Morgunblaðið - 11.12.2014, Síða 94

Morgunblaðið - 11.12.2014, Síða 94
94 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014 JÓLAMATUR Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Þegar kemur að purusteikinni vill stundum reynast snúið að ná purunni stökkri og góðri. Þeir sem vilja ekki sitja uppi með lina og seiga puru þessi jólin ættu að hlíta ráðum Gunn- ars Karls Gíslasonar matreiðslu- manns og eins af eigendum veitinga- staðarins Dills. Gunnar segist ekki geta látið des- ember líða án þess að elda purusteik. „Steikina elda ég þó ekki á að- fangadagskvöld, því þá er hefðin að elda rjúpu. Yfirleitt ratar purusteikin á einhvern hinna daganna, milli að- fangadags og nýársdags.“ Feitur vöðvi Vel heppnuð purusteik byrjar með góðu hráefni og mælir Gunnar með að fólk velji bita sem er með hæfilega feitum vöðva. Ef gott fitumagn er í vöðvanum er hægt að elda steikina lengur án þess að hætta á að kjötið verði þurrt. Fitan smýgur út í vöðv- ann og gerir kjötið meyrt og safaríkt. Yfirleitt þarf ekki að snyrta kjöt- stykkið sérstaklega nema hvað rétt er að skoða vel skinnið og fjarlægja með kyndli eða hníf fíngerð hár sem hafa mögulega setið eftir. Stóra „brellan“ felst svo í því að elda steikina með skinnhliðina niðri og ofan í kryddblönduðu vatni. „Ég tek þá t.d. eldfast mót, set vatn í botn- inn og krydda vökvann með rósm- aríni, negul, kanil, svörtum pipar, lár- viðarlaufum og einiberjum. Skinnhliðin liggur ofan í þessum legi, steikin fer svona inn í ofninn og eldast þar við um 130°C í 1½-2 tíma eftir stærð,“ segir Gunnar, sem sker rákir í puruna áður en hún fer ofan í vatnið. Þá er steikin tekin út, látin jafna sig örstutta stund, og ofninn hitaður upp í 210°C. Steikin er færð yfir á grind og snúið við svo að puran snýr núna upp og krydd borið á. „Ég maka salti vel í puruna, tek kannski eitt- hvað af kryddjurtunum sem voru í vatnsbaðinu og sting nokkrum negul- nöglum á milli strimla í purunni.“ Örstutt hitaskot Steikin er nær fullelduð þegar hér er komið sögu og þarf aðeins um 25 mínútur í ofninum til að puran verði stökk og góð. „Þarf bara að fylgjast mjög vel með steikinni og taka hana út þegar puran er orðin fallega gyllt. Með þessari aðferð, þar sem skinnið er í raun fyrst soðið í vatni, bregst ekki að útkoman er stökk og bragð- góð pura.“ Á meðan steikin er í ofn- inum er hægt að útbúa meðlætið. Að sögn Gunnars kallar hefðin á brún- aðar kartöflur og heimagert rauðkál, að ógleymdri sveppasósunni. Rauðkálið fær að „karamell- iserast“ vel hjá Gunnari. „Ég bý til karamellu úr sykurbráð í góðum potti og velti kálinu upp úr áður en ég bæti við trönuberjasafa. Loks sýð ég þetta niður og smakka til með kryddi.“ Sósan er ekki heldur flókin: „Ég sneiði sveppi niður og steiki þá vel á pönnu, á öllum hliðum. Þegar svepp- irnir eru orðnir gylltir og flottir bæti ég við rjóma og kjúklingasoði, smjöri og salti.“ Morgunblaðið/Ómar Sígilt Gunnar hefur gaman af að gera rauðkálið vel „karameliserað“ og bætir við trönuberjasafa. Purusteikin á hvolfi  Gunnar Karl á veitingastaðnum Dill segir leyndarmálið á bak við stökka puru að elda steikina fyrst á hvolfi, með puruna í vatnsbaði – með morgunkaffinu Fyrir 4 800 g svínasíða. vatn smjör 5 negulnaglar 2 kanilstangir 4 lárviðarlauf 10 svört piparkorn 5 einiber 2 greinar greni Stillið ofninn á 150°C og for- hitið. Takið vel valda og snyrta svínasíðu þar sem búið er að skera rákir í skinnhliðina og setj- ið í eldfast mót sem búið er að hálffylla með sjóðandi vatni og kryddinu. Eldið í ofninum í 1½-2 tíma eftir stærð síðunnar. Eftir þessa eldun skal síðan tekin út og hitinn á ofninum hækkaður í 220°C. Takið því næst síðuna upp úr vatninu og leyfið aðeins að rjúka úr henni. Kryddið með salti, þó mest á skinnhliðina. Tæmið vatn- ið úr eldfasta mótinu og setjið því næst síðuna aftur inn í ofninn og eldið uns puran er stökk og gyllt. Morgunblaðið/Golli Svínasíða með stökkri puru Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · rafver@rafver.is · www.rafver.is K Ä R C H E R S Ö L U M E N N V E R T U Á Ö R U G G U M S T A Ð NT 35/1 Tact Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir Barki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur. NT 45/1 Tact Te Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir Barki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur, rafmagnstengill. NT 55/1 Tact Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir 2,5m 35mm barki, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur. NT 25/1 Ap Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir Barki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur. Takki fyrir hreinsun á síu. Iðnaðarryksugur Fyrir bæði blautt og þurrt Sjálfvirk hreinsun á síu Tengill REDKENONLY SALON SALONVEH HÁRSNYRTING: RÁÐGJÖF, KLIPPING OG MÓTUN, HÁRLITUN, HÁRÞVOTTUR MEÐ NUDDI EÐA DJÚPNÆRINGU VÖRUR Í VERSLUN: ALLT Í HÁRIÐ, HÁRLENGINGAR OG -KOLLUR, GREIÐUR, BURSTAR, BLÁSARAR HÚSI VERSLUNARINNAR, KRINGLUNNI S. 568 7305 • SALONVEH.IS TÍMAPANTANIR HJÁ SALON VEH Í SÍMA 568-7305 Gleðileg jól VERTU VINUR OKKAR Á - PANTAÐU TÍMA Á Simbi Hildur Róbert Alda Sigurveig Bjarki StefánSalóme
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.