Morgunblaðið - 11.12.2014, Side 93
Rétturinn er vanalega eldaður úr
villigrís en hægt er að nota kjúk-
ling og mögulega svínakjöt í
staðinn.
1 kg grís eða beinlaus kjúklingur
1 msk rautt chiliduft
2 tsk túrmerikduft
2 meðalstórir laukar
5-6 græn chili
2 heilir hvítlaukar (18-20 geirar)
u.þ.b. 8 cm af engifer
3 msk kúmenfræ
5 eða 6 negulnaglar
5 matskeiðar kóríanderfræ
2 matskeiðar heill svartur pipar
salt eftir smekk
1 bolli (250 ml) vatn
1 sítróna, meðalstór
2 matskeiðar svart edik
Aðferð: Skerðu kjötið í 3 cm
bita, þvoðu vandlega og helltu
vatninu af. Bættu við rauðu
chili, túrmerik og salti. Bland-
aðu vel og leyfðu að liggja í 10
mínútur.
Útbúðu masala (blöndu) með
því að merja lauk, hvítlauk,
grænt chili, engifer, 1 tsk kúm-
enfræ og tvo negulnagla.
Blandan á að vera hrjúf. Ekki
bæta við vatni strax.
Sjóddu bolla af vatni í íláti
með þykkan botn.
Bættu masala-blöndunni við
og láttu sjóða í 1-2 mínútur.
Bættu kjötinu út í og eldaðu
þangað til meyrt (20-25 mín-
útur).
Ristaðu á grilli 2 matskeiðar
af kúmeni, 5 matskeiðar kórí-
ander, 2 matskeiðar af svörtum
pipar og negulnaglana. Ristaðu
þar til kryddið verður svart, en
þó ekki brunnið.
Myldu blönduna í fínt duft.
Bættu kryddblöndunni og
svarta edikinu við kjötið. Eld-
aðu á lágum hita þar til olían
fer að skiljast úr kjötinu.
Nú er rétturinn tilbúinn til
átu. Ferskur sítrónusafi gefur
skemmtilegt bragð.
Berið fram með basmati-
hrísgrjónum.
Pandi Curry
kjötinu. Kjötið er mjög bragðgott
og ekki skemmir fyrir að gölt-
urinn er bæði maríneraður í alls
kyns kryddum og reglulega vökv-
aður með rommi. Smám sama
karamelíserast skrokkurinn og
gefur kjötinu sætan keim.
Kjúklingur í stað galtarins
Úr villigeltinum er hægt að
búa til réttinn Pandi Curry sem
Chandrika segir að eigi mjög vel
við á áramótum. Íslendingum er
þó vandi á höndum því villigeltir
finnast hvorki í íslenskum skóg-
um né í kjötborðum verslananna.
„Ekki er hægt að nota svínakjöt í
staðinn enda hefur hold villigalt-
arins allt annað bragð og áferð.
Hins vegar má reyna að nota
kjúkling sem staðgengil og er út-
koman þá alls ekki slæm.“
Þeir sem treysta sér ekki í að
reyna að endurskapa þennan
merkilega rétt gætu kannski
hugsað sér að setja grjónagraut-
inn í indverskan búning.
Bananalauf og sykurreyr
„Indverjar eiga sinn grjóna-
búðing sem er nokkuð líkur risa-
lamande. Íslendingar bæta sult-
um og sósum út í búðinginn en
Indverjar fara þá leið að elda
grjónin með bananalaufum sem
gefa mjög gott bragð. Svo er
bætt út í safa úr sykurreyr. Hér
gildir að velja réttu tegundina af
bananalaufum til að fá rétta
bragðið og látum við flytja sér-
staklega inn fyrir okkur laufin
sem notuð eru á veitingastaðn-
um.“
Fylli Indversk veisluborð eru hlaðin af mat. Dökkbrúni rétturinn til hægri er Pandi Curry. Sætt Indverski grjónabúðingurinn fyrir miðju.
slum
93
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014