Morgunblaðið - 11.12.2014, Síða 96

Morgunblaðið - 11.12.2014, Síða 96
96 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014 JÓLAMATUR Guðrún Gunnlaugsdóttir gudrunsg@gmail.com „Ýmsir gestir okkar eru ekki endi- lega úr hópi þeirra sem lítið eiga heldur kemur einnig fólk sem er einmana á jólunum. Stundum er um að ræða fólk sem er fráskilið og börnin eru hjá hinum aðilanum, eða það hefur misst maka. Þetta á ekki aðeins við um gestina heldur líka sjálfboðaliðana,“ segir Rannva Ol- sen, kapteinn og forstöðukona á Dagsetrinu, sem er athvarf fyrir heimilislausa á Eyjaslóð 7 í Reykja- vík. Hvernig hagið þið jólunum í ár? „Í nóvember hefst undirbúningur fyrir jólin. Þá byrjar maður að hugsa um hvað eigi að hafa í matinn og sækja um styrki. Ýmis fyrirtæki og félög hafa styrkt okkur blessunarlega í mörg ár. Einnig þarf að undirbúa jólapakka fyrir fanga á Íslandi. Það hefur verið hefð lengi að Hjálpræðisherinn sendi föngum jólapakka. Þetta getum við gert vegna þess að við fáum styrk til þess frá góðu fólki.“ Skreytt í hólf og gólf „Hjá mér á Eyjaslóð erum við byrjuð að skreyta. Við höfum hér til umráða um 200 fermetra. Hér er borðstofa, setustofa og þrjú svefn- herbergi. Og auðvitað snyrtingar og þvottaaðstaða. Við skreytum allt nema klósettin, fólkinu sem kemur hingað finnst svo gaman að skreyta. Og það er mjög skemmtilegt að sjá hvernig ýmsir skreyta, þeir gera meira en minna ef svo má segja. Um þetta leyti förum líka að baka. Það er svo gott að fá kökuilm- inn í húsið. Við bökum allskonar kökur, stundum gefa bakarí okkur deigrúllur sem auðvelt er að skera niður. Ýmsir bjóða sig fram í það. En þegar við bökum eftir upp- skriftum þá er það yfirleitt starfs- fólkið sem stendur í því. Okkur þyk- ir öllum gaman að gleðja þá sem koma hingað. Einnig er núna verið að fara í að athuga með jólafötin. Fólk sem kemur hingað fær flest spariföt hjá okkur. Gestir okkar á Eyjaslóð um jólin eru karlmenn í meirihluta, þar sem Konukot er opið yfir sjálfar há- tíðarnar. Jólafötin koma frá Hertex, nytjamarkaðinum okkar, þetta er fatnaður sem almenningur hefur gefið okkur. Hann nýtist bæði til að selja viðskiptavinum og til að fata upp heimilislausa fólkið sem kemur til okkar.“ Skiptar skoðanir um skötu Hvað borðið þið venjulega á jól- unum? „Við erum yfirleitt ekki með skötu á Þorláksmessu en í fyrra komu einstaklingar og veitinga- staður með soðna skötu og meðlæti. Eldri gestirnir voru kátir með þetta en hinir yngri og útlendingarnir voru ekki hrifnir. Þeir vildu heldur venjulegan fisk. Ég er því búin að ákveða að hafa grjónagraut á Þor- láksmessu núna með möndlugjöf og svo eitthvert gott brauðmeti með áleggi.“ Hátíðarmaturinn fyrir gesti Hjálpræðishersins verður fram- reiddur á Tapashúsinu þessi jólin. Tapashúsið er niðri við gömlu höfn- ina, á bak við Hamborgarabúlluna. „Forsagan að því er þannig að það hringdi maður í okkur og vildi gerast sjálfboðaliði hjá okkur. Í tal barst að við værum að leita að stærra húsnæði fyrir jólamatinn því salurinn okkar í Hjálpræðishershús- inu tekur varla lengur þá gesti sem koma í mat á aðfangadagskvöld. Þá sagði þessi yndislegi maður: „Ég get bjargað þessu, ég á veitingastað og þar er pláss fyrir 120 gesti. Þar er allt til staðar, aðstaða til eldunar og mataráhöld. Við höfum hvort sem er Tapashúsið ekki opið á að- fangadag og jóladag.“ Svona bjarg- aðist þetta. Mér finnst fallegt hvernig þessi maður brást við. Við höfum líka fengið kokk sem sjálfboðaliða. Hann hefur verið með okkur ásamt öðrum í tvö ár og nú ætlar hann að elda í Tapashúsinu. Eftir borðhaldið röltum við svo yfir á Herkastala og þeir fá bílfar sem treysta sér ekki til að ganga. Í sal Herkastalans verður kaffi og kökur og við munum dansa í kringum jóla- tréð. Þetta er oft skemmtilegasta stundin, hápunktur kvöldsins. Á jóladaginn verður svo opið hjá okk- ar hér á Eyjaslóðinni fyrir skjól- stæðinga okkar.“ Tekið á móti öllum Er jólahald Hjálpræðishersins svipað í öðrum löndum? „Já, ég þekki hvernig þetta er í Danmörku og Noregi, það er svipað og við höfum það hér. Ég hef einnig heyrt af jólahaldinu hjá Hjálpræð- ishernum í Bandaríkjunum, þar er starfið mjög öflugt. Vafalaust er álíka sögu að segja frá ýmsum öðr- um löndum. Við hjá Hjálpræðis- hernum tökum á móti fólki á jólum hverrar trúar sem það er og úr hvaða stétt sem er. Ég vil taka fram að Hjálpræðisherinn í Reykjanesbæ Allir eru velkomnir  Hjálpræðisherinn hefur löngum unnið gott starf á jólunum fyrir þá sem minna mega sín í samfélag- inu og þá sem eru einmana og langar að vera með öðru fólki á hátíðinni – með morgunkaffinu A L V Ö R U RISTAÐ BRAUÐ BE IKON Spælt E G G MORGUNVERÐARPYLSUR kartöfluteningar síróp S K I N K A OSTUR 0g0 S P R E N G I S A N D I O G T R Y G G V A G Ö T U S Í M I 5 2 7 5 0 0 0 — W W W . G R I L L H U S I D . I S PÖNNUKAKA 1840kr á mann Allt á sínum stað og svo fylgir ávaxtasafi og kaffi eða te með. Allt þetta fyrir einungis HELGAR BRUNCH Er á Facebook Jurtir í jólagjöf Slakandi olían er góð fyrir húðina og himnesk í baðið! – Lena Lenharðsdóttir www.annarosa.is Slakandi olían hefur róandi áhrif og er frábær nudd- og húðolía. Eftir að ég fór að nota 24 stunda kremið hurfu þurrkblettir í andliti alveg og ég er ekki eins viðkvæm fyrir kulda og áður. Það gengur mjög vel inn í húðina og mér finnst það frábært í alla staði. – Sigþrúður Jónasdóttir 24 stunda kremið er einstak- lega rakagefandi og nærandi fyrir þurra og þroskaða húð. Fótakremið er silkimjúkt, fer fljótt inn í húðina og mér finnst það alveg æðislegt. – Magna Huld Sigurbjörnsdóttir Fótakremið er kælandi og kláðastillandi, mýkir þurra húð, græðir sprungur og ver gegn sveppasýkingum. Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum (Smáralind og Spönginni) og Fjarðarkaupum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.