-
héraði, og ólst upp skammt frá
Bangalore. Indversk matargerð
er breytileg eftir héruðum og
eldar Chandrika þann veislumat
sem hún ólst við, á meðan fólk
frá öðrum hlutum Indlands útbýr
allt aðra rétti á þessum árstima.
„Indverjar fagna líka fleiri en
einum nýársdegi. Er 31. desem-
ber dagur mikilla veisluhalda og
samveru með stórum hópi vina,
en dagar eins og Ugadi, nýárs-
dagur í Karnataka, sem fagnað
er á fyrsta degi hindúa-mánaðar-
ins Chatra, snúast meira um
samveru með fjölskyldunni.“
Fullt hús matar
Aðspurð hvaða réttur sé í aðal-
hlutverki segir Chandrika að
Indverjar haldi ekki veislu öðru-
vísi en að hafa margréttað, og
komi varla til greina að hafa
færri en 6-7 rétti í dæmigerðu
fjölskylduboði. Er því ekki auð-
velt að benda á einstaka rétti
sem kalla mætti indverskar hlið-
stæður hangikjötsins eða rjúp-
unnar.
„Er þó einn réttur sem gaman
er að minnast á. Á gamlársdag og
við önnur tilefni þegar mikið
liggur við, þykir mörgum góður
siður að heilgrilla villisvín yfir
eldi. Er svinið þá miðpunktur
veislunnar og dansað og sungið í
kringum eldinn.“
Rétt eins og Íslendingar eiga
margir sína rjúpnaskyttu til að
leita til þekkja vel tengdir Ind-
verjar eins og einn galtaveiði-
mann og oft fellir einhver fjöl-
skyldumeðlimur gestgjafans
göltinn. Grafinn er eldpyttur
undir berum himni og gölturinn
látinn snúast yfir eldinum í lang-
an tíma, enda stórt dýr og mat-
armikið. Segir Chandrika að oft
sameinist heilu þorpin í slíkum
veislum og veiti því ekki af öllu
Á stórhátíðum er til siðs víða á Indlandi að heilgrilla villigölt Chandrika segir 31. desember dag mikilla veislu-
halda með vinahópnum Hindúar halda trúarlegan nýársdag á öðrum tíma ársins og verja með fjölskyldunni
Heilu þorpin sameinast í stórum vei
92
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014
JÓLAMATUR
www.ullarkistan.is
Jólagjöf sem vermir
Laugavegi 25, 101 Reykjavík. Sími 552-7499 | Hafnarstræti 99-101, 600 Akureyri. Sími 461-3006
Kids Basic
treyja
4190,- stk
.
Kids Basic
buxur
4190,- stk
.
Ridder tre
yja
4490,- stk
.
Ridder bu
xur
4490,- stk
.
Dökkblá treyja8490,- stk.
Dökkbláar buxur7490,- stk.
Treyja
með b
lúndu
7490
,- stk.
Buxur
með b
lúndu
7490
,- stk.
Hlýr og notalegur
ullarfatnaður
úr 100 % Merino ull
á góðu verði